Stafrænir verðmiðar eru notaðir til að verðmerkja og veita nánari upplýsingar um tilteknar vörur í verslunum. Verðmiðarnir uppfæra verðbreytingar sjálfkrafa í gegnum fjárhagskerfi verslunarinnar og með því sparast mikill tími við verðlagningu.
Einfalt og fljótlegt er að setja inn tilboð og vörur á útsölu með stuttum fyrirvara. Auðveldar jafnframt viðskiptavinum að nálgast rétt verð og ljúka kaupferlinu á einfaldan hátt.
Kynntu þér úrval rafrænna hillumiða í netverslun Origo.
Hannaðu útlit sem talar beint til þinna viðskiptavina. Stílhreinir rafrænir verðmiðar með góðri upplausn. Auðvelt að setja vörur á útsölu með stuttum fyrirvara.
Með skýjalausn losna verslanir við að reka sinn eigin netþjón á staðnum. Lausnin keyrir öll í skýi sem tryggir uppfærslur, hærri uppitíma, öruggara viðhald, einfaldari uppsetningu og gagnaöryggi.
Framleiðandi hannar sínar eigin festingar sem vinna með flestum hillukerfum í dag. Með Easylock festingum tryggir þú að verðmiðarnir haldist á sínum stað og verði ekki fyrir skemmdum. 2 ára ábyrgð fylgir öllum verðmiðum með Easylock.
Sjálfvirk uppfærsla á verðum sparar tíma starfsfólks við verðmerkingar og verðbreytingar. Meiri tími gefst til að þjónusta viðskiptavini.
Stafrænir verðmiðar tryggja viðskiptavinum aðgengi að réttu verði og upplýsingum um afsláttarkjör.
Kerfið getur auðveldað viðskiptavinum að finna tiltekna vöru í verslun og fá réttar upplýsingar um það hvort hún sé til á lager.
Auðveldara að bregðast við sveiflum á markaði. Fljótlegt að setja inn tilboð og vörur á útsölu með stuttum fyrirvara. Jafn fljótlegt er að breyta verði aftur til baka. Vinna með árstíðarvörur verður ekkert mál.
Stafrænir verðmiðar auðvelda starfsfólki vörutalningar og áfyllingar í verslun.
Einfalt fyrir viðskiptavini að nálgast nánari upplýsingar um vöruna með QR kóða á hillumiða. Auðveldar starfsfólki að taka saman pantanir sem berast í gegnum netverslun.
Með rafrænum verðmerkingum spara verslanir sér mikla vinnu við verðlagningu og hvers kyns verðbreytingar verða ekkert mál.
Electronic Shelf Labels are no longer just a simple, passive mechanism for displaying prices. They play a much bigger role in giving information to staff and customers.
Discover our VUSION Retail IoT Cloud platform!
Enhanced in-store shopping experience. Seamless and omnichannel for Consumer Electronics. Physical stores become digital assets with VUSION by SES-imagotag.
V:Rail is SES-imagotag’s new interactive display that gives stores the ability to leverage Full High Definition screens to enhance in-store shopper marketing experience and optimize store operations.