Hýsing og rekstur

Við sjáum um hýsingu og rekstur á upplýsingatækni umhverfum fyrirtækja og stofnana af öllum stærðum og gerðum og veitum viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Vantar þig ráðgjöf?

Kynntu þér alrekstur fyrir þitt fyrirtæki

Fast mánaðargjald

Í alrekstrarþjónustu okkar greiðir viðskiptavinur fast mánaðargjald fyrir rekstur upplýsingatæknikerfa í samræmi við fjölda notenda, samsetningu þjónustuþátta og umfang rekstrar.

Engir bakreikningar

Við sendum enga aukareikninga í alrekstrarþjónustu. Rekstrarkostnaður er því fyrirsjáanlegur og tekur breytingum í takt við vöxt eða samdrátt í umsvifum viðskiptavinar.

Öryggisvottun frá BSI

British Standard Institute (BSI) hefur staðfest vottun stjórnkerfis upplýsingaöryggis Origo samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO/IEC 27001:2013.

Ávinningur:

Bestu kjörin

Alrekstrarviðskiptavinir njóta bestu kjara sem hægt er að bjóða hverju sinni.

Fastur kostnaður

Fastur og fyrirsjáanlegur kostnaður við upplýsingatækni.

Rekstraröryggi

Innviðir Origo eru ISO 27001 öryggisvottaðir og uppfærðir eftir þörfum.

24/7 tækniþjónusta

Aðgengi að 24/7 tækniþjónustu fyrir notendur.

Viðskiptastjóri

Viðskiptastjóri heldur utan um viðskiptasambandið og eftirfylgni við mál viðskiptavina.

Þjónustueftirlit

Þjónustueftirlit tekur út gæði þjónustunnar og upplýsir viðskiptavini.

Verkbeiðnakerfi

Aðgengi að verkbeiðnakerfi Origo þar sem mál eru forgangsflokkuð og framvinda sýnileg. Allar beiðnir eru skráðar í beiðnakerfi í gegnum sérsniðið notendavænt viðmót.

Tækniborð Origo

Tækniborðið okkar veitir viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu við úrlausn UT-mála. Tækniborðið sníður aðstoð að þörfum viðskiptavina og veitir góða yfirsýn.

Tækniborðið notast við ITIL aðferðafræðina sem er sú útbreiddasta í þjónustu og rekstri upplýsingatæknikerfa.

 • Afgreiðslutími

  Afgreiðslutíminn veltur á því hvaða þjónustuleið er valin:

  • Almennur opnunartími: 08.00 til 18.00 virka daga
  • Opnunartími allan sólarhringinn alla daga
 • Ferlar
  • Stjórnun atvika (Incident Management)
  • Stjórnun aðgangs (Access Management)
  • Þjónustubeiðnir (Request Fulfillment Management)
  • Greining og úrvinnsla undirliggjandi vanda (Problem Management)
 • Þjónustulýsing
  • Fyrsta stigs þjónusta sem miðar að því að veita úrlausn án tafar
  • Eftirlit með framgangi þjónustubeiðna
  • Upplýsingagjöf til viðskiptavina og skýrslugerð um umfang og framkvæmd
  • Vinna við aðgangsstýringu
  • Aðstoð við bilanagreiningu fyrir notendur
  • Staðfesting á að viðskiptavinur hafi fengið þá þjónustu sem óskað var eftir
  • Trygging á réttri skráningu verkbeiðna, skjölun og lokun beiðna
  • Tillögur að úrbótum í ferlum

Fá ráðgjöf

Við teljum rétt að útvista rekstri upplýsingatæknikerfa bankans til sérfræðinga sem hafa áralanga reynslu af slíkum rekstri fyrir atvinnulífið. Við höfum um árabil átt gott samstarf við starfsfólk Origo og það er ánægjulegt að stíga þetta skref með þeim inn í framtíðina. Það felast mikil tækifæri í þessu samstarfi fyrir bankann og það gerir okkur kleift að beina okkar kröftum enn markvissar að okkar kjarnastarfsemi – sem er að veita okkar viðskiptavinum góða fjármálaþjónustu. (Arion banki samdi við Origo um útvistun á rekstri upplýsingatæknikerfa bankans í lok árs 2016)

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka