Kjarni

Kjarni mannauðs- og launalausn

Styður allt ferlið, frá ráðningu til starfsloka.

Kjarni
Kjarni

Það verður seint ofmetið hversu mikilvægt það er að halda vel utan um fólkið sitt. Starfsfólkið, hugvit þess og hæfileikar, eru kjarninn í hverju einasta fyrirtæki og stofnun. Hvort sem fyrirtækið er stórt eða smærra, í einkarekstri eða opinbera geiranum, þá er eitt traust kerfi sem heldur utan um öll mannauðs- og launamál eitthvað sem margborgar sig. Við vitum að íslensk fyrirtæki gera kröfur. Þau vilja aðgengilegt kerfi, nógu öflugt og sveigjanlegt til að mæta öllum þeirra þörfum, ásamt því að standast nýjustu kröfur íslensks vinnumarkaðar hverju sinni. Kjarni er hannaður fyrir þau.

Allur pakkinn

Í dag eru mörg fyrirtæki enn að nota mismunandi lausnir fyrir laun og mannauðsmál. Oft eru þetta eldri launakerfi eða mannauðskerfi, þung og flókin í notkun fyrir þá sem ekki hafa hlotið sérstaka þjálfun. Kjarni er aftur á móti einfalt og létt kerfi, aðgengilegt í vefviðmóti. Kjarni er allsherjarlausn, sem tvinnar saman mannauðslausn og launalausn, og heldur utan um öll atriði sem snúa að mannauði fyrirtækisins – frá ráðningu til starfsloka; laun, orlof, vottanir, fræðslu og allt hitt. Það er óþarfi að læra sérstaklega á kerfið því það leiðir þig áfram frá fyrsta degi. Allir notendur eru þess vegna sjálfbærir með að sækja sér viðeigandi upplýsingar – hvort sem það er starfsmaðurinn sem vill vita hve mikið orlof hann á inni eða stjórnandi sem þarf að sækja sér nauðsynleg gögn varðandi launaákvarðanir. Starfsfólk mannauðs- og launadeilda þarf þannig ekki að verja tíma sínum í að sækja og matreiða upplýsingar fyrir aðra innan fyrirtækisins, og getur einbeitt sér að mikilvægari verkefnum.

Fingur á púlsinum

Starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana er sífellt að taka breytingum í takt við nýjar kröfur og væntingar. Þetta á bæði við um ytri kröfur eins og jafnlaunavottun en líka breytingar á borð við stóraukna fjarvinnu starfsfólks. Við smíðuðum Kjarna til að endurspegla ávallt raunverulegar aðstæður og áskoranir fyrirtækja og þess vegna er kerfið alltaf í endurmótun. Þess vegna býður kerfið líka upp á möguleikann á tengingu við margvísleg önnur kerfi sem fyrirtæki kunna að nýta í rekstrinum. Við erum stöðugt að þróa Kjarna áfram í nánu samtali við viðskiptavini okkar og þótt við segjum sjálf frá þá er það engin tilviljun að ánægja þeirra mælist aftur og aftur í hæstu hæðum.

Íslenskt hugvit

Þótt Kjarni sé aðeins nokkurra ára gamall stendur að baki honum teymi með meira en 20 ára reynslu af mannauðs- og launalausnum. Upprunalega er kerfið þó hugarfóstur eins sérfræðings hjá Origo – skínandi dæmi um það hver útkoman getur orðið þegar hlúð er að frumkvöðlahugsun og frumkvæði. Kerfið er hannað og smíðað frá grunni með hliðsjón af þörfum íslenskra fyrirtækja og eru ánægðir viðskiptavinir í dag á bilinu 60-70, þar á meðal sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki af öllum gerðum. Öll eiga þau þó eitt sameiginlegt: Að ná góðum árangri með því að passa vel upp á kjarnann í sinni starfsemi.

Fréttir

Kjarni í fréttum

Kjarni á samfélagsmiðlum

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf