Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
Fjölbreytt fyrirkomulag vinnunnar, hvort sem er fjarvinna og fjarfundir af ýmsu tagi, er orðinn fastur liður í lífi margra. Sama hvar vinnan fer fram ætti vinnustöðin að ýta undir teymisvinnu og framleiðni og þarf starfsfólk til þess notendavænar lausnir og öflugan búnað.
Með Teams er hægt að gera svo miklu meira en að halda fjarfundi. Þú getur einnig spjallað við vinnufélagana, öðlast betri yfirsýn yfir verkefnin og verið í sambandi hvar og hvenær sem er.
Með Teams er hægt að hringja og taka við hefðbundnum símtölum heima eða hvar sem er og nú er einnig hægt að bæta við þjónustuveri og skiptiborði ofan á símkerfið.
Zoom er frábært fjarfundakerfi sem hentar sérstaklega vel fyrir fjölmenna fjarfundi og fjarráðstefnur og ekki síður smærri fundi. Origo er einnig viðurkenndur Zoom söluaðili á Íslandi.
Vantar þig tölvu, skjá, heyrnartól, lyklaborða eða vefmyndavél?
Í netverslun Origo finnur þú allan þann búnað sem þarf fyrir fullkomna vinnuaðstöðu heima fyrir.
Hvort sem þig vantar fjarfundarbúnað fyrir lítil rými eða stór fundarherbergi, þá þarftu réttu lausnirnar. Við hjálpum þér að viðhalda góðum tengslum.
Við bjóðum mikið úrval búnaðar fyrir fjarkennsluna á borð við myndavélar fyrir fjarfundi, hljóðnema, tölvuskjái, snertiskjái og upptökutæki.
Akademias valdi þjónustu Origo
Við bjóðum úrval snjallra lausna fyrir allar stærðir og gerðir fundarherbergja sem tengja fólk saman í bestu mögulegum gæðum.
Stór, minni, minnstur! Hér getur þú valið mismunandi útfærslur eftir stærð og gerð herbergja.
Nú geta myndavélar á fjarfundum greint andlit þátttakenda og þysja sjálfvirkt inn á þá:
Nú er í mörgum tilfellum nóg að hafa hljóðnemann innbyggðan í fjarfundabúnaði og þarf lengur snúruhljóðnema út á borðið.
Hér sést vel hversu öflugir hljóðnemarnir eru orðnir og með gervigreind (AI) heyrist jafnhátt fá öllum þátttakendum, óháð því hversu nálægt þeir sitja. Þessu til viðbótar er hægt að fá hljóðnema sem taka mið af aðstæðum á hverjum stað, filtera út óæskileg umhverfishljóð og tryggja betri hljómgæði á fjarfundinum.
Kíktu á USB fjarfundabúnað til tengingar við tölvu, allt frá USB hátalarasímum fyrir einstaklinga upp í USB Video bar fyrir fundarherbergi.