Canon

Taktu skrefið inn í framtíðina

Til að starfsfólk geti unnið hratt og örugglega saman hvar og hvenær sem er, hvort sem er á skrifstofunni, heima eða á ferðinni, þurfa fyrirtæki að tryggja að hægt sé að skanna og prenta á einfaldan hátt. Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf í stafrænni vegferð og útvegum búnað sem hæfir þínu starfsumhverfi.

Brand myndefni

Rent A Prent

Lækkaðu prentkostnaðinn

Rent A Prent er umhverfisvæn og örugg prentun, skönnun og ljósritun sem felur í sér allt að 30% lækkun á árlegum prentkostnaði fyrirtækja sem geta fækkað prenturum um allt að því 40%.

Með Rent A Prent lausn Origo og Canon geta fyrirtæki tryggt sér öruggt og sjálfbært prent- og skannaumhverfi; hvort sem er í skýinu, á staðnum eða blönduðu umhverfi. Og með Canon Hybrid Workspace Solutions bjóðum við upp á öflugt starfsumhverfi á milli heimilisins og skrifstofunnar til að tryggja aukna skilvirkni og framleiðni í vinnu hvar sem er, hvenær sem er.

Góð samvinnaGóð samvinna

Yfir 20 ár í bransanum

Gríðarleg þekking og reynsla starfsfólks skiptir máli

Starfsfólk Origo býr yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu á sviði prent- og skannalausna. Origo hefur í yfir 20 ár hjálpað fyrirtækjum og stofnunum að lækka prentkostnaðinn og gera sína prentun og skönnun umhverfisvænni og stafrænni.

Við erum með yfir 200 Rent A Prent samninga við fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um Ísland og með yfir 1400 tæki í fjarvöktun með yfir 25.000 notendum.

Fólk að skoða teikngar, Kona prentar í bakgrunn

uniFLOW Online

Örugg prentun og skönnun í skýinu

Skýjalausnir eru að umbreyta því hvernig fyrirtæki vinna og leiðir m.a. til lægri stofnkostnaðar og meiri hraða. Þá fá fyrirtæki aukinn sveigjanleika sem skilar meiri ávinningi til lengri tíma og dregur úr þörf á tækniumsjón innan fyrirtækisins.

Prentun og skönnun úr hvaða tæki sem er

Prentverkum er raðað í örugga prentröð notanda og síðan getur notandinn prentað út á hvaða prentara sem er innan fyrirtækisins. Sveigjanleg auðkenning og gestaprentun eykur öryggi skjala með því að stjórna aðgangi að tækjum og aðgerðum. Þá er auðvelt að fylgjast með prentkostnaði eftir tæki eða notanda og búa til reglur til að lágmarka prentkostnað – auk þess sem enginn netþjóna- eða viðhaldskostnaður er til staðar.

Auktu framleiðni og dragðu úr kolefnisspori

uniFLOW Online er einföld og sniðug lausn sem er mjög einfalt að innleiða og tengja við Canon prentbúnað þannig að þitt starfsfólk geti starfað hraðar og á sniðugri máta. Með því að hámarka nýtingu á tæknieiginleikum getur þú svo aukið sjálfbærni, t.d. með ýmsum frágangsvalkostum verks fyrir prentun til að draga úr sóun, orku og pappírsnotkun. Jafnframt er auðvelt að búa til aðgang fyrir notendur og setja reglur í gegnum einfalt stjórnendaviðmót.

Frammúrskarandi prentumhverfi

Við metum þínar þarfir og tryggjum fyrirbyggjandi viðhald

Við aðstoðum þig við að meta núverandi prentumhverfi fyrirtækisins og finnum tækifæri til úrbóta. Þannig hjálpum við þínu fyrirtæki í stafrænni vegferð sem byggir á þínum þörfum.

Við tryggjum fyrirbyggjandi viðhald sem styður prent- og skannaumhverfi fyrirtækisins til að tryggja að prentflotinn og skjalavinnuflæði skili eins skilvirkum árangri og mögulegt er. Með þjónustu- og frammistöðuskýrslum gerum við stöðugar umbætur.

Kona að tengja símann sinn við Canon prentara

Security Settings Navigator

Veldu öryggi með Canon og Origo

Þegar fyrirtæki fjárfesta í prentbúnaði þá þarf að tryggja gagnavernd, koma í veg fyrir leka á upplýsingum, gagnabrot o.s.frv. Það hjálpar ekki aðeins stórum og meðalstórum fyrirtækjum sem eru með upplýsingatæknistjóra og tölvudeildir heldur sérstaklega minni fyrirtækjum sem búa jafnvel ekki yfir innanhúsþekkingu á upplýsingatækni.

Security Settings Navigator er innbyggð tækni í Canon prenttækjum sem hjálpar öllum fyrirtækjum að tryggja öryggisstillingar fyrir eigið umhverfi.

Verkfræðingar að skoða teikningu á byggingarsvæði

Einfaldleiki

Cloud Connector fyrir fyrirtæki með eitt til þrjú fjölnota tæki

Fyrir hvern er þetta?

Cloud Connector er einföld lausn frá Canon sem hjálpar þínu fyrirtæki að tengja Canon imageRUNNER ADVANCE DX fjölnota tæki við póst- og skýþjónustur til að einfalda prentun og skönnun. Tilvalin lausn fyrir fyrirtæki sem eru með eitt til þrjú Canon fjölnota tæki.

Cloud Connector er fyrir fyrirtæki sem eru nú þegar með virkni til að skanna tölvupóst úr fjölnota tækinu þá er mjög auðvelt að prenta í/skanna úr skýi, beint úr tækinu þínu, með Cloud Connector sem eykur samvinnu og framleiðni.

Cloud Connector er fyrir fyrirtæki sem eru ekki með tölvuumsjón innanhús þá veitir Cloud Connector tengingu við skýið úr fjölnota tækinu sem bætir skjalastjórnun og utanumhald. Ekki þarf að vera með tölvuumsjónarmann til að setja lausnina upp og stýra henni sem og notendum. Prentun, skönnun, vistun og aðgangur að skjölum úr skýinu er einföld. PIN-kóða auðkenningu per notanda gerir Cloud Connector öruggri geymsluþjónustu í skýinu til að deila gögnum.

Hver er megin munurinn Cloud Connector og uniFLOW Online?

Cloud Connector

  • Tilvalin skýjalausn fyrir fyrirtæki með 1-3 imageRUNNER ADV DX fjölnota tæki og imagePRESS C270 tæki

  • Lágmarks þörf á þekkingu á upplýsingatækni

  • Einföld prentun og skönnun í tölvupóst og helstu skýjageymsluþjónustur

  • Sjálfskráning notanda

  • 3+ ára tækjaleyfi

uniFLOW Online

  • Skalanleg lausn fyrir fyrirtæki með 2 – 500+ tæki

  • Fyrir víðtækt úrval af tækjum frá Canon, frá imagaRUNNER og imagePRESS til MAXIFY til að styðja við heimavinnu starfsfólks

  • Miðstýrð stýring á tækjum og notendum, vinnuflæði og skýrslum

  • Eiginleikar og virkni til að mæta mismunandi kröfum viðskiptavina, allt frá einfaldri prentun yfir í mikla möguleika í sjálfvirkni í skönnun

Fréttabréf Canon prentlausna

Fræðandi fréttabréf um skrifstofu- plakat, ljósmynda og teikningaprentun. Mánaðarlegt fréttabréf um allt sem er fram undan hjá okkur í vöruframboði, viðburðum, fræðslu, og tilboðum.

Canon Business Center

Origo er Canon Business Center

Origo er umboðsaðili Canon á Íslandi og er Canon Business Center sem er fjölskylda er samanstendur af tæplega 200 samstarfsaðilum Canon víðsvegar um Evrópu sem bjóða úrval af prent- og skannalausnum á sínum mörkuðum. Auk þess er búinn til vettvangur fyrir samstarfsaðila Canon til að kynnast og læra af hvorum öðrum til að þjónusta viðskiptavini sína enn betur með Canon lausnum.

Þar sem er Origo er Canon Business Center hlýtur Origo enn meiri stuðning frá Canon Europe til að veita sínum viðskiptavinum í prent- og skannalausnum framúrskarandi þjónustu.

Canon Business Centre Iceland
0
Fundur

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf