Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
Við bjóðum upp á frábærar skjálausnir fyrir öll rými, utan- sem innandyra. Við höfum margra ára reynslu af sölu og hönnun á skjálausnum og leggjum okkur fram við að aðstoða þig við að finna réttu lausnina.
Hvort sem þig vantar stóra útiskjái fyrir almenningsrými, upplýsingaskjái á kaffihús, flugstöð, skólastofuna, fundarselluna eða í stóran ráðstefnusal þá eigum við réttu lausnina fyrir þig.
Við bjóðum upp á margar tegundir af upplýsingaskjám sem falla vel að þínu rými. Við höfum aðstoðað fyrirtæki í ferðaþjónustu, samgöngum, verslunarmiðstöðvar og skóla, svo dæmi séu nefnd.
Við bjóðum allar stærðir og gerðir af inni- og úti LED skjám. Við höfum reynslu af því að setja upp skjái í íþróttamannvirkjum, verslunarmiðstöðvum, götuskilti o.fl.
Við bjóðum upp á mikið úrval af kennsluskjám og skjávörpum.
Einnig bjóðum við upp á stílhreinar og einfaldar lausnir fyrir uppmögnun í kirkjum. Margar tegundir af hátölurum í boði sem falla vel inn í rými og að arkitektúrnum.
Hábirtu upplýsingaskjáir er frábær lausn fyrir verslanir sem vilja koma vörum sínum á framfæri í búðargluggum sínum. Það er hægt að hafa skjáina bæði í landscape og portrait stillingu. 24/7 notkun.
Flottir hábirtu skjáir er frábær lausn til að kynna efni fyrir verslanir sem vilja koma vörum sínum á framfæri.