Smásaga – app fyrir heimahjúkrun
Með notkun á Smásögu geta starfsmenn heimahjúkrunar skráð upplýsingar um skjólstæðinga sína í rauntíma í gegnum snjallsíma, og þaðan sendast allar upplýsingar beint í Sögu, sjúkraskrá einstaklings.
Hægt að taka myndir sem sendast með öruggum hætti strax í sjúkraskrá
Með notkun á Smásögu geta starfsmenn heimahjúkrunar skráð upplýsingar um skjólstæðinga sína í rauntíma í gegnum snjallsíma, og þaðan sendast allar upplýsingar beint í Sögu, sjúkraskrá einstaklings. Með því gátu starfssmenn heimahjúkrunar sleppt því að mæta á sameiginlega starfstöð á morgnanna og farið þá beint til sinna skjólstæðinga, sem var nauðsynlegt í takmörkunum sem voru í gildi vegna Covid-19.
Smásaga sýndi fram á ótal marga aðra kosti þegar notkunin fór af stað. Ferli heimahjúkrunar var áður á þann hátt að starfsfólk prentaði út viðkvæmar upplýsingar úr sjúkrasögu skjólstæðinga og var því með þær upplýsingar á blaði. Mælingar og aðrar upplýsingar úr hverri vitjun voru síðan skráðar á blöðin og ekki skráðar inn í sjúkraskrákerfið fyrr en í lok dags. Þetta gat boðið uppá mikla áhættu á að röng skráning ætti sér stað. Með notkun Smásögu er auðveldara að gera breytingar á hjúkrunarferlinu. Ef einhverjar breytingar eiga sér stað á hjúkrunarferlinu í sjúkraskrákerfinu uppfærist það strax í Smásögu.
Í Smásögu er hægt að taka myndir, t.d. af sári skjólstæðings og sú mynd sendist þá strax í sjúkraskrá þess. Myndin vistast ekki í appið eða snjallsímann. Áður var það á þann hátt að ef starfsmaður þurfti að taka mynd gat hún vistast í síma starfsmanns og þaðan gat hún óvart farið í skýjageymslu hjá erlendum aðilum eða endað í fjölskyldualbúmi.
Hagræðing í rekstri og aukin gæði
Smásaga hefur því aukið gæði og öryggi í starfi starfsfólks heimahjúkrunar til muna. Þar að auki getur Smásaga verið mikil hagræðing í rekstri heimahjúkrunar. Rekstraraðilar heimahjúkrunar geta lækkað kostnað á tölvubúnaði þar sem ekki lengur er þörf á að koma saman í byrjun og lok dags til að skrá inn upplýsingar úr vitjunum. Einnig minnkaði þetta akstur starfsfólks sem hefur jákvæð umhverfisáhrif.
Aukin þróun á heilbrigðistækni er góð og líka nauðsynleg. Kostir þess að endurhugsa það hvernig heilbrigðisþjónusta er veitt og unnin getur aukið gæði og öryggi hennar til muna. Heilbrigðistækni er líka mikilvæg til að auðvelda störf heilbirgðisstarfsfólks og veitir þeim þá aðstoð sem þau þurfa til að uppfylla þær kröfur sem settar eru á störf þeirra.
Smásaga er í þróun fyrir aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins, meðal annars fyrir starfsmenn legudeilda á heilbrigðisstofnunum og fyrir gjafaskráningu lyfja á hjúkrunarheimilum.