Sjálfsafgreiðslulausnir

Sjálfsafgreiðslulausnir hafa í för með sér aukin þægindi og hagræðingu. Viðskiptavinur ræður ferðinni í sjálfsafgreiðslu, hann afgreiðir sig sjálfur á einfaldan hátt og þarf ekki að bíða í biðröð. Ávinningurinn fyrir fyrirtæki felur í sér færri starfsmenn í afgreiðslu og því hægt að færa þá í önnur mikilvægari og virðisaukandi störf innan fyrirtækisins.

Með sjálfsafgreiðslulausnum geta fyrirtæki aukið hagræðingu og dregið úr kostnaði.

Diebold Nixdorf
Elo logo
Toshiba logo
Sjálfsafgreiðslulausnir

Fjölbreytt úrval sjálfsafgreiðslulausna

Við bjóðum fjölbreytt úrval sjálfsafgreiðslulausna fyrir mismunandi rekstur.

Móttöku kioskar

Viðskiptavinur tilkynnir komu sínu með því að skrá sig sjálfur inn á snertiskjá sem er staðsettur við móttökuna.

Sjálfsafgreiðslu kioskar

Með sjálfsagreiðslu kiosk afgreiða viðskiptavinir sig sjálfir á staðnum og geta þannig pantað sér vöru eða aðra þjónustu, t.d. á veitingastað.

Sjálfsafgreiðslukerfi með öryggisvikt

Afgreiðslustandar þar sem viðskiptavinur getur afgreitt sig sjálfur með t.d. matvöru en afgreiðslustandurinn er með innbyggðri vigt sem viðskiptavinur lætur matvöruna ofan á og fær þannig rétt verð.

Ávinningur

Kynntu þér fjölmarga kosti þess að nýta sjálfsafgreiðslu

Verslanir og veitingastaðir

Sjálfsafgreiðslustandar nýtast afar vel fyrir veitingastaði og verslanir. Gott dæmi um slíka lausn eru sjálfsafgreiðslustandar fyrir Dominos pizzur. Þar geta viðskiptavinir staðfest komu til að sækja og greitt fyrir pöntun sé hún ógreidd.

Afgreiðsluskjár sem snýr að starfsfólki sýnir hvaða pantanir má afgreiða. Þannig þarf starfsmaður aðeins að kalla upp þá viðskiptavini sem eru mættir og hafa greitt fyrir pöntun. 

Sjálfsafgreiðslulausnir hafa í för með sér aukin þægindi og hagræðingu. Viðskiptavinur afgreiðir sig sjálfur á tiltölulega einfaldan hátt og þarf yfirleitt ekki að bíða í biðröð. 

Heilbrigðisstofnanir

Í sjálfsafgreiðslustöndum fyrir heilbrigðisstofnanir er hægt að staðfesta bókaðan tíma. Standurinn birtir stað og stund bókaðs tíma. Skjólstæðingur greiðir einnig komugjald í gegnum sjálfsafgreiðslustandinn. Heilbrigðisstarfsmaður getur þá séð í sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar að sjúklingurinn sé mættur.

Sjálfsafgreiðslustandar auka hagræði og minnka hættu á villum. Starfsmaður, sem var áður í móttöku, hefur tíma til að sinna öðrum störfum.

Bílaleigur

Við bjóðum sjálfsafgreiðslulausnir fyrir bílaleigur og hótel sem einfalda allt þjónustuferlið og þægindin til muna. Afgreiðsla á bílaleigubílum tekur mjög oft langan tíma og myndast þá löng röð eftir þjónustu. Sjálfsafgreiðslustandur hjálpa til við að einfalda ferlið. Viðskiptavinurinn finnur bókunarnúmerið sitt í standinum og getur fengið lykil í skáp sem hann opnar í gegnum smáforrit. Engar raðir og opið allan sólarhringinn því viðskiptavinurinn getur sótt bílinn hvernær sem honum hentar. 

Hótel og gisting

Heimurinn er að þróast í þá átt að ferðamenn munu í auknum mæli innritað sig sjálfir á hótel. Þar getur viðskiptavinurinn sjálfur sótt lykil með bókunarnúmerinu sínu og fengið aðgang að herberginu sínu. Slíkt sparar tíma og fyrirhöfn og gefur viðskiptavininum betri upplifun af hótelinu og ferðlaginu í stað þess að bíða eftir afgreiðlsu og þurfa að fylla inn ýmsar upplýsingar áður en hann kemst á hótelherbergið. Cover hótellausnir samanstanda af fullkomnu hótelbókunarkerfi með nútímalegu viðmóti, sjálfvirkni í samskiptum og greiðslum auk tenginga við endursöluaðila, tekjustýringartól og iPad kassakerfi. Aukin ánægja er meðal starfsmanna í ferðaþjónustu og viðskiptavina með Cover bókunarkerfið.

Afþreyingarfyrirtæki

Fyrirtæki sem bjóða upp á afþreyingarferðir nota flest bókunarkerfi og geta tekið á móti bókunum í gegnum netið. Meira mál er fyrir viðskiptavininn að panta aukabúnað sem hann þarf á að halda í afþreyingarferðir.

Þar geta sjálfsafgreiðslustandar hjálpað til við að selja aðgang í viðkomandi afþreyingu og gefa möguleika á að panta þann aukabúnað sem þarf fyrir ævintýraferðina.

Sjálfsafgreiðsla

Einfalt og þægilegt

Með sjálfsafgreiðslulausnum geta fyrirtæki aukið hagræðingu og dregið úr kostnaði.

Sjálfsafgreiðsla

Sjálfsafgreiðslulausnir einfalda þjónustuferlið

Sjálfsafgreiðslulausnir hafa í för með sér aukin þægindi og hagræðingu. Viðskiptavinur ræður ferðinni í sjálfsafgreiðslu, hann afgreiðir sig sjálfur á einfaldan hátt og þarf ekki að bíða í biðröð.

Sjálfsafgreiðsla

Pizzan í sjálfsafgreiðslu

Sjálfsafgreiðslustandar nýtast afar vel fyrir veitingastað og verslanir. Frábært dæmi um sjálfsafgreiðslulausn frá Origo eru afgreiðslustandar fyrir Dominos pizzur. Þar geta viðskiptavinur pantað vöruna og staðfest komu til að sækja. Þá getur hann greitt fyrir vöruna í sjálfsafgreiðslu.

Kona tekur vinnusímtal á skrifstofunni
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000