Paxflow

Paxflow er umsjónarkerfi fyrir ferðaskipuleggjendur sem bætir skilvirkni í rekstri með aukinni sjálfvirkni sem skilar sér í betri upplifun viðskiptavina og meiri ánægju starfsfólks.

Þjónustuþættir

Auðveldar daglegan rekstur og skipulag

Hugbúnaðurinn tengir saman ýmis kerfi og þjónustu sem flest ferðaþjónustufyrirtæki nota í daglegum rekstri ss. bókunarkerfi, mannauðskerfi, flotastýringarkerfi og samskiptaþjónustur.

Þannig getur notandinn hvort sem það er bakvinnsla, vaktstjóri, leiðsögumaður, bílstjóri eða viðskiptavinur fengið betri yfirsýn með aukinni ánægju fyrir alla.

Tenging við bókunarkerfi

Paxflow byggir á tenginu við bókunarkerfið Bókun og eru allar bókanir vistaðar í kerfinu með öllum mögulegum upplýsingum sem þeim fylgja. Þannig getur ferðaskipuleggjandi unnið með og aðlagað bókanir að sínum þörfum.

Aukin skilvirkni við skipulagningu ferða

Við undirbúning ferða skiptir miklu máli að hafa réttar upplýsingar og getur ferðaskipuleggjandi valið hvaða upplýsingar nauðsynlegar eru til þess að geta veitt þjónustuna.

Ef nauðsynlegar upplýsingar eru ekki til staðar fyrir brottfarardag þá sendir kerfið út áminningu á viðskiptavin um að uppfæra upplýsingar í samræmi við kröfur ferðaskipuleggjanda. Þetta geta verið upplýsingar um staðsetningu við upphaf ferðar (pick-up) eða val á aukahlutum (bookable extras).

Sjálfsafgreiðsluvefur viðskiptavina

Í gegnum sjálfsagreiðsluvef getur viðskiptavinur gert breytingar á bókunum, uppfært símanúmer og netfang eða óskað eftir endurgreiðslu ef að ferð hefur verið felld niður.

Upplýsingaskjáir

Hafa það meginmarkmið að gefa stjórnendum og starfsfólki betri yfirsýn yfir reksturinn. Geta gefið upplýsingar um framboð í ferðir, vaktir starfsmanna, skipulag brottfara, kort af stöðu ferða ofl.

Pakkabókanir

Eiginleikar til þess að afgreiða pakkabókanir á auðveldan og skilvirkan hátt.

Vaktaplan

Innbyggt vaktaplan sem hægt er að tengja við verk og tímaskráningarkerfi. Vaktir geta verið tengdar við brottfarir og tæki ss. rútur, bíla, báta, fjórhjól, vélsleða ofl. Allar breytingar á brottför skila sér beint til starfsmanns sem skráður er á vakt.

Skilaboðaþjónusta

Ferðaskipuleggjandi getur á auðveldan hátt sent skilaboð á viðskiptavini beint úr kerfinu hvort sem er á einstaka bókun eða á hóp af viðskiptavinum með einni aðgerð.

Hægt er að senda miða á farþega, sértækan eða staðlaðan texta, fella niður brottfarir eða senda aðrar tilkynningar á auðveldan og skjótan máta.

Söluráðgjafi Booking Factory
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000