Skoðaðu netverslunarlausnina Konakart og fáðu ráðgjöf í tengslum við innleiðingu. Konakart er gríðalega öflug og sveigjanleg netverslunarlausn með allri þeirri virkni sem nútíma netverslun þurfa að hafa í dag. Upplýsingar um vörur er hægt að setja inn handvirkt eða sækja sjálfkrafa í viðskiptakerfi eins og Mirosoft Dynamics NAV.
Hægt er að tengja Konakart við viðskiptakerfi sem bjóða uppá tengingar fyrir ytri kerfi. Rauntímaupplýsingar eru alltaf að verða mikilvægari, hvort sem um er að ræða verð eða lagerstöðu vöru. Með tengingu við viðskiptakerfi er einfaldara að bjóða slíkt.
Sérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af samþættingu kerfa en sem dæmi má nefna höfum við gert tengingar við DK, Microsoft Dynamics NAV, SAP og Microsoft Dynamics AX.
Mjög öflugar gagnatengingar eru í boði, þannig að hægt er að senda/sækja upplýsingar í og úr öðrum kerfum. Mjög gott gagnalag er í Konakart (API), sem gerir tengingar við önnur kerfi einfaldari.
Val er um það hvort viðskiptavinir netverslunar þurfi að stofna reikning eða ekki. Möguleikar eru á því að nota Facebook, Google og PayPal auðkenni til að skrá sig inn. Einnig er hægt að setja upp rafræn skilríki í gegnum island.is.
Vöruupplýsingar, eins og heiti, lýsingu, verð, lagerstöðu og vöruflokk, er hægt að lesa úr því viðskiptakerfi sem tengist netversluninni. Allar vöruupplýsingar er hægt að setja upp í Konakart, vörulýsingu,vöruafbrigði, myndir, myndbönd, tækniupplýsingar, vörueiginleika til flokkunar (tags) og vöruflokka (Product category) svo eitthvað sé nefnt.
Upplýsingar um tengdar vörur geta komið úr því viðskiptakerfi sem tengt er við netverslunina. Að auki er hægt að setja upp tengingar í Konakart og þær geta verið flokkaðar eftir gerð tenginga. Þannig geta sumar vörur verið vöruafbrigði, aðrar vörur verið aukahlutir, og svo sambærilegar vörur.
Tengt þessu getur netverslunarkerfið haldið utan um vörur sem aðrir viðskiptavinir keyptu líka.
Rafrænar vörur eins og hugbúnaður sem hægt er að hlaða niður eða aðgangur að viðburði, eru vörur sem eiga sér ekki lagerstöðu þótt önnur takmörk gildi eins og laus sæti á viðburð. Fyrir hugbúnað er virkni sem opnar á niðurhal sem hægt er að takmarka við tíma eða fjölda skipta sem hægt er að hlaða hugbúnaðinum niður. Fyrir viðburði er sérstakt skráningarkerfi og smáforrit, sem heldur utan um gesti sem skrá sig.
Mjög öflug leitarvél er í boði sem stingur upp á leitarorðum þegar þau eru sett inn, svo notandinn fái strax upp mögulegar leitarniðurstöður. Vöruleit er hægt að takmarka við vöruflokk og svo þegar í leitarniðurstöður er komið að þá er hægt að nota undirvöruflokka og svo eigindi til að sía leitarniðurstöður enn frekar.
Einnig er hægt að tengja Facebook Messenger BOT við verslunina þar sem notendur geta spurt um ákveðinn hlut.
Hægt er að setja upp margar netverslanir (e. multi store) í Konakart og þær geta deilt vörusafni og viðskiptavinum, þannig að viðskiptavinur þurfi ekki að hafa sér innskráningarauðkenni fyrir hverja verslun fyrir sig. Vörusafn getur verið það sama á milli netverslana en verð gætu t.d. verð önnur eða gjaldmiðill.
Stuðningur er við mörg tungumál og gjaldmiðla. Einnig er hægt að stilla skattprósentur og vörusafn eftir hverjum markaði fyrir sig.
Margir seljendur geta tengst inn í Konakart og selt sína vöru. Í þessari uppsetningu geta viðskiptavinir gefið söluaðilum einkunn.
Viltu fá endurgjöf frá þínum notendum um vörur og þjónustu? Þessi virkni er innbyggð í Konakart. Einnig er hægt að sækja endurgjöf um vörur í efnisveitur sem bjóða slíkan aðgang.
Hægt er að virkja vildarpunkta í Konakart – vildarpunktar veita afslátt af vörum og þeim er safnað með vörukaupum eða með öðrum hætti. Til dæmis er hægt að gefa vildarpunkta fyrir að skrifa umsögn um vöru. Viðskiptavinur fær sérstakt vildarpunktayfirlit á "Mínum síðum".
Ertu að selja vinsæla vöru? Hluti af netverslunarlausninni er að taka frá vörur í ákveðinn tíma þegar í greiðsluferlið er komið. Niðurtalning á tíma hvetur notanda til að klára kaup sem fyrst.
Upplýsingar um lagerstöðu eru mikilvægar og þegar lítið er eftir af vörunni, virkar það söluhvetjandi að láta notanda vita að það séu t.d. aðeins 3 stk eftir.
Hægt er að setja upp gjafabréf í Konakart.
Konakart getur haldið sjálfkrafa utan um allar vörur sem eru á tilboði. Vörur sem þetta á við um eru þá bæði aðgengilegar á sérstakri tilboðssíðu en einnig í þeim vöruflokki sem þær eru í.
Origo notar vafrakökur m.a. til að greina notkun og bæta virkni vefsíðunnar. Nánari upplýsingar um vafrakökur má finna hér.