Kjarni: Mannauðs- og launakerfi

Kjarni, mannauðs- og launakerfi, styður allt ferlið; frá ráðningu til starfsloka. Kjarni er öflug lausn sem nýtur sívaxandi vinsælda fyrirtækja.

Ávinningur

Helstu kostir Kjarna

Aukin upplýsingagjöf

Þægindi og sveigjanleiki einkenna skýrslugerð sem er innbyggð í alla kerfishluta í Kjarna.

Skilvirkni í launavinnslu og mannauðsstjórn

Fullkomið flæði er á milli kerfishluta í Kjarna sem og yfir í önnur kerfi.

Hagkvæmni í hýsingu og viðhaldi

Örugg hýsing Kjarna hjá Origo tryggir einfaldleika í viðhaldi og dregur úr kostnaði við rekstur.

Hvað segja viðskiptavinir Kjarna um lausnina?

Kjarni er einfalt í notkun, aðgengilegt og notendavænt. Kerfið auðveldar stjórnendum að hafa yfirsýn og aðgengi að mikilvægum gögnum. Með innleiðingu Kjarna hefur álag á mannauðssvið minnkað þar sem starfsfólk hefur núna aðgang að aukinni sjálfsþjónustu í gegnum starfsmannavef Kjarna. Við tókum fræðsluhluta Kjarna nýlega í notkun og hefur vefurinn stutt mjög vel við innanhúss fræðsludagskrá sem við erum að keyra í fyrsta skipti. Öll þjónusta Origo við kerfið hefur verið til fyrirmyndar. Brugðist er hratt við og ávallt af mikilli fagmennsku.
Berglind BergþórsdóttirMannauðsstjóri bílaumboðsins Öskju
Isavia valdi Kjarna

Sveigjanleg mannauðslausn fyrir rekstur allra flugvalla

Isavia sannfærðist strax eftir fyrsta fund sinn með Origo. Eftir það gerðust hlutirnir hratt, og Isavia varð á meðal fyrstu fyrirtækja til að hefja notkun nýrrar mannauðs- og launalausnar Origo, Kjarna.

Kjarni mannauðs- og launakerfi

Kerfishlutar

Mannauður

Í mannauðshlutanum er haldið utan um skipurit fyrirtækis og grunngögn starfsmanna. Hægt er að skrá allar helstu upplýsingar sem tengjast starfsmönnum, taka út lista með ýmis konar tölfræði og útbúa rafræna ráðningarsamninga. Áhersla er lögð á tímasparnað við magnvinnslu, svo sem við ráðningu eða starfslok á stórum hópi starfsmanna.

Laun

Hraðvirk launavinnsla í notendavænu umhverfi ásamt öflugri skýrslugerð sem einfaldar alla yfirsýn yfir launamál fyrirtækisins. Mikið er lagt upp úr því að létta skil á kjaraupplýsingum til þriðja aðila og eru því helstu kjarakannanir á íslenska markaðnum innbyggðar í lausnina, þ.m.t. launaskýrslur vegna jafnlaunavottunar.

Launaáætlun

Einfalt er að útbúa nákvæma launaáætlun með launum og launatengdum gjöldum. Hægt er að skrá allar þekktar breytingar fram í tímann, s.s. kjarasamningshækkanir og skipulagsbreytingar, og tekur launaáætlunin mið af þessum upplýsingum.

Ráðningar

Ráðningarnar saman standa af umsóknavef, þar sem umsækjendur geta sent inn umsókn í gegnum heimasíðu fyrirtækis, og Kjarna vefþar sem úrvinnsla umsókna fer fram. Hægt er að bera umsækjendur saman, senda út svarbréf og ráða umsækjendur.

Fræðsla

Fræðsluhlutinn heldur utan um fræðsludagskrá fyrirtækis og námskeiðsþátttöku starfsmanna. Starfsmenn geta á starfsmannavef séð yfirlit yfir þau námskeið sem eru í boði og skráð sig. Í fræðsluhlutanum er hægt að taka út yfirlit yfir styrkumsóknir til stéttarfélaga eða starfsmenntunarsjóða.

Frammistöðumat

Í Kjarna er haldið utan um frammistöðumat starfsmanna. Frammistöðumatseyðublöð eru stofnuð í Kjarna og starfsmaður og yfirmaður fylla út eyðublað fyrir frammistöðumat á starfsmannavef.

Mötuneyti

Starfsmenn skrá sig í mat og skráningar flæða yfir í launahluta Kjarna. Mötuneytislausnin býðurupp á stakar máltíðir, mataráskrift og kaup á ákveðnum vörutegundum. Til viðbótar við skráningar starfsmanna er einnig hægt að skrá gesti starfsmanna, gesti fyrirtækis og verktaka.

Dagpeningar

Í dagpeningalausninni er með einföldum hætti hægt að halda utan um ferðir starfsmanna, bæði innanlands og utan. Hægt er að skrá ferðir á Kjarna vef eða lesa þær inn úr öðrum kerfum. 

Fyrir þá sem greiða dagpeningana strax er hægt er að bóka dagpeninga á lánadrottinn, greiða þá fyrirfram og senda starfsmanni tölvupóst með yfirliti yfir væntanlega greiðslu. 

Að endingu eru svo samþykktir dagpeningar fluttir í útborgun þar sem lokaúrvinnslan fer fram.

Starfsmannavefur

Á starfsmannavef geta starfsmenn nálgast sínar eigin upplýsingar auk grunnupplýsinga um aðra starfsmenn. Starfsmenn geta séð yfirlit yfir námskeið i boði og skráð sig, séð yfirlit yfir orlofsstöðuna sína og sótt um samgöngu- og líkamsræktarstyrk, svo eitthvað sé nefnt. Þá geta starfsmaður og yfirmaður einnig fyllt út eyðublað fyrir frammistöðumat.

Kjarna vefur

Kjarna vefur er nýtt notendaviðmót fyrir Kjarna og er stefnan að allir kerfishlutar Kjarna verði aðgengilegir í þessu nýja notendaviðmóti. Nú þegar er allt ráðningarferlið komið í þetta nýja viðmót auk þess sem stjórnendur geta þar nálgast upplýsingar um teymið sitt, sent skjöl í rafræna undirritun, tekið þátt í ráðningarferli, samþykkt laun og unnið launaáætlun fyrir sína einingu.

Kjarna app

Fyrsta útgáfa af Kjarna appinu inniheldur starfsmannaleit. Í appinu geta starfsmenn séð grunnupplýsingar um samstarfsmenn sína, s.s. símanúmer, netfang og heimilisfang, og hringt og/eða sent tölvupóst.

Viðvera

Í viðveruhluta Kjarna geta starfsmenn stimplað sig inn/út til vinnu með einföldum hætti og haft yfirsýn yfir sínar tímaskráningar.

Stjórnendur hafa einnig aðgang að stimplunum sinna undirmanna þar sem þeir geta lagfært og búið til skráningar eins og þörf er á.

Hægt er að senda tímaskráningar starfsmanna beint úr viðveru yfir í launahluta Kjarna.

Kynningamyndbönd
Kjarni

Mannauðs- og launalausnin Kjarni

Kjarni

Þróun Kjarna gegnum árin

Kjarni

Rafrænar undirritanir í Kjarna

Kjarni

Enn betra yfirlit í Teyminu mínu

Kjarni

Svona einfalt er ráðningaferli í Kjarna

Kjarni

Einfaldari launasamþykktir með Kjarna

Launajafnrétti

Launajafnrétti með Kjarna

Flokkun starfa innan fyrirtækis er forsenda fyrir því að vel takist að ná markmiðum um launajafnrétti. Með því að meta störfin innbyrðis út frá vel skilgreindum viðmiðum, er hægt að tryggja að saman flokkist jafn verðmæt störf. Lykilatriði við innleiðingu jafnlaunastaðalsins er síðan launagreining, en það er reglubundin úttekt á launum og kjörum starfsmanna í því skyni að skoða hvort um kynbundinn launamun sé að ræða.

Kjarni einfaldar mjög alla yfirsýn og skýrslugerð varðandi launamál fyrirtækja og gerir stjórnendum kleift að:

halda utan um launagögn og kjör starfsmanna og gera vandaðar úttektir á þeim.
verðmeta störf eftir ábyrgð, hæfniskröfum, menntun eða reynslu, og taka út jafnlaunaskýrslur með slíkri flokkun.
nota launagreiningu til að móta jafnlaunastefnu fyrirtækisins og setja markmið varðandi launajafnrétti kynja.
flokka og skila gögnum til úttektaraðila þegar kemur að jafnlaunavottun.

Kjarni býður auk þess uppá beintengingu við PayAnalytics.

FAQ

Algengar spurningar um Kjarna

Er hægt að fá prufuaðgang að Kjarna?
Er hægt að hafa umsóknaferli mismunandi á milli auglýstra starfa?
Er hægt að halda utan um starfsaldur?
Er til notendahandbók fyrir Kjarna?
Geta starfsmenn haft aðgang að eigin upplýsingum í Kjarna?
Geta starfsmenn séð yfirlit yfir námskeið á vegum fyrirtækisins og skráð sig á þau?
Hvernig er gagnaöryggi háttað þegar launagögn eru geymd í skýinu?
Hvernig tekst Kjarni á við það ef skrifað er undir kjarasamninga rétt fyrir útborgun launa?
Hvernig styður Kjarni við breytingar vegna kjarasamninga?
Styður Kjarni við jafnlaunavottun?
Kona tekur vinnusímtal á skrifstofunni
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000