Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
Samstarf í alþjóðlegum verkefnum í 100 löndum.
Origo er meðlimur í United VARs, sem eru samtök af leiðandi SAP samstarfsaðilum fyrir meðalstór fyrirtæki. Sem Platinum Partner er United VARs með hæstu mögulegu vottun hjá SAP. Það þýðir að United VARs er leiðandi SAP þjónustu aðili með yfir 10 ára reynslu, sem tryggir þér frábæra þjónustu og góðan stuðning í alþjóðlegum verkefnum.
Er fyrirtækið þitt lítið eða meðalstórt en er að leitast eftir því að verða þátttakandi á erlendum mörkuðum? Eru þið að huga að alþjóðlegri starfsemi og/eða setja upp ERP kerfi erlendis?
Ef þið hafið þegar hafið starfsemi erlendis þá gætuð þið haft þörf á því að tengjast þeim starfstöðvum. Til að hafa aðgengi að upplýsingum, skýrslum eða til að samræma viðskiptaferla.
Til að SAP innleiðing erlendis gangi vel ættir þú að velja trausta sérfræðinga sem þekkja vel viðkomandi markað.
Samstarfsaðilar í 100 löndum sem hafa víðtæka reynslu á öllum helstu mörkuðum heims.
Þjónusta er sniðin að þörfum fyrirtækja með tilliti til tungumáls, menningar, lagalega skilyrða og staðbundinna krafna.
Einungis leiðandi samstarfsaðilar SAP geta verið meðlimir í United VARs. United VARs meðlimir eru sérstaklega valdir útfrá reynslu starfsmanna, stöðu fyrirtækis innan SAP og sérþekkingu þeirra á ýmsum atvinnugreinum.
Samþætting milli landa einfaldar viðskiptaferla og skýrslugerð ásamt því að auka gagnsæi fyrirtækisins.
Viðskiptavinir njóta góðs af alþjóðlegri reynslu ráðgjafa ásamt lausnaframboði United VARs meðlima.
Meðlimir United VAR eru sjálfstæðar einingar staðsettar út um allan heim. Hvert og eitt vinnur eftir sínum gildum og sínu lausnaframboði en saman vinum við að sameiginlegu markmiði, sjá til þess að þitt alþjóðlega verkefni sé farsælt.