Betri ferðalög með tækninni

Ferðatækni er spennandi vaxtarbroddur í upplýsingatækni samtímans þar sem Origo hefur einsett sér að vera leiðandi. Við hönnum og samþættum margvíslegar lausnir sem hjálpa ferðaþjónustuaðilum að hámarka hagnað og skapa framúrskarandi notendaupplifun, allt frá því að gesturinn bókar flug og hótel þar til hann skilar bílaleigubílnum eða klárar skoðunarferðina. Við búum að frábærri reynslu af því að starfa með íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum og leitumst sífellt við að gera starfsemi þeirra skilvirkari, snjallari og grænni.

Brand myndefni

Stafræn verkfærakista fyrir ferðaþjónustu

Með lausnum Origo getur þitt fyrirtæki staðið undir, og farið fram úr, væntingum ferðamanna dagsins í dag, hvort sem þær snúast um að bóka og aflýsa á síðustu stundu eða geta stýrt eigin bókunum í gegnum netið.

Tól á borð við sjálfsafgreiðslugáttir, sveigjanlegar verðskrár og skipulagðar ferðaáætlanir hjálpa þér að skara fram úr á markaði með því að bjóða heildræna og framúrskarandi notendaupplifun. Á sama tíma auðvelda þau þér að markaðssetja þitt fyrirtæki á markvissari hátt, straumlínulaga starfsemina og auka arðsemi.

Upplýsingatæknilausnir Origo hjálpa viðskiptavinum okkar að ná umtalsverðum sparnaði í orkunotkun og úrgangi. Bókunar- og ferðaskipulagningarkerfin okkar eru gott dæmi en þau hjálpa viðskiptavinum að hámarka skilvirka nýtingu aðfanga og minnka úrgang.

Hjá Origo leggjum við líka sjálf mikið upp úr því að okkar starfsemi sé umhverfisvæn. Allur bílafloti fyrirtækisins er rafknúinn og allur úrgangur af okkar starfsemi flokkaður og endurunninn. Starfsfólk okkar getur unnið heima eftir hentugleika, sem fækkar ferðum og eykur afköst. Og að sjálfsögðu kemur öll orka fyrir okkar starfsemi úr endurnýjanlegum íslenskum orkugjöfum.

Aðstoð

Þjónustuteymi ferðalausna

Þjónustuteymi Ferðalausna veitir þjónusturáðgjöf og aðstoðar viðskiptavini með Caren bílaleigulausnir, bókunarlausnir og vefsíður fyrirtækja í ferðaþjónustu. Hjá okkur er opið alla virka daga frá kl. 8-17, þú nærð í okkur í síma 516-1400 eða með því að senda póst á netfangið helpdesk@origo.is

Kona að störfum