IBM blátt logo

Gervigreind og háþróuð tækni hjá IBM

IBM sérhæfir sig í hugbúnaðar- og vélbúnaðareiningum sem gera fyrirtækjum kleift að hanna lausnir sem er þær fremstu í heimi, svo undir húddinu á snjöllum lausnum finnast ákaflega oft háþróaðar einingar frá IBM.

Ungur maður með heyrnartól situr við vinnustöð

IBM

Ávinningur

  • Spjallmenni með gervigreind
  • Snjallt skýjaumhverfi
  • Öryggi á methraða
  • Stórtækar gagnageymslur
  • Stórtölvur á uppleið
  • Viðskiptavinasögur

Spjallmenni með gervigreind

Ný kynslóð spjallmenna mun taka yfir 2023. Gartner spáir því að búið verði að skipta út 90% hefðbundinna spjallmenna fyrir spjallmenni með gervigreind í lok árs 2023. Með snjallari spjallmennum ná fyrirtæki að stórauka þjónustu sínu á sama tíma og rekstrarkostnaður getur lækkað um 30-40%.

Mörg fyrirtæki vilja fækka fyrirspurnum er berast með símtölum og tölvupóstum og þar koma spjallmenni með gervigreind til hjálpar. Spjallkisan Njáll hjá Póstinum er til að mynda byggð á Watson gervigreindinni frá IBM.

Mynd búin til með gervigreind

Snjallt skýjaumhverfi

Fjármálageirinn ver miklu meira fjármagni í að hlíta kröfum en þeir gerðu fyrir ártug og meiri hluti fyrirtækja gerir ráð fyrir að sá málaflokkur kalli á enn meira fjármagn á næstu árum.  Á meðan kröfum fjölgar aukast netárásir sem aftur kalla á auknar varnir og kostnað.  Á sama tíma er áköf samkeppni um starfsmenn sem hafa bæði þekkingu á regluverkinu og tæknilega færni.  

Af þessu ástæðum leita fyrirtæki í síauknum mæli eftir rafrænum lausnum sem geta hjálpað fyrirtækjum að uppfylla kröfur í fjármálageiranum enda mikið í húfi því sektir eru háar ef persónuverndarlög eru brotin. 

Fjármálaský IBM er einmitt slíkt lausn, en í skýinu eru kröfurnar innbyggðar og þannig geta fyrirtæki sparað sé allt að 30% af innri hlítingarkostnaði. Þetta var einmitt ástæðan fyrir því að íslenska fyrirtækið Rpyd ákvað að færa sig yfir í IBM skýið.

Tölvugerð mynd af kóða og skýi

Öryggi á methraða

Staðreyndin er sú að 54% fyrirtækja lentu í einni eða fleiri netárásum síðustu 12 mánuði. Árásir gerast hratt, því að 83% tölvuþrjóta þurfa innan við 24 klst. til þess að ná algjörri stjórn á tækniumhverfi fyrirtækis.   

Fyrirtæki leita því eftir lausnum er verja gögn, greina árásir og endurheimta gögn hratt. IBM er einmitt með úrval öryggislausna og má þar nefna Cyber Vault, Guradium,  QRadar og Flashsystems er getur endurheimt gögn á klst. í stað vikna. 

Af þessum ástæðum valdi öryggisfyrirtækið Syndis m.a. QRador í sína SOC þjónustu til að geta vaktað, greint og brugðist við öryggisfrávikum hratt og örugglega.

Tölvugerð mynd af hakkara að störfum

Stórtækar gagnageymslur

Samkvæmt International Data Corporation tvöfaldast gagnamagn á tveggja ára fresti og samkvæmt Forbes eru gögn einmitt einn mesti drifkraftur nýsköpunar og efnislegrar velgengni, það er, ef hægt er að greina gögnin með snjöllum hætti. 

Þess vegna er mikil eftirspurn eftir öflugum lausnum til að greina og geyma gögn með hagkvæmum hætti.  IBM hefur verið þekkt fyrir öflugar gagnageymslur í áratugi og því kemur ekki á óvart að búnaður frá IBM sé valinn þegar geyma þarf mikið gagnamagn og vinna með þau. Þess vegna hefur Landsbankinn verið í 20 ára sambandi við IBM Power og sér mikinn ávinning af því eins og lesa má hér neðar.

Þá hannaði Origo Aurora gagnaskýið með IBM búnaði og vann sú lausn til IBM Beacon verðlauna. Stöð 2 valdi Aurora og skáru þeir niður geymslukostnað um 50% en alla söguna er hægt að kynna sér neðar.

Programming code, abstract technology background of software developer and computer script

Stórtölvur á uppleið

Það er útbreiddur misskilningur að notkun á stórtölvum sé á niðurleið. Staðreyndin er sú að fjöldi viðskipta sem eiga sér stað á stórtölvum fer vaxandi á hverju ári. Í dag sjá stórtölvur um 90% allra kreditkortaviðskipta og þær sjá um 68% af jöfnun álags í tækniumhverfum. Einmitt þess vegna nota 71% af Fortune 500 fyrirtækjunum stórtölvur, mörg opinber fyrirtæki og önnur stór fyrirtæki að ógleymdum þeim sem keyra hýsingarumhverfi.   

IBM er örugglega þekktast fyrir sínar stórtölvur sem búa yfir nýjustu tækni á hverjum tíma, áreiðanleika, öryggi, skalanleika og sveigjanleika til að keyra lausnir hannaðar fyrir mismunandi tækniumhverfi. 

Það er þess vegna sem íslensk fjármálafyrirtæki, opinberir aðilar, hýsing Origo og Advania hafa valið IBM stórtölvur í sinn rekstur.

Saga Origo í myndum 7

Fréttir og blogg

Árangurssögur viðskiptavina

Hafðu samband