Askja - Tölfræði og skýrslur

Askja er úrvinnslutól sem vinnur með gögn úr Sögu. Bæði er boðið upp á skýrslur og aðgang í Excel með notkun svokallaðra gagnateninga eða kubba sem hægt er að snúa á ýmsa vegu.

Læknir að störfum
Læknir að störfum

Tölfræði og skýrslu

Askja er byggð á viðskiptagreindarlausnum Microsoft

Í boði eru bæði fastmótaðar skýrslur og aðgangur að gögnum í Excel með notkun gagnateninga eða kubba sem hægt er að snúa á ýmsa vegu. Gögnum hefur þá verið stillt upp með innbyrðis tengslum þannig að hægt er að nálgast þau út frá ýmsum sjónarhornum í veltitöflum (e. Pivot Tables) í Excel. Þannig er hægt að skoða ýmsa vinkla með því að draga mismunandi eigindi í raðir eða dálka eftir þörfum.

Sem dæmi um notkun á Öskju má hugsa sér eftirfarandi dæmi. Rannsakandi þarf að vita fjölda þeirra karlkyns sjúklinga á aldrinum 20-30 ára sem komu á heilsugæslustöð vegna magaverks frá 1. júní – 1. september, var sinnt af Jóni Jónssyni lækni, voru sendir í næmispróf og fengu Íbúfen. Mæling gagnakubbsins í dæminu er fjöldi sjúklinga og víddirnar sem ákvarða fjöldann eru kyn, aldur sjúklings, tilefni, komudagsetning, læknir, greining og lyf.

Læknir situr við tölvu

Þjónusta

Þjónustuborð Heilbrigðislausna

Hér má nálgast upplýsingar um þjónustuver, TeamViewer fjarhjálp og finna nýjustu útgáfuskjöl ásamt handbókum.

Læknir á heilsugæslu

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf