Lausnir fyrir netverslanir

Netverslun er mikilvægur þáttur í stafrænni þjónustu fyrirtækja. Við veitum ráðgjöf við innleiðingar og þróun á netverslunum. Netverslanir bjóða upp á sjáfvirkni, hagkvæmni og þægindi fyrir viðskiptavini. Tengingar netverslana við grunnkerfi er mikilvægur þáttur til að fá fram allt það helsta sem þarf fyrir góða netverslun.

Dökkhærð kona í símanum

Netverslanir

Icelandair Saga Shop logo
Apposta logo
Ooredoo logo
Hverslun logo
Tölvutek logo
Origo logo
Icelandair Saga Shop logo
Apposta logo
Ooredoo logo
Hverslun logo
Tölvutek logo
Origo logo
Icelandair Saga Shop logo
Apposta logo
Ooredoo logo
Hverslun logo

Notkunarmöguleikar

Við sérhæfum okkur bæði í B2B og B2C netverslun

Þjónustuþættir

Aðrir eiginleikar netverslanna

Margar búðir

Hægt er að setja upp margar netverslanir (e. multi store) og þær geta deilt vörusafni og viðskiptavinum, þannig að viðskiptavinur þurfi ekki að hafa sér innskráningarauðkenni fyrir hverja verslun fyrir sig. Vörusafn getur verið það sama á milli netverslana en verð gætu t.d. verð önnur eða gjaldmiðill.

Tungumál og gjaldmiðlar

Stuðningur er við mörg tungumál og gjaldmiðla. Einnig er hægt að stilla skattprósentur og vörusafn eftir hverjum markaði fyrir sig.

Markaðstorg

Margir seljendur geta tengst inn og selt sína vöru. Í þessari uppsetningu geta viðskiptavinir gefið söluaðilum einkunn.

Einkunnagjöf

Viltu fá endurgjöf frá þínum notendum um vörur og þjónustu? Hægt er að sækja endurgjöf um vörur í efnisveitur sem bjóða slíkan aðgang.

Vildarpunktar

Hægt er að nota vildarpunkta – vildarpunktar veita afslátt af vörum og þeim er safnað með vörukaupum eða með öðrum hætti. Til dæmis er hægt að gefa vildarpunkta fyrir að skrifa umsögn um vöru. Viðskiptavinur fær sérstakt vildarpunktayfirlit á "Mínum síðum".

Frátektarvirkni

Ertu að selja vinsæla vöru? Hluti af netverslunarlausninni er að taka frá vörur í ákveðinn tíma þegar í greiðsluferlið er komið. Niðurtalning á tíma hvetur notanda til að klára kaup sem fyrst.

Lagerstaða sýnileg

Upplýsingar um lagerstöðu eru mikilvægar og þegar lítið er eftir af vörunni, virkar það söluhvetjandi að láta notanda vita að það séu t.d. aðeins 3 stk eftir.

Gjafabréf

Hægt er að setja upp gjafabréf tengt netverslunum.

Vörur á tilboði

Hægt er að halda sérstaklega utan um allar vörur sem eru á tilboði. Vörur sem þetta á við um eru þá bæði aðgengilegar á sérstakri tilboðssíðu en einnig í þeim vöruflokki sem þær eru í.

Nánari upplýsingar

Viltu vita meira um netverslanir?

    Maður situr við vinnustöðina sína og horfir framan í myndavélina

    Ráðgjöf

    Fá ráðgjöf