Hekla - Heilbrigðisnet < Origo

Hekla - Heilbrigðisnet

Hekla er lokað rafrænt samskiptanet til sendinga á heilbrigðisgögnum á milli aðila í heilbrigðissviði. Mikið hagræði er af rafrænum sendingum á heilbrigðisgögnum yfir Heklu. Rafrænar sendingar auka öryggi sjúklinga, bæta þjónustuna, spara tíma og fjármuni. Þúsundir skeyta eru send yfir Heklu á degi hverjum. Meðal þeirra eru meira en 1,3 milljónir lyfseðla, 200.000 læknabréfa og 13.000 umsókna um lyfjaskírteini.

Hekla heilbrigðisnet hefur verið í notkun á Íslandi frá 2007. Í dag eru allar heilbrigðisstofnanir landsins, öll apótek, Tryggingastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Embætti landlæknis og margir aðrir tengdir netinu. Hekla er eina almenna heilbrigðisnetið á Íslandi og gerir mögulegt að senda rafræn gögn á milli ólíkra hugbúnaðarkerfa með öruggum, stöðluðum og auðveldum hætti.