Lyfjafyrirmæla- og gjafaskráning < Origo

Lyfjafyrirmæla- og gjafaskráning

Samþætt við lyfjafyrirmælakerfið eMed

Eykur öryggi í lyfjagjöf

Heldur utanum tínslu og skráningu lyfjagjafar

Yfirlit yfir stöðu lyfjagjafar

Nýtt rafrænt lyfjagjafaskráningarkerfi gerir hjúkrunarfræðingum kleift að halda utan um tínslu lyfja, lyfjaskömmtun og skrá lyfjagjöf. Þar er einnig hægt að sjá yfirlit á skráningu lyfja, hvort þau hafi verið gefin eða ekki.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Þulu, sem skrifað hefur rafrænt lyfjafyrirmælakerfi fyrir lækna. Lyfjaskömmtun er tengd við fyrirmælakerfið og hefur Lyfjaver tekið við skömmtun frá fyrirmælakerfinu.

Hafðu samband

Við hjúkrunarfræðingar á hjúkrunar- og sjúkrasviði HSN á Siglufirði tókum að okkur að reynsluprófa nýtt lyfjakerfi. Lyfjakerfin fela í sér nýungar hvað varðar rafræn lyfjafyrirmæli, lyfjatiltekt eftir rafrænu lyfjablaði og rafræn skráning lyfjagjafa.

• Það sem við hjúkrunarfræðingarnir finnum mest fyrir er aukið öryggi.

• Rafræn lyfjafyrirmæli sem flytjast sjálfkrafa yfir í Sögukerfið er augljóslega til mikilla bóta og dregur úr hættu á mistökum t.d. hvað varðar að lesa misskýr handskrifuð lyfjafyrirmæli.

• Lyfjatiltektin er mjög einföld bæði hvað varðar fyrir fram skömmtuð lyf frá Lyfjaveri og lyf sem skömmtuð eru á deildinni.

• Öryggi lyfjagjafanna eykst mikið þar sem gjöfin er skráð rafrænt um leið.

Sigurður Jóhannesson, yfirhjúkrunarfræðingur hjúkrunar- og sjúkrasviðs, HSN Fjallabyggð