Prentlausn er hug- og vélbúnaður þar sem uppsetning, hönnun og stjórnun á sér stað í hugbúnaði og prentun fer fram í miða- eða kortaprenturum og sjálfvirkri miðaprentun og álímingu.
Hugbúnaðurinn, BarTender (seagullscientific.com), er mjög sveigjanlegur og fjölbreyttur. Hann býr yfir öllum helstu þáttum sem snúa að merkingum í fyrirtækjum og stofnunum í dag eins og prentun á strikamerkjum og QR-kóðum, GS1 staðall, breytilegum og hlaupandi númerum, firningadagsetningar, lyfjamerkingar (FDA 21 CRF part 11 og UDI), innihaldslýsingar (FIC), sérstakar eiturefnamerkingar (GHS), uppruna- og rekjanleikamerkingar og RFID skráningu og prentun.
BarTender býður upp mikla sjálfvirkni, miðlæga stjórnun og auðvelt að tengjast gögnum í öðrum kerfum. Hugbúnaðinn er auðvelt að setja upp og nota, til í mismunandi útgáfum sem henta mjög mörgum, allt frá einyrkjum og stórum alþjóðlegum fyrirtækjum. Vélbúnaðinn er hægt að fá í ýmsum stærðum og gerðum allt frá litlum borðprenturum til að merkja sendingar og vörur upp í afkastamikla sjálfvirka miðaprentara.
Allir geta fundið sér vöru við hæfi bæði hug- eða vélbúnað, allt á einum stað. Við búum yfir mikilli þekkingu og reynslu af sölu og þjónustu á prentlausnum.
Prentlausn Prentlausn getur líka verð bara vélbúnaður þ.e. ekki þarf alltaf BarTender. Hægt er að kaup miða- og kortaprentara og tengja við anna hugbúnað eða upplýsingakerfi eins og Póststoð, fylgibréfaprentun, bókasafnskerfi, sölukerfi o.s.frv. Hjá okkur er líka að finna mikið af rekstrarvöru fyrir miða- og kortaprentun eins og límmiða, prentborða, plastkort og litaborða í kortaprentara.
Sveigjanleg og fjölbreytt lausn
BarTender hugbúnaðurinn, https://www.seagullscientific.com , býr yfir öllum helstu þáttum sem snúa að merkingum í fyrirtækjum og stofnunum eins og prentuna strikamerkja og QR-kóða, breytileg og hlaupandi númer, firnigadagsetningar, uppruna- og rekjanleikamerkingar og RFID skráning og prentun.
Staðlar og reglugerðir
Lausnin uppfyllir alþjóðlega staðla og reglur um merkingar s.s. GS1 strikamerkjastaðal, lyfjamerkingar (FDA 21 CRF part 11 og UDI), innihaldslýsingar (FIC), sérstakar eiturefnamerkingar (GHS) og brettamerkingar GS1-128 (SSCC).
Sjálfvirkni og samþætting
Auðvelt at setja upp sjálfvirka prentferla þar sem BarTender vaktar svæði, tekur upp skipanir og sendir á skilgreinda prentara, hægt að stýra mörgum prenturum í einu. Hugbúnaðinn er svo hægt að tengja við fjárhags-, sölu- og vöruhúsakerfi o.fl. Svo er auðvelt að sækja gögn í Excel/CSV og gagnagrunna (SQL).
Miðlæg stjórnun
Hægt að stjórna prentun miðlægt í mörgun staðsetningum, landshlutum og löndum, allt á einum stað.
Einfalt og þægilegt
Hægt að nálgast lausnina á skjótan og einfaldan hátt. Hugbúnaðinn er auðvelt að setja upp og nota, svo má prófa lausnina áður en hún er keypt.
Allt á einum stað
Hjá okkur geta flestir fundi vöru sem henta þeim bæði hug- og vélbúnað. Við höfum mikla reynslu og þekkingu af sölu og þjónustu á prentlausnum.
Hentar öllum
Lausnin er til í nokkrum útgáfum og því geta flestir fundið vöru við sitt hæfi, allt frá einyrkjum til stórra alþjóðlegra fyrirtækja.
Vélbúnaður
Vélbúnað er hægt að fá í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá litlum borðprenturum til að merkja sendingar og vörur upp í afkastamikla sjálfvirka iðnaðarprentara.
Kortaprentarar frá Zebra