Paxflow

Paxflow

Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem bjóða upp á dagsferðir og afþreyingu eru sífellt að leita leiða til að skapa bestu upplifunina fyrir gestina sína og gera starfsfólki sínu auðveldara að sinna starfinu sínu, og við vitum að kröfurnar eru miklar. Ferðaþjónustan er full af skapandi og lausnamiðuðu fólki - frumkvöðlum sem hafa auga fyrir tækifærum og hika ekki við að ganga sjálfir í verkin en vita líka hvenær það borgar sig að fá tæknina með sér í lið. Þannig varð hugmyndin að PaxFlow einmitt til. Markmið PaxFlow er að nútímavæða starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða dagsferðir og afþreyingu, hámarka skilvirkni, öryggi og hagnað – og hjálpa fyrirtækjum að skila ferðamönnunum hæstánægðum í lok hverrar ferðar.

Brand myndefni
PaxFlow

Þegar allt gengur smurt

PaxFlow er lausn fyrir dagsferða- og afþreyingarfyrirtæki sem á sér enga hliðstæðu. Hún sprettur af reynslu og þekkingu, beint upp úr grasrót ferðaþjónustunnar, til að mæta raunverulegri þörf. Saga PaxFlow á rætur að rekja til tveggja teyma sem unnu að því að leysa raunverulegar áskoranir hjá leiðandi fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi. Teymin tvö sameinuðust innan Sprotaþróunar Origo á síðari hluta árs 2019 og hafa síðan gengið með þá hugmynd í maganum að því að þróa nýja kynslóð umsjónarkerfa fyrir dagsferðafyrirtæki sem leggur áherslu á sjálfvirknivæðingu og sjálfsafgreiðslu.

Aðaláherslan í þessum geira ferðaþjónustunnar hefur fram til þessa verið á sölu- og dreifingu ferðaframboðs sem hefur gert fólki kleift að bóka ferðir í gegnum netið. Minna hefur verið gert í því að þróa lausnir sem hjálpa ferðaskipuleggjendum að skipuleggja og halda utan um innri starfsemi fyrirtækjanna s.s. úthlutun farartækja og búnaðar í ferðir, útdeilingu verkefna og samskipti við leiðsögufólk eða annað starfsfólk um allt það er snýr að þjónustunni sjálfri og tilhögun ferðarinnar. Með því að nýta og byggja ofan á gögn úr bókunarkerfum eins Bókun eða Rezdy má auðveldlega bæta undirbúning og skipulag löngu áður en ferðamaðurinn mætir í ferðina.

Sjáðu fyrir þér hvernig virkja má starfsfólkið með stafrænum lausnum sem gefa greinargóða stöðu í rauntíma og miðla upplýsingum áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda á hverjum tíma. Þannig er hægt að leysa úr málum hratt og örugglega á staðnum og koma í veg fyrir óþarfa tafir.

Stærri upplifun, meiri ánægja

Til að upplifun gesta í ferðum sé eins og best verður á kostið er mikilvægt að öll upplifunin gangi vel fyrir sig allt frá því að viðskiptavinur bókar ferðina þar til ferð er lokið. Ferðamenn eru vanir því og gera í raun ráð fyrir því að geta átt í samskiptum við ferðaþjónustufyrirtæki með rafrænum hætti og geta fengið svör við spurningum sínum og óskum hratt og örugglega. Sjálfsafgreiðsla hefur rutt sér til rúms víða innan ferðaþjónustunnar og mikil tækifæri eru fyrir ferðaskipuleggjendur að gera betur í þeim efnum með því að bjóða upp á “mínar síður” eða “Bókunin mín” eins og víða þekkist í flugi og gistingu. Þá geta viðskiptavinir t.d. keypt aukaþjónustu, breytt bókuninni sinni sjálfir (í takt við skilmála) ef eitthvað kemur upp á eða endurbókað ferðir sem ferðaskipuleggjandinn þarf að hætta við t.d. vegna veðurs eða óhagstæra skilyrða. Stafrænar lausnir geta líka verið stórkostleg viðbót við upplifun viðskiptavina í dagsferðum t.d. með því að bjóða upp á stafræna leiðsögn í ferðinni sjálfri á tungumáli ferðamannsins, sem stækkar upplifunina og gerir gestum kleift að njóta hennar til hins ítrasta.

Með tilkomu lausnar eins og PaxFlow mun kerfið sjá um að sjálfvirknivæða og straumlínulaga alla starfsemina með gagnadrifnum vinnuferlum og sjálfsafgreiðslu viðskiptavina sem gerir þeim kleift að njóta ferðarinnar og fá bestu mögulegu upplifun.

Ferðaþjónusta nútímans

PaxFlow teymið vinnur að því að þróa lausn sem uppfyllir allar kröfur um nútímalegan hugbúnað. PaxFlow er létt og skalanleg lausn sem býr í skýinu. Kerfið er hannað til að vinna með þér: Þú skilgreinir ferlana og PaxFlow sjálfvirknivæðir þá og straumlínulagar þannig að þú getir einbeitt þér að því sem er mikilvægast.

Ferðatækni er einn helsti vaxtarbroddur ferðaþjónustunnar í dag og þar hefur Origo verið í fremstu röð og stuðlað að nýsköpun með því að virkja hugmyndaafl starfsfólks í samstarfi við leiðandi fyrirtæki hér á landi til að skapa lausnir fyrir nútímalega ferðþjónustu. Auk PaxFlow bjóðum við upp á fyrsta flokks lausnir fyrir bílaleigur og gististaði, og erum sífellt á tánum að grípa tækifærin til að laga lausnirnar okkar að stærstu áskorunum dagsins í dag.

Og við hlökkum til að ferðast inn í framtíðina með ykkur!

Paxflow á samfélagsmiðlum