Handtölvulausnir

Handtölvulausnir einfalda skráningu upplýsinga þar sem aðgegni að borðtölvum er ekki til staðar, líkt og úti á gólfi verslunar eða í vöruhúsi.

Við búum yfir mikilli reynslu á þessu sviði hugbúnaðarlausna og höfum tengsl við öfluga birgja sem bjóða vélbúnað til að keyra lausnir okkar á.

Handtölvur og strikamerkjalesarar

Leysa af hólmi blað og blýant

Allar skráningar eiga sér stað með handtölvum í gegnum þann hugbúnað sem þar er. Vörur eru skannaðar og upplýsingar eins og magn er slegið beint inn í kerfið.

Hvers vegna völdu þau Origo?

Við hjá Málningu hf. höfum notað IceLink Warehouse vöruhúsakerfið allt frá árinu 2010. Árið 2018 skiptum við um fjárhagskerfi en vildum gjarnan halda vöruhúsakerfinu áfram. IceLink Warehouse heldur utan um vöruflæðið allt frá móttöku til afhendingar, gerir okkur kleift að ná hámarksnýtingu hólfa í vöruhúsinu og gefur okkur góða yfirsýn yfir hvar vörur okkar eru. Auk hefðbundinna verkferla eru í því framleiðsluskráning, vörutalning og lausn fyrir bílstjóra þegar vörum er dreift alla leið til viðskiptavina. Það má því segja að kerfið uppfylli allar okkar þarfir.
Aðalsteinn AuðunssonVörustjóri
Ávinningur

Bein tenging handtölva við bakendakerfi leysa af hendi innslátt upplýsinga af blöðum

Einn mikilvægasti þáttur vel útfærðrar handtölvulausnar eru samskiptin við fjárhagskerfið. Dæmi um það er að þegar vara er skönnuð þá sækir handtölvan upplýsingar, eins og nafn vörunnar, til fjárhagskerfisins. Skráningar sem notandi slær inn í handtölvuna skila sér sömuleiðis sjálfkrafa þaðan og yfir í fjárhag. Engrar auka handavinnu við skráningu er þörf.

Minni hætta á mistökum og innsláttarvillum

Lestur handskrifaðra upplýsingar af blöðum, sem skráðar hafa verið í flýti eða við erfiðar aðstæður, sem síðan þarf að handslá inn í fjárhagskerfið geta orsakað villur bæði við lestur og innslátt. Það eru t.a.m. algeng mistök að skrá rangt magn inn í fjárhagskerfið hafi maður lesið vitlaust af blaði eða ýtt á rangan tölustaf á lyklaborðinu.

Réttari upplýsingar um þætti eins og birgðastöðu

Færri mistök eru gerð en þar að auki ýtir það undir réttari upplýsingar að skráningar berast jafnharðan á milli fjárhagskerfis og handtölva og einfaldari útfærsla vörutalningar gerir það að verkum vörutalningar eru framkvæmdar oftar. 

Gríðarlegur tímasparnaður

Enginn auka innsláttur í fjárhagskerfi, nánast enginn tími fer í leiðréttingar og hagnýting strikamerkja við að finna vörunúmer kemur í veg fyrir að fletta í blaðabunkum eins og þekkt er í vörutalningum.

Viðskiptavinir
Samskip logo
Eimskip logo
Kaupfélag Skagfirðinga logo
Samkaup logo
Hagkaup logo
Bónus logo
Ölgerðin logo
N1 logo
Málning logo
Birgjar
Zebra logo
Kona tekur vinnusímtal á skrifstofunni
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000