Ávinningur
Öryggi og sveigjanleiki
Með sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni aukum við viðbragðsflýti um leið og kostnaði er haldið í lágmarki.
Reynsla og þekking
Þekking okkar og traust samband við lykilbirgja tryggja öruggan og áreiðanlegan rekstur og aðgang að fremstu sérfræðingum þegar á þarf að halda.
Lægri kostnaður
Með sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni aukum við viðbragðsflýti um leið og kostnaði er haldið í lágmarki.
Skýjalausnir
Skýjalausnir eru ekki framtíðin, þær eru nútíðin
Skýjalausnir eru grundvöllur þess að geta veitt þorrann af nútíma þjónustu í dag.
Skýjalausnir eru samofnar netinu og lykilbreyta í rekstri upplýsingainnviða fyrirtækja. Þú setur upp þróunarumhverfi, leitar að tæknilegri aðstoð á spjallborði, verslar þér matvöru með appi og sendir skilaboð á samstarfsfélaga þína með lausnum sem eru allar hýstar í skýjunum.
Origo býr yfir viðamikilli þekkingu, reynslu og vottunum til að koma þínum rekstri á rétta staði í skýin. Við eigum breitt úrval skýjalausna sem hægt er að sníða að þínum rekstri til efla hann núna.
En af hverju skýjalausnir?
Víðsvegar um heiminn eru leiðtogar í upplýsingatækni að skipta yfir í aðgengilegar skýjalausnir og færa sig af eldri vélbúnaði sem er rekinn á staðnum - þannig eykst sveigjanleiki, skalanleiki og hagkvæmni. Það eru ótal góðar ástæður til þess að skipta yfir: Kostnaður er tengdur við notkun (e. pay per use), betri samtengingar, aðgengi að gögnum, viðamikið netöryggi og örari þróun.
Hvort sem þú ert að leggja af stað í þína skýjavegferð eða ert á miðri leið, mætum við þér þar og kortleggjum greiða leið áfram. Við vinnum náið með þínu teymi, greinum saman það sem skýið hefur uppá að bjóða fyrir þitt fyrirtæki - og innleiðum þær lausnir sem hjálpa þér að ná sem besta mögulega árangri og hagkvæmni.
Samstarfsaðilar
Okkar samstarfsaðilar í skýjunum
Origo vinnur með Amazon og Microsoft í skýjunum. Amazon Web Services og Microsoft Azure eru með vinsælustu skýjaumhverfunum í dag og bjóða bæði upp á breitt úrval þjónustu. Við vinnum vel með báðum lausnum og fá þau okkar allra bestu meðmæli. Skýjateymið okkar tekur út þína kerfishögun, drauma og áætlanir og mælir með þeirri lausn sem fellur betur.
Skýjateymi Origo byggir viðskiptaráðgjöf sína og stefnu á aðferðafræði AWS sem kallast „Well-Architected-Framework“, til að ná fram bestu mögulegu niðurstöðu, bæði við mótun skýjastefnu, þróun lausna í skýinu, innleiðingar á gámum (e. containers) eða þjónlausa högun (e. serverless), aðlögun þjónustukerfa fyrir skýjarekstur, gervigreind (e. artificial intelligence eða AI), vélanám (e. machine learning eða ML), hlutanet (e. Internet of things, eða IoT) og fleiri þjónustuþátta í skýjunum sem auka þína stafrænu vegferð.
Skýjateymi Origo
Skýjateymi Origo samanstendur af hópi sérfræðinga sem hafa sótt sér vottanir í Amazon Web Services (AWS) og Microsoft Azure skýjalausnum
- Azure Solutions Architect Expert
- Azure Administrator Expert
- Azure Security Engineer Associate
- Azure Developer Associate
- Azure DevOps Expert
- Certified AWS Developer Associate
- Certified AWS Solutions Architect Associate