Sjálfsafgreiðslulausnir < Origo

Aukin hagræðing, lægri kostnaður

Sjálfsafgreiðslulausnir

Sjálfsafgreiðslulausnir hafa í för með sér aukin þægindi og hagræðingu. Viðskiptavinur ræður ferðinni í sjálfsafgreiðslu, hann afgreiðir sig sjálfur á einfaldan hátt og þarf ekki að bíða í biðröð. Ávinningurinn fyrir fyrirtæki felur í sér færri starfsmenn í afgreiðslu og því hægt að færa þá í önnur mikilvægari og virðisaukandi störf innan fyrirtækisins. Með sjálfsafgreiðslulausnum geta fyrirtæki aukið hagræðingu og dregið úr kostnaði.

Ávinningur:

Sérsniðnar lausnir

Við höfum yfir að ráða afar fjölbreyttu úrvali af sjálfsafgreiðslulausnum, bæði vélbúnað og hugbúnað, sem hægt er að aðlaga að ólíkum atvinnugreinum. Markmiðið með sjálfsafgreiðslausnum er fyrst og fremst að einfalda þjónustu gagnvart viðskiptavinum og auka hagræði. 

Hugbúnaðarþróun

Við getum boðið viðskipavinum hugbúnað fyrir sjálfsafgreiðslulausnir, svo sem viðmót fyrir pantanir og greiðslu. Með hugbúnaðinum er einnig hægt að skrá sig inn ef pöntun hefur verið gerð áður en komið er á staðinn. Í þeim tilvikum er þá hægt að greiða fyrir pöntun hafi hún verið ógreidd. 

 

Fá ráðgjöf