Microsoft Teams

Með Teams getur þú gert svo miklu meira en að halda fjarfundi. Þú getur einnig undirbúið fundi, spjallað við vinnufélagana, öðlast betri yfirsýn yfir verkefnin og verið í sambandi hvar og hvenær sem er.

Teams getur líka verið öflugt símkerfi þar sem er hægt að hringja og taka við hefðbundnum símtölum, heima eða hvar sem er og nú er einnig hægt að bæta þjónustuveri og skiptiborði við símkerfið.

Láttu okkur og Microsoft Teams hjálpa þínu fyrirtæki að ná forskoti.

Kynntu þér kosti Teams

Origo er Microsoft samstarfsaðili ársins 2020 á Íslandi

Þetta er ekki bara fundartól

Það er hægt að gera svo miklu meira en bara að halda fjarfundi, Teams er líka öflugt spjallforrit.

Sem dæmi er hægt að deila skjölum í spjallglugganum, hringja í vinnufélagana eða setja í gang myndfund beint úr viðmótinu, einnig er hægt að senda fundarboð án þess að hætta í spjallinu.

Spjallið er samþætt öðrum Microsoft lausnum borð við OneNote og því óþarft að skipta milli viðmóta í samtalinu. Það er allt þarna í spjallinu. 

Undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni í Meetings

Það getur verið heilmikið mál að undirbúa fundi. Fundarefnið er í einum pósti, samþykkt plön í öðrum og hvar var þetta sem þú áttir að fara yfir fyrir fund?

Meetings í Teams auðveldar þetta allt saman og gerir þér kleift að vinna á einum stað. Hvort sem það er að spjalla við þátttakendur um efni fundarins, deila skjölum, skrá fundargerð og minnisatriði. Og að loknum fundi er upptaka af honum til reiðu í sama flipa, ásamt öllum fundargögnum.

Færri tölvupóstar

Nú heyrir það sögunni til að fólki drukkni í tölvupóstum.

Þar sem samtöl fara skipulega fram í Teams er ekki lengur um að ræða endalaus tölvupóstsamskipti sem oftar en ekki eru halar af „Reply all“.

Hvað ef einhver þarf að senda þér skjal eða spyrja einfaldrar spurningar? Spjallið leysir málið!

Betri samvinna og samskipti

Þökk sé samþættingu í Office 365 lausnasvítunni er óþarfi að skipta um viðmót þegar þú vilt vinna í skjali með öðrum.

Þú getur búið til Word, Excel eða PowerPoint skjal í Teams, deilt því samstundis með samstarfsfólki og bætt við meðhöfundum á augabragði. Þar er hægt að bæta við athugasemdum og spjalla um efni skjalsins. Það er því liðin tíð að þurfa að senda skjöl sem viðhengi með tölvupósti með tilheyrandi áhættu á ruglingi og mistökum.

Vertu í sambandi hvar sem er

Með tilkomu fjarvinnu er enn mikilvægara en áður að vera í sambandi utan skrifstofunnar og hafa aðgang að öllum okkar tólum.

Með Teams appinu í símanum hefur þú aðgang að öllum forritunum þínum og skjölum. Þú getur auðveldlega spjallað við samstarfsfélagana, tekið þátt í fundum með einum smelli og haldið samstarfinu lifandi. Þótt þú sért á ferðinni ertu samt áfram í innsta hring.

Betri yfirsýn yfir verkefnin

Eru verkefnin þín og deildarinnar út um allt, í möppum á sameiginlega drifinu, í stílabókinni og tölvupóstum?

Með Planner í Teams færð þú fullkomna yfirsýn yfir verkefnin þín ásamt verkefni allra í teyminu. Planner ýtir undir teymisvinnu, veitir gagnsæi og eykur líkurnar á því að allir séu á sömu blaðsíðu.

Viðmótið er einfalt og notendavænt og tekur enga stund að stofna verkefni, stór sem smá.

Símkerfi

Þjónustuver og skiptiborð með Teams

Með Teams er hægt að hringja og taka við hefðbundnum símtölum heima eða hvar sem er og nú er hægt að bæta við þjónustuveri og skiptiborði ofan á símkerfið.

Við bjóðum viðskiptavinum að prófa þjónustuvers- og skiptiborðslausnina í 3 mánuði, engin áskrift er greidd á meðan prufutíma stendur og aðeins er greitt fyrir uppsetningu.

Starfsmaður í símaveri
Lausnir fyrir fjarvinnu

Ertu að vinna heima?

Vantar þig Teams, Zoom, lausnir í fjarfundaherbergið eða græjur fyrir heimavinnuna. Við erum eiginlega með allt sem þarf í fjarfundi, fjarvinnu og aðrar fjarlausnir.

Kíktu á botnlaust úrval af fjarfundabúnaði- og lausnum hjá okkur.

Teams

Samvinnutólið Teams

Það er hægt að gera svo miklu meira en bara að halda fjarfundi, Teams er líka öflugt spjallforrit. Þú getur einnig undirbúið fundi, spjallað við vinnufélagana, öðlast betri yfirsýn yfir verkefnin og verið í sambandi hvar og hvenær sem er.

"Teams hefur einfaldað til muna hópa- og fjarvinnu með þeim árangri að á ótrúlega stuttum tíma er það orðið eitt af okkar öflugustu samskiptatækjum. Teams er nógu einfalt í notkun til þess að við gátum komið því í notkun án þess að þurfa að eyða miklum tíma í kennslu og upplýsingagjöf. Snilldin við Teams er líka hversu vel það er samþætt öðrum Microsoft lausnum og skýjaumhverfinu.
Ásgeir Rúnar ViðarssonHópstjóri UT hjá Öryggismiðstöðinni
Maður situr í þægilegum hengistól í opnu rými
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000