Saga

Saga er sjúkraskrárkerfi sem heldur utan um rafræna sjúkraskrá á Íslandi. Saga er eitt útbreiddasta sjúkraskrárkerfið á landinu og er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum.

Hvað er Saga?

Rafræn sjúkraskrá

Saga er sjúkraskrárkerfi sem heldur utan um rafræna sjúkraskrá á Íslandi. Saga er eitt útbreiddasta sjúkraskrárkerfið á landinu og er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimili og einkareknar stöðvar eru í auknum mæli að kaupa Sögu, hjúkrunarheimilin vegna frábærs kerfis í meðferðarskráningu hjúkrunar og einkareknu stöðvarnar vegna rafrænu sendinganna, samtenginga við aðrar stofnanir og nú nýverið Veru.

Með góðri skráningu í Sögu er hægt að tryggja öryggi sjúklings og gefur Saga aukna yfirsýn og gott aðgengi yfir ástand, greiningu, meðferð og framvindu sjúklings. Með notkun Sögu myndast nákvæm og heildræn sjúkra- og meðferðarsaga sem auðveldar talningu og úrvinnslu gagna. Með rafrænum sendingum auðveldar Saga boðskipti innan heilbrigðisþjónustunnar og hefur slíkt m.a. gert rafrænar sendingar lyfseðla mögulegar.

Saga gefur möguleika á samræmdri, öruggri og ítarlegri skráningu heilbrigðisgagna. Í Sögu eru skráðar upplýsingar um einstaklinga, heilsufarsleg vandamál þeirra og samskipti við heilbrigðisstarfsfólk. Saga gefur góða yfirsýn yfir skráningu og vinnslu upplýsinga er varða heilsufar sjúklinga, rekstur stofnunarinnar, gæði og faglega starfsemi.

Heilsuvera

Vera heilsuvefur

Vera er nýjung í útgáfu 37 af Sögu og er í innleiðingu víðs vegar um landið. Vera heilsuvefur er öruggt vefsvæði þar sem almenningur getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna í gegnum Sögu og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrár, s.s. lyfseðla og bólusetningar. Samskiptin verða sjálfkrafa hluti af sjúkraskránni. Einstaklingur getur óskað eftir endurnýjun lyfseðla í gegnum Veru og bókað tíma ef heilsugæslustöðin býður upp á það. Á einfaldan máta geta læknar endurnýjað og hafnað ósk um lyfjaendurnýjun í gegnum Samskiptaborð Veru í Sögu.

Tölfræði

Upplýsingar fyrir heilbrigðistölfræði

Þegar Embætti landlæknis óskar eftir upplýsingum fyrir heilbrigðistölfræði eða vegna eftirlits liggja þær upplýsingar fyrir. Kerfið sendir gögn beint í bólusetningargrunninn og Slysaskrá Íslands og upplýsingar varðandi vistunarupplýsingar og skráningar- og tilkynningaskylda sjúkdóma.

Viðskiptavinir

Sérfræðiþjónusta

Fjöldi einkarekinna stöðva kjósa að nota Sögu sjúkraskrárkerfi vegna fjölda kosta sem kerfið hefur upp á að bjóða en Saga nýtist sérfræðingum við dagleg störf þeirra.

Viðskiptavinir - Sérfræðiþjónusta

Skipulag og stjórnun

Í Sögu eru settar upp áætlanir um þjónustu, símatíma og móttöku. Viðskiptavinir geta pantað tíma eða bókað á vefnum og fengið SMS áminningu. Hægt er að fá yfirlit yfir komur og ónýtta tíma (skróp og afbókanir). Kerfið sækir uppfærða þjóðskrá daglega.

Fjármál

Reikningagerð, uppgjör og yfirlit. Rafræn yfirlit sérfræðireikninga og efnisgjalda til Sjúkratrygginga Íslands.

Sjúkraskrá - klínísk skráning

Hægt er að senda lyfseðla rafrænt í apótek, senda rafræn eyðublöð eins og læknabréf, tilvísanir, rannsóknarbeiðnir og niðurstöður rannsókna. Í kerfinu eru ýmis sérhæfð eyðublöð fyrir t.d. augn-, barna-, bæklunar-, húðsjúkdóma- og kvensjúkdómalækna, auk fæðingartilkynninga, sykursýkisskrár, aðgerðalýsingar og svæfingaskrár sem og öll nauðsynleg eyðublöð og vottorð Tryggingastofnunar, Sjúkratrygginga Íslands og Vinnumálastofnunar. Einnig er hægt að setja inn viðhengi óháð tegund eða tengja beint við jaðartæki, eins og prentara. Forsíða sjúklingsins gefur heildaryfirlit um skráðar upplýsingar skjólstæðingsins.

Viðskiptavinir

Hjúkrunar- og dvalarheimili

Kerfið hentar hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra sem vilja tryggja samfellu í hjúkrunar- og læknisþjónustu með kerfisbundinni heilsufarsskráningu. Flestar öldrunarstofnanir setja sér gæðamarkmið sem öll hjúkrun er unnin eftir. Margar nýjungar má finna í nýrri útgáfu af Sögu sem stuðla að góðri yfirsýn yfir framvindu meðferðar hvers og eins. Þar má helst nefna viðmót fyrir upplýsingaskrá hjúkrunar, meðferðarskráningu, íhlutaskráningu, lífsmörk og mælingar, fjölskyldutré og tengslakort, atvikaskráningu, ofnæmis- og aðvaranaskráningu, aðstandendaskráningu og forsíðu sjúklings.

Öll kóðunarkerfi sem heilbrigðisstarfsmenn eiga að nota samkvæmt tilmælum landlæknis eru aðgengileg í kerfinu, þ.e. ICD-10 sjúkdómsgreiningar, NCSP og NCSP+ aðgerðir og staðlaðar hjúkrunargreiningar og hjúkrunarmeðferðir. Að auki eru til staðar PHYSIO kóðar fyrir meðferðir sjúkraþjálfara.

Viðskiptavinir - Hjúkrunar- og dvalarheimili
Viðskiptavinir

Sjúkrahús

Saga er notuð á öllum sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um land allt. Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil þróun í Sögu fyrir sjúkrahús í samstarfi við LSH, velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis. Nýtt viðmót mun smám saman taka við af gömlu eyðublöðunum þótt þau verði áfram til staðar.

Í boði í Sögu fyrir sjúkrahús
Viðskiptavinir

Heilsugæslur

Allar heilsugæslustöðvar landsins nota Sögu. Undanfarin ár hefur verið unnið að rafrænum sendingum lyfseðla og ýmsa eyðublaða sem allar heilsugæslustöðvar eru farnar að nota. Einnig fara bólusetningar, sem skráðar eru í Sögu - sjúkraskrá, beint í bólusetningagrunn landlæknis og hægt er að skrá gögn beint í Slysaskrá Íslands.

Komið er nýtt skráningarviðmót fyrir ung- og smábarnavernd og einnig er komið nýtt vaxtalínurit. Einnig er aðgangur að ofnæmis- og aðvaranaskráningu, atvikaskráningu og nýrri forsíðu sjúklings. Nýtt viðmót fyrir skráningu mæðraverndar og heimahjúkrunar er einnig í mótun.

Útgáfa 37 af Sögu innheldur m.a. Samtengingu grunna og aðgang að lyfjagagnagrunni í gegnum forsíðu sjúklings.

Kona í símanum á vinnustaðnum
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagar - Lokað
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000