Hekla

Hekla er lokað rafrænt samskiptanet til sendinga á heilbrigðisgögnum á milli aðila á heilbrigðissviði. Allar heilbrigðisstofnanir landsins, öll apótek, Tryggingarstofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Embætti Landlæknis og aðrir viðkomandi eru tengdir Heklu sem gerir mögulegt að senda rafræn gögn á milli ólíkra hugbúnaðarkerfa með öruggum, stöðluðum og auðveldum hætti.

Hekla

Hagræðing og öryggi

Mikið hagræði er af rafrænum sendingum á heilbrigðisgögnum yfir Heklu, það eykur öryggi sjúklinga, bætir þjónustu, og spara tíma og fjármuni. Um tvær milljónir skeyta eru send yfir Heklu á degi hverjum sem gera um 712 milljón á ári. Þar af eru um 500 þúsund læknabréf.

Hekla heilbrigðisnet hefur verið í notkun á Íslandi frá 2007. Í dag eru allar heilbrigðisstofnanir landsins, öll apótek, Tryggingastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, Embætti landlæknis og aðrir tengdir netinu.

Hekla er eina almenna heilbrigðisnetið á Íslandi og gerir mögulegt að senda rafræn gögn á milli ólíkra hugbúnaðarkerfa með öruggum, stöðluðum og auðveldum hætti.

Læknar að tala saman á heilsugæslu

Tengingar og APIs

Viltu tengjast Heklu?

Sjáðu nánari upplýsingar um tengingar við Sögu sjúkraskrá, Heklu heilbrigðisnet og önnur kerfi Helix.

Nánar um tengingar
Maður að nota app í síma

Fáðu ráðgjöf