Heilbrigðislausnir < Origo

Heilbrigðislausnir

Við erum leiðandi í hugbúnaðarlausnum fyrir aðila á heilbrigðissviði.

Lausnir okkar eru notaðar daglega af þúsundum heilbrigðisstarfsmanna á öllum helstu heilbrigðisstofnunum landsins s.s. sjúkrahúsum, stofum sérfræðilækna, heilsugæslum, hjúkrunarheimilum auk apóteka.

Lausnir okkar byggja á traustum grunni sem nær aftur til 1993 þegar þróun Sögu sjúkraskráar hófst.

Þjónustuborð Heilbrigðislausna

Þjónustuborð Heilbrigðislausna þjónustar viðskiptavini sína sem nota Sögu, Heklu, Medicor, Öskju og Veru.

Á döfinni í Heilbrigðislausnum

Nýjustu útgáfur af Sögu í tímaröð, vefhandbækur fyrir hverja útgáfu af Sögu og Sögustundir.

Þróað síðan 1993

Heilbrigðislausnirnar okkar byggja á gömlum grunni sem nær aftur til 1993 þegar þróun Sögu sjúkraskráar hófst. 

Saga - Rafræn sjúkraskrá

Saga er sjúkraskrárkerfi sem heldur utan um rafræna sjúkraskrá á Íslandi. Kerfið er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum.

Meira um Sögu

Hekla - Heilbrigðisnet

Hekla er lokað rafrænt samskiptanet til sendinga á heilbrigðisgögnum á milli aðila innan heilbrigðiskerfisins.

Meira um Heklu

Medicor - Lyfjaafgreiðsla

Medicor er alhliða lyfjaafgreiðslukerfi fyrir apótek. Auk hefðbundinnar lyfjaafgreiðslu tekur Medicor á móti rafrænum lyfseðlum og sendir upplýsingar um afgreidda lyfseðla til Tryggingastofnunar.

Meira um Medicor

Askja - Tölfræði og skýrslur

Askja er úrvinnslutól sem vinnur með gögn úr Sögu. Bæði er boðið upp á skýrslur og aðgang í Excel með notkun svokallaðra gagnateninga eða kubba sem hægt er að snúa á ýmsa vegu.

Meira um Öskju

Vera - Heilsuvefur

Á vefnum heilsuvera.is getur almenningur átt í samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn og nálgast gögn sem skráð eru um viðkomandi í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.

Nánar á heilsuvera.is

Hafðu samband við okkur