Rafrænir reikningar Unimaze
Sendu og taktu á móti rafrænum viðskiptaskjölum með einföldum og umhverfisvænum hætti. Rafræn skeytamiðlun með Unimaze er notuð af yfir 3.000 fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum. Unimaze býður upp á vandaðar lausnir sem auðvelda rafræn viðskipti með sjálfvirknivæðingu innkaupaferla með miðlun rafrænna viðskiptaskeyta. Með Unimaze verður bókhaldið þitt 100% rafrænt og vistvænt.
Kostirnir eru fjölmargir
- Hagræðing í rekstri
- Rekjanleiki og yfirsýn
- Umhverfisvænn kostur
- Tenging við alþjóðlegan markað rafrænna viðskipta (Peppol vottað)
- Auðveld og hröð innleiðing
Ávinningur
Ávinningur þess að nota rafræna reikninga Unimaze
Minni kostnaður
Rafrænir reikningar eru ódýrari en reikningar á pappír eða í tölvupóssti þar sem þú sleppur við allan efnis- og sendingarkostnað og sparar tíma við alla umsýslu bókhalds.
Tímasparnaður
Reikningar berast móttakenda samstundis og fara beint í bókhaldskerfið sem tryggir hraðari greiðslur. Mikill tímasparnaður felst í notkun kerfisins hvort sem það kemur að því að finna, breyta eða eiga samskipti um reikninga.
Færri mistök
Með því að tæknivæða bókhaldið þitt sparar þú mörg handtök og tímafreka innsláttarvinnu, í staðinn fara reikningarnir sjálfkrafa inn í bókhaldið.
Um okkur
Unimaze
Unimaze er eitt að leiðandi fyrirtækjum í Evrópu á sviði sjálfvirkni á rafrænum skjölum og staðla í tengslum við rafræna skeytamiðlunar, hvort sem um er að ræða reikninga, pantanir, greiðslutilkynningar eða önnur skeyti tengd innkaupum og bókhaldi. Unimaze hefur m.a. staðið fyrir framþróun hérlendis með stuðningi Staðlaráðs Íslands og Icepro.
Kíktu á unimaze.com og fáðu nánari upplýsingar um það hvernig Unimaze getur auðveldað þér reksturinn, eða fylltu út formið hér fyrir neðan og söluráðgjafi okkar mun hafa samband við þig.