Fjármálalausnir < Origo

Fjármálastofnanir

Við höfum áralanga reynslu af lausnum fyrir fjármálafyrirtæki. Meðal viðskiptavina okkar eru bankar og fjármálafyrirtæki, bæði innanlands og erlendis.

Áhersla okkar er á innleiðingu, aðlögun og þjónustu á hugbúnaði frá SAP, Advent, Calypso sem og á eigin hugbúnað.

Vantar þig ráðgjöf?

SAP bankalausnir

Grunnkerfi SAP

Grunnbankalausnir SAP samanstanda meðal annars af lánakerfi, innlánakerfi, veðtryggingakerfi o.fl.

BPO (Business Partner Overview)

Yfirlitsmynd sem einfaldar alla vinnu og umsýslu með viðskiptareikninga í SAP hvort sem þeir tengjast fjárhag eða bankalausnum í SAP.

Vísitölulausnin

Stöðluð viðbót við SAP lánakerfið (CML) sem gerir notendum kleift að velja viðeigandi verðvísitölu, eins og vísitölu neysluverðs, lánskjaravísitölu eða greiðslujöfnunarvísitölu.

Netbanki

Örugg netbankalausn

Netbankalausnin er útfærð samkvæmt bestu ferlum og nýjustu tækni frá Microsoft. Öll samskipti eru dulkóðuð auk þess sem stuðningur er við tveggja þátta innskráningu, auðkennisskírteini og SSL samskipti. 

Netbankinn uppfyllir kröfur varðandi framsetningu, virkni og öryggi fyrir fjármálastofnanir sem og viðskiptavini.

i-Banking

Uppsett til að uppfylla kröfur varðandi framsetningu, virkni og öryggi fyrir fjármálastofnanir sem og viðskiptavini.

i-Banking Service Hub

Samskiptalagið sem tengist bakendakerfum, t.d. SAP og RB. Samskiptalagið nýtir WCF tæknina frá Microsoft og tengist öllum SOA kerfum.

i-Banking Portal

Ytra lagið sem hefur eingöngu samband við Service Hub og er því öryggi tryggt út á við. Hægt er að stofna notendur og stýra aðgangi þeirra auk þess sem kerfisstjórar geta fylgst með öllum keyrslum í kerfinu.

Regluvarsla

PeTra („Personal Transactions") heldur utan um öll verðbréfaviðskipti starfsmanna.

  • Allar upplýsingar um verðbréfaviðskipti starfsmanna á einum stað.
  • Regluvörður getur vaktað viðskipti í PeTra.
  • Hægt að stilla upp mismunandi reglum fyrir mismunandi svið innan fyrirtækis.
  • Hægt að flytja gögn inn og út úr kerfinu til samþættingar við önnur kerfi.
  • Hægt að aðlaga kerfið fyrir bæði innlend og erlend regluverk og markaði.

Eignastýring og markaðsviðskipti

Við störfum náið með hugbúnaðarfyrirtækjum á borð við Advent og Calypso vegna hugbúnaðar á sviði afleiðuviðskipta, fjárstýringar og eignastýringar.

Fá ráðgjöf