Upplifðu frelsið í skýjunum

Með skýjalausnum getur þú lækkað rekstrarkostnað, aukið öryggi, frelsi og hámarkað upptíma kerfa og búnaðar.

Skýjalausnir

Ávinningur af skýjaþjónustu

Öryggi og sveigjanleiki

Með sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni aukum við viðbragðsflýti um leið og kostnaði er haldið í lágmarki.

Reynsla og þekking

Þekking okkar og traust samband við lykilbirgja tryggja öruggan og áreiðanlegan rekstur og aðgang að fremstu sérfræðingum þegar á þarf að halda.

Lægri kostnaður

Með sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni aukum við viðbragðsflýti um leið og kostnaði er haldið í lágmarki.

Skýjalausnir

Skýjalausnir eru ekki framtíðin, þær eru nútíðin

Skýjalausnir eru grundvöllur þess að geta veitt þorrann af nútíma þjónustu í dag.

Skýjalausnir eru samofnar netinu og lykilbreyta í rekstri upplýsingainnviða fyrirtækja. Þú setur upp þróunarumhverfi, leitar að tæknilegri aðstoð á spjallborði, verslar þér matvöru með appi og sendir skilaboð á samstarfsfélaga þína með lausnum sem eru allar hýstar í skýjunum.

Origo býr yfir viðamikilli þekkingu, reynslu og vottunum til að koma þínum rekstri á rétta staði í skýin. Við eigum breitt úrval skýjalausna sem hægt er að sníða að þínum rekstri til efla hann núna.

Háskólanemar vinna saman að nýsköpunarverkefni
Skýjalausnir

En af hverju skýjalausnir?

Víðsvegar um heiminn eru leiðtogar í upplýsingatækni að skipta yfir í aðgengilegar skýjalausnir og færa sig af eldri vélbúnaði sem er rekinn á staðnum - þannig eykst sveigjanleiki, skalanleiki og hagkvæmni. Það eru ótal góðar ástæður til þess að skipta yfir: kostnaður er tengdur við notkun (e. pay per use), betri samtengingar, aðgengi að gögnum, viðamikið netöryggi og örari þróun.

Hvort sem þú ert að leggja af stað í þína skýjavegferð eða ert á miðri leið, mætum við þér þar og kortleggum greiða leið áfram. Við vinnum náið með þínu teymi, greinum saman það sem skýið hefur uppá að bjóða fyrir þitt fyrirtæki - og innleiðum þær lausnir sem hjálpa þér að ná sem besta mögulega árangri og hagkvæmni.

Háskólanemar prófa nýjan hugbúnað

Hvaða ský hentar þér?

Almennt ský

Í almennu skýi (e. public cloud) samnýta margir aðilar vélbúnað til að ná hagkvæmni og auka rekstaröryggi. Allt aðgengi er yfir netið og tryggir samreksturinn að þú sért ávallt á réttum vélbúnaði og með nýjustu hugbúnaðaruppfærslurnar. Origo er þjónustu- og samstarfsaðili Microsoft Azure og Amazon Web Services sem eru leiðandi á sviði samnýttra skýjaþjónustu á heimsvísu.

Við aðstoðum þig við að setja upp viðeigandi högun skýjaumhverfa í samræmi við þínar þarfir og sinnum jafnframt daglegum rekstri, vöktun, uppfærslum, uppitíma, og kostnaðareftirliti.

Fyrir hverja er opið ský?

Alþjóðlegan rekstur sem vill ná til markaða víðsvegar um heiminn með snarpri upplifun
Árstíðarbundinn eða álagsbundinn rekstur sem fær talsverða notkun í afmarkaðan tíma (dæmi: jólasala)
Straumlínulagaðan rekstur sem vill ekki sérhæfa sig í vélbúnaði eða rekstri á honum
Rekstur sem þarf að minnka áhættu með því að útvista þekkingu sem er ekki til nú þegar innan þess

Einkaský

Origo rekur einkaský (e. private Cloud) á Íslandi sem er rekið í dreifðu umhverfi til að tryggja áreiðanleika og aðgengi.

Í gegnum einkaský Origo getur þú fengið sértækan aðgang á vél- og hugbúnaði til einkanota sem þá eingöngu tilheyrir þér og gætir nýtt þér kosti sýndarvélaumhverfi. Notkun á einkaskýi Origo tryggir bæði hraða og áreiðanleika.

Fyrir hverja er einkaský?

Starfsemi sem er með kvaðir um aðgengi að viðkvæmum gögnum vegna persónuverndar eða annarra laga
Aðila sem vilja hafa netþjóna sína eins nálægt sér og hægt er til að auka snerpu
Aðila sem vilja víðtækari aðgang að vélbúnaði eða eru með sérþarfir sem erfitt að veita á samnýttum vélbúnaði

Blandað ský

Blandað ský (e. hybrid cloud) felur í sér bæði skýjalausn í opnu skýi og einkaskýi. Origo styður uppsetningu blandaðra skýjaumhverfa sem dreifast milli einkaskýja og almennra skýja. Þannig er hægt að bjóða upp á áreiðanlegar og dulkóðaðar tengingar milli þeirra til að tryggja vernd gagna í gagnaflutningi. Í sumum tilfellum geta verið ástæður eða kröfur, s.s. staðsetning gagna, fyrir að reka hluta skýjaumhverfis í einkaskýi eða gagnaveri viðskiptavinar (e. on-prem) en tengja við kosti og sveigjanleika almennra skýjaveitna.

Fyrir hverja er blandað ský?

Flóknari rekstur sem hefur auknari kröfur
Áhættudreifing með fleiri en einni uppsetningu
Rekstur sem þarf bæði opið ský og einkaský, þar sem krafa er um að vernda viðkvæm gögn eða þar sem hluti af kerfinu þarf að vera á lokuðum netþjónum
Teymið

Skýjateymi Origo

Skýjateymi Origo býður upp á sérfræðinga sem hafa sótt sér vottanir í Amazon Web Services (AWS) og Microsoft Azure skýjalausnum:

Certified AWS Solutions Architect Associate
Certified AWS Developer Associate
Azure Solutions Architect Expert
Azure Administrator Expert
Azure Security Engineer Associate Azure Developer Associate
Azure DevOps Expert.

Skýjateymið hefur einnig búið sér til skýjaumgjörð (e. Cloud framework) til að stytta þér sporið í uppsetningu skýjalausna.

Einar Sigurðsson, Inga María Backman og Ólafur Ingþórsson - Sérfræðingar okkar í skýjalausnum
Vottanir
Samstarfsaðilar

Okkar samstarfsaðilar í skýjunum

Origo vinnur með Amazon og Microsoft í skýjunum. Amazon Web Services og Micrasoft Azure eru með vinsælustu skýjaumhverfunum í dag og bjóða bæði upp á breitt úrval þjónustu. Við vinnum vel með báðum lausnum og fá þau okkar allra bestu meðmæli.

Skýjateymið okkar tekur út þína kerfishögun, drauma og áætlanir og mælir með þeirri lausn sem fellur betur.

Skýjalausnir

Þróunarský - PaaS

Þróunarský (e. Platform as a Service eða PaaS) er aðgengi að umhverfi með stýrðri þjónustu og forritunarviðmótum þar sem venjulega þarf ekki að huga að undirliggjandi vélbúnaði eða stýrikerfum, og eru að fullu rekin af skýjaveituaðilum.

Notkun á þróunarskýjum fer ört vaxandi þar sem öflugt aðgengi að þróunartólum og vefskilum (e. API) er innbyggt í lausninni. Þannig er hægt að auka hraða við þróun og prófun nýrra lausna. Skýjateymi Origo getur þróað lausnir og þjónustur sem liggja í þróunarskýjum í samráði við þig, til þess að leysa ákveðin verkefni í virðiskeðju ykkar eins og sjálfvirknivæðingu, gagnaúrvinnslu og uppsetningu hlutanets.

Fyrir hverja eru þróunarský?

Þau sem vilja þróa strax, og sleppa vinnunni við að kaupa og/eða setja upp hýsingu
Settu upp klasa (e. clusters) og gáma (e. containers) eftir örfáa smelli
Þar sem vantar sérþekkingu á vélbúnaði og bakendakerfum
Skýjalausnir

Innviðaský - IaaS

Innviðaský (e. Infrastructure as a Service eða IaaS) er skýjavettvangur sem býður aðgengi að tölvuvinnslu (e. compute), gagnageymslu (e. storage) og netkerfum (e. Network resource) eftir þörfum, þar sem einungis er greitt fyrir notkun hverju sinni en krefst ekki fjárfestinga.

Innviðaský einfalda högun og draga úr kostnaði við fjárfestingar í nýjum netþjónum og öðrum innviðum eins og netkerfum og gagnageymslum. Fyrirtæki geta sett upp sinn eigin hugbúnað í innviðaskýjum og rekið sjálf eða fengið sérhæfðan aðila eins og Origo til að sjá um þau mál.

Innviðaský er hægt að skala í upp og niður í samræmi við álag og eftirspurn. Jafnframt er auðvelt að bæta við nýrri getu þegar hentar og minnka áhættu í rekstri með dreifðum innviðum.

Fyrir hverja eru innviðaský?

Þau sem vilja vinna með hráa tölvugetu eða vilja eiga afrit af eigin uppsetningu
Leiga á búnaði ekki kaup, sem minnkar fjárfestingarþörf
Sveigjanleg uppsetningu - stækkaðu eða minnkaðu eftir þörfum
Hentar þeim sem búa yfir sérþekkingu í vélbúnaði en viljið ekki taka frá fjármagn fyrir vélbúnað
Kona stendur við fundarborð og brosir glaðlega framan í myndavélina
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000