Öryggislausnir < Origo

Öryggislausnir

Við erum leiðandi í öryggislausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Við bjóðum aðgangsstýringar gagnaafritun, kerfisstjórnun, vírusvarnir, innbrotavarnir, öryggisvöktun, öryggisstjórnborð o.fl.

Vantar þig ráðgjöf?

Þess vegna valdi Vodafone öryggislausn frá okkur

Vodafone á Íslandi vildi fylgjast enn betur með öryggisatvikum og atburðaskrám á miðlægum stað. Af þeim sökum var mikilvægt að velja lausn sem auðveldaði eftirlit og viðbrögð með því að þekkja mynstur, sem hægt var að bregðast við.

IBM QRadar

Skilvirk vöktun öryggismála með IBM QRadar auðveldar notendum að finna mögulegar öryggisholur og styttir viðbragðstíma í tengslum við atvik sem uppgötvast. Lausnin felur í sér stjórnborð með yfirsýn yfir framvindu öryggismála í upplýsingatæknikerfum, netbúnaði og tækjum fyrirtækisins í rauntíma. Lykilvirkni QRadar er:

  • Yfirsýn yfir öryggismálin í einu og sama kerfinu.
  • Samkeyrsla gagna úr ólíkum kerfum og tækjum.
  • Einstök síun á milljónum atvika niður í örfá.
  • Ógnir uppgötvast fyrr sem leiðir af sér betri varnir.
  • Forgangsröðun ógna og veikleika eftir mikilvægi.
  • Ótal skýrslumöguleikar til að uppfylla staðla, vottanir og úttektir (PCI, ISO 27001 o.fl.).

IBM Guardium

IBM Guardium gerir mögulegt að leita að persónuupplýsingum í gögnum sem eru staðsett víðsvegar í mismunandi tölvukerfum, greina veikleika og áhættu í meðferð þessara gagna og dulkóða viðkvæmar upplýsingar ef þær finnast. Guardium er hugbúnaður sem er hannaður til þess að bæta öryggi í kringum vinnslu á mikilvægum gögnum sem innihalda viðkvæmar upplýsingar eins og persónugreinanleg gögn, hugverkarétt, samninga, kostnaðaráætlanir og fleiri gögn sem fyrirtæki reiða sig á sínum rekstri. Guardium lausnin getur þannig aðstoðað notendur við að hlíta GDPR með áherslu á eftirfarandi:

  • Uppgötvun – hvar persónugreinanleg gögn eru geymd.
  • Vöktun – hvernig eru gögnin notuð og af hverjum.
  • Dulkóðun, möskun, blokkun – hvernig gögnin eru varin.
  • Hlíting krafna og úttekta með skýrslum og sjálfvirkni.

Fá ráðgjöf

QRadar er öflug viðbót við öryggislausnir Vodafone og gerir okkur kleift að fá enn betri yfirsýn, forgangsraða atvikum og bregðast enn hraðar við ef kerfum okkar er ógnað.

Fannar Örn Þorbjörnsson, forstöðumaður Viðskiptakerfa hjá Vodafone