Lausnir
Lausnir
Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
Við sjáum um hýsingu og rekstur á upplýsingatækni-umhverfum af öllum stærðum og gerðum.
Sífellt fleiri fyrirtæki velja að útvista hjá okkur. Það er sáraeinfalt að skipta.
Alrekstrarviðskiptavinir njóta bestu kjara sem hægt er að bjóða hverju sinni.
Fastur og fyrirsjáanlegur kostnaður við upplýsingatækni.
Innviðir Origo eru ISO 27001 öryggisvottaðir og uppfærðir eftir þörfum.
Við höldum fast utan um viðskiptasambandið og mál viðskiptavina.
Þjónustueftirlit tekur út gæði þjónustunnar og upplýsir viðskiptavini.
Aðgengi að þjónustuvef Origo þar sem mál eru forgangsflokkuð og framvinda sýnileg. Allar beiðnir eru skráðar í beiðnakerfi í gegnum sérsniðið notendavænt viðmót.
Með því að útvista upplýsingatækniþjónustu getur fyrirtækið þitt dregið verulega úr kostnaði, skapað sér jákvæða sérstöðu og bætt samkeppnishæfni sína. Mikilvægt er að íhuga vel hvaða starfsemi sé rétt að útvista og hvers vegna?
Rekstur upplýsingatæknikerfa er margþættur, getur verið flókinn og oft á tíðum mjög kostnaðarsamur með óvæntan og ófyrirséðan kostnað. Reksturinn er oft á höndum fárra aðila innan fyrirtækja og lítið svigrúm myndast fyrir umbætur og framþróun í upplýsingatækni. Tækniskuldin safnast upp og getan til að styðja við þarfir viðskiptaeininga fyrirtækja minnkar til muna og hefur töluverð áhrif á getu til að skapa samkeppnisforskot.
Upplifðu frelsi og segðu bless við gömlu netþjónana, sérstök hugbúnaðarleyfi, kostnað við vélbúnað og áhyggjur af öryggi. Komdu inn í framtíðina með okkur í skýinu þar sem við sjáum um hýsingu og rekstur tölvukerfa fyrir þig. Við lofum framúrskarandi þjónustu.
Tækniborðið okkar veitir viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu við úrlausn UT-mála. Tækniborðið sníður aðstoð að þörfum viðskiptavina og veitir góða yfirsýn.
Tækniborðið notast við ITIL aðferðafræðina sem er sú útbreiddasta í þjónustu og rekstri upplýsingatæknikerfa.
Tækniþjónusta af ýmsum toga.