Askja - Tölfræði og skýrslur

Askja er úrvinnslutól sem vinnur með gögn úr Sögu. Bæði er boðið upp á skýrslur og aðgang í Excel með notkun svokallaðra gagnateninga eða kubba sem hægt er að snúa á ýmsa vegu.

Læknir að störfum
Læknir að störfum

Tölfræði og skýrslur

Askja er úrvinnslutól sem vinnur með gögn úr Sögu. Í boði eru bæði fastmótaðar skýrslur og aðgangur að gögnum í Excel með notkun gagnateninga eða kubba sem hægt er að snúa á ýmsa vegu. Gögnum hefur þá verið stillt upp með innbyrðis tengslum þannig að hægt er að nálgast þau út frá ýmsum sjónarhornum í veltitöflum (e. Pivot Tables) í Excel. Þannig er hægt að skoða ýmsa vinkla með því að draga mismunandi eigindi í raðir eða dálka eftir þörfum. Sem dæmi um notkun á Öskju má hugsa sér eftirfarandi dæmi. Rannsakandi þarf að vita fjölda þeirra karlkyns sjúklinga á aldrinum 20-30 ára sem komu á heilsugæslustöð vegna magaverks frá 1. júní – 1. september, var sinnt af Jóni Jónssyni lækni, voru sendir í næmispróf og fengu Íbúfen. Mæling gagnakubbsins í dæminu er fjöldi sjúklinga og víddirnar sem ákvarða fjöldann eru kyn, aldur sjúklings, tilefni, komudagsetning, læknir, greining og lyf.

Askja er byggð á viðskiptagreindarlausnum Microsoft.

Þjónusta

Þjónustuborð Heilbrigðislausna

Hér má nálgast upplýsingar um þjónustuver, TeamViewer fjarhjálp og finna nýjustu útgáfuskjöl ásamt handbókum.

Læknir á heilsugæslu

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf