Lyfjavísir

Lyfjavísir eykur öryggi og gæði í lyfjameðferð einstaklinga með því að veita aðgengi að uppflettingum milliverkana. Þannig auðveldar hann og flýtir fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks.

Hjúkrunarfræðingur við störf sín

Upplýsingar um milliverkanir lyfja í gegnum Sögu sjúkraskrá

Lyfjavísir gerir notendum Sögu sjúkraskráar kleift að kanna milliverkanir lyfja þegar unnið er að lyfjameðferð einstaklinga. Milliverkanir lyfja geta komið fram þegar einstaklingur er á tveimur eða fleiri lyfjum á sama tíma og haft áhrif á virkni og öryggi lyfjagjafar.

Með Lyfjavísi er hægt að fá upplýsingar um milliverkanir á auðveldan og fljótlegan hátt með því að sækja lyfjalistann í miðlægt lyfjakort eða lyfjagagnagrunn landlæknis. Milliverkanir eru listaðar upp eftir áhættu og alvarleika.

Þjónusta

Þjónustuborð Helix

Hér má nálgast upplýsingar um þjónustuver, TeamViewer fjarhjálp og finna nýjustu útgáfuskjöl ásamt handbókum.

Sjá nánar
Kona stendur við tölvu

Fáðu ráðgjöf