Öryggislausnir < Origo

Hver er að skoða gögnin þín?

Við erum leiðandi í öryggislausnum og getum veitt viðskiptavinum betri yfirsýn yfir öryggismálin.

HEYRÐU Í OKKUR

Varnir gegn netveiðum í tölvupósti

Óprúttnir aðilar nýta sér netveiðar (e. phishing) með svikapósti til að reyna að klekkja á fyrirtækjum og einstaklingum. Origo býður lausnir og ráðgjöf sem mögulega geta minnkað líkurnar á að þitt fyrirtæki lendi í tjóni vegna netveiða og svikapóst. Þessar lausnir eru meðal annars frá Microsoft.

Microsoft 365 Enterprise og Office 365 innihalda lausnir sem geta hjálpað til við að verjast gegn vefveiðum og svikapósti.

 • Office 365 Advanced Threat Protection
 • Svikapósts æfingar í Office 365
 • Fjölþátta auðkenning

Sjá lausnarframboð

IBM QRadar

Skilvirk vöktun öryggismála með IBM QRadar auðveldar notendum að finna mögulegar öryggisholur og styttir viðbragðstíma í tengslum við atvik sem uppgötvast. Lykilvirkni QRadar er:

 • Yfirsýn yfir öryggismálin í einu og sama kerfinu.
 • Samkeyrsla gagna úr ólíkum kerfum og tækjum.
 • Einstök síun á milljónum atvika niður í örfá.
 • Ógnir uppgötvast fyrr sem leiðir af sér betri varnir.
 • Forgangsröðun ógna og veikleika eftir mikilvægi.
 • Ótal skýrslumöguleikar til að uppfylla staðla, vottanir og úttektir (PCI, ISO 27001 o.fl.).

IBM Guardium

IBM Guardium gerir mögulegt að leita að persónuupplýsingum í gögnum sem eru staðsett víðsvegar í mismunandi tölvukerfum, greina veikleika og áhættu í meðferð þessara gagna og dulkóða viðkvæmar upplýsingar ef þær finnast. 

 • Uppgötvun – hvar persónugreinanleg gögn eru geymd.
 • Vöktun – hvernig eru gögnin notuð og af hverjum.
 • Dulkóðun, möskun, blokkun – hvernig gögnin eru varin.
 • Hlíting krafna og úttekta með skýrslum og sjálfvirkni.

Fá ráðgjöf