Saga sjúkraskrá
Saga er sjúkraskrárkerfi sem heldur utan um rafræna sjúkraskrá á Íslandi. Saga er eitt útbreiddasta sjúkraskrárkerfið á landinu og er notað á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og heilsugæslum landsins, fjölda einkarekinna stöðva og á hjúkrunarheimilum.
Tryggir öryggi sjúklinga
Með góðri skráningu í Sögu er hægt að tryggja öryggi sjúklings og gefur Saga aukna yfirsýn og gott aðgengi yfir ástand, greiningu, meðferð og framvindu sjúklings. Með notkun Sögu myndast nákvæm og heildræn sjúkra- og meðferðarsaga sem auðveldar talningu og úrvinnslu gagna.
Með rafrænum sendingum auðveldar Saga boðskipti innan heilbrigðisþjónustunnar og hefur slíkt m.a. gert rafrænar sendingar lyfseðla mögulegar.
Samræmd, örugg og ítarleg skráning
Saga gefur möguleika á samræmdri, öruggri og ítarlegri skráningu heilbrigðisgagna. Í Sögu eru skráðar upplýsingar um einstaklinga, heilsufarsleg vandamál þeirra og samskipti við heilbrigðisstarfsfólk.
Saga gefur góða yfirsýn yfir skráningu og vinnslu upplýsinga er varða heilsufar sjúklinga, rekstur stofnunarinnar, gæði og faglega starfsemi.
Eiginleikar í Sögu
Heilsuvera
Samskiptagátt einstaklinga og heilbrigðisstarfsmanna
Heilsuvera er öruggt vefsvæði þar sem almenningur getur átt í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá, s.s. lyfseðla og bólusetningar. Samskiptin verða sjálfkrafa hluti af sjúkraskrá einstaklings.
Einstaklingur getur óskað eftir endurnýjun lyfseðla í gegnum Heilsuveru og bókað tíma hjá þeim stofnunum og læknum sem bjóða upp á það. Á einfaldan máta geta læknar endurnýjað og hafnað ósk um lyfjaendurnýjun í gegnum samskiptaborð Heilsuveru í Sögu.
Sjúkrahús
Saga birtir eftirtaldar upplýsingar fyrir sjúkrahús
- Leguskráning
- Meðferðarskráning
- Íhlutaskráning
- Lífsmörk og mælingar
- Vökvajafnvægi
- Útskriftaráætlun
- Upplýsingaskrá sjúklings
- Ofnæmis og aðvaranaskráning
- Atvikaskráning
- Forsíða sjúklings
- Rafrænar tilkynningar um fæðingu
- Dagplan deilda
- Dagbók sjúklings
- Fjölskyldutré og tengslakort
- Aðstandendaskráning
- Aðgangsstýringar
- Samtenging grunna
- Aðgangur að lyfjagagnagrunni
- Rafræn bréf (lækna- og hjúkrunarbréf), beiðnir og svör