SAP

SAP viðskiptalausnir

Við höfum hjálpað viðskiptavinum okkar í yfir 20 ár að ná árangri með SAP. Við leitumst við að að byggja upp gott samstarf við viðskiptavini okkar og leggjum metnað í að veita faglega ráðgjöf. Hjá okkur starfar reynslumikill hópur vottaðra SAP ráðgjafa og verkefnastjóra.

Brand myndefni

Samstarfsaðilar SAP lausna

Íslandsbanki logo
Síminn
Alvotech logo
Akureyrarbær

Úrval lausna frá SAP

Origo býður upp á víðtækt lausnaframboð frá þýska hugbúnaðarfyrirtækinu SAP. Lausnirnar frá SAP hafa löngu sannað sig sem einar af bestu hugbúnaðarlausnum í heiminum. Hjá Origo starfa reynslumiklir ráðgjafar sem sérhæfa sig í lausnaframboði SAP.

Meðal lausna sem Origo býður upp á eru:

Origo starfsfólk
SAP Certified parnter of Expertise

Sérlausnir

Kynntu þér SAP sérlausnir

Origo hefur þróað sérlausnir fyrir SAP sem eru sérsniðnar að þörfum íslenskra fyrirtækja.

Tollakerfi

Innflutnings- og útflutningskerfi sem auðveldar öll samskipti við tollayfirvöld. Tengingar við innkaupakerfi og sölukerfi til að lágmarka innslátt. Styður samskipti við rafræna miðlara eða með beinum EDI samskiptum.

Bankatengingar

Origo SAP Bankatengingar halda utan um rafræn samskipti fyrirtækja við fjármálastofnanir er snúa að greiðslu reikninga og afstemmingu bankareikninga.

Rafrænir reikningar og sjálfvirk lyklun

Við höfum þróað lausn í SAP til að taka á móti rafrænum og skönnuðum reikningum ásamt því að gefa möguleika á að lykla reikningana sjálfkrafa þannig að þeir bókist á réttar kostnaðarstöðvar, verkefni, bókhaldslykla o.fl.

Samþykktarferli reikninga

Fullkomin lausn til samþykktar á kostnaðarreikningum sem styður stýringu heimilda samþykkjanda og með möguleika á sjálfvirkum bókunum.

Verktakamiðar

Launamiðar verktaka er skýrsla sem auðveldar fyrirtækjum að halda utan um alla þá verktaka sem senda þarf launamiða í lok árs. Mögulegt er að senda launamiða rafrænt til Ríkisskattstjóra og í prentsmiðju á formi XML.

Kröfukerfi

Origo SAP Kröfukerfi er einföld hugbúnaðarlausn sem heldur utan um innheimtukröfur fyrirtækja og samskipti við fjármálastofnanir.

VSK skýrsla

Skýrsla sem var gerð til að uppfylla kröfur notenda í einfaldri skýrslu til að ná utan um VSK skil fyrirtækja.

Sjálfvirkni í lyklun reikninga

Hvernig geta fyrirtæki aukið sjálfvirkni í lyklun reikninga og einfaldað móttöku rafrænna reikninga?

Origo hefur þróað lausn í SAP til að taka á móti rafrænum og skönnuðum reikninga ásamt því að lykla reikningana sjálfkrafa þannig að þeir bókist á réttar kostnaðarstöðvar, verkefni, bókhaldslykla o.fl.

Origo starfsfólkOrigo starfsfólk

Origo er Platinum samstarfsaðili SAP

Origo er Platinum samstarfsaðili SAP, en það er hæsta mögulega staða sem samstarfsaðilar ná hjá SAP.

Við erum ennfremur aðilar að samtökunum United VARs, en í þeim eru leiðandi SAP samstarfsaðilar um heim allan. Þetta samstarf veitir Origo aðgang að færustu SAP ráðgjöfum hverju sinni.

United VARs

Tengt efni

Fundur

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf