Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
Af hverju ættu fyrirtæki að nýta sér skýjalausnir? Jú starfsfólk þess vill eiga þess kost að nálgast gögn og lausnir hvar og hvenær sem er. Með skýjalausnum getur þú lækkað rekstrarkostnað, aukið öryggi, frelsi og hámarkað upptíma kerfa og búnaðar.
Efni á síðu:
Sífellt fleiri fyrirtæki ákveða að flytja innviði upplýsingakerfa yfir í skýið enda getur slík stefna falið í sér ýmis konar ávinning; lækkun á kostnaði, aukin þægindi og áreiðnaleika. Á sama tíma færast netglæpir sífellt í aukana og verða þróaðri með hverju árinu. Því velta margir fyrir sér hvort skýjalausnir séu jafn öruggar og ætla mætti?
Af hverju ættu fyrirtæki að nýta sér skýjalausnir? Hvaða áskoranir í öryggismálum þurfa fyrirtæki að hafa í huga þegar þau flytja gögn yfir í skýið? Bernard Golden, sem er einnig áhrifamesti bloggari um skýjalausnir í heiminum í dag, fer yfir það sem máli skiptir í skýjalausunum í Tæknilega séð hlaðvarpi Origo.
Viðskiptavinir okkar eru ólíkir og þarfirnar eftir því. Sumir vilja þjónustu allan sólarhringinn en aðrir minna. Þó er ein leið sem við sjáum mikinn vöxt í. Það er rekstur á fjölskýjaumhverfi (Multi cloud).
Notkun fyrirtækja á skýjalausnum vex hröðum skrefum, jafnvel án þess að þau geri sér grein fyrir því. Það er hins vegar að mörgu að huga þegar fyrirtæki kaupa skýjaþjónustu.
Afar einfalt er að hefja notkun, enda verður innleiðingarferli sífellt einfaldara, en mikilvægt er að missa ekki tökin á öryggisþáttum og kostnaði, sem getur verið breytilegur en oft dulinn. Það skiptir máli að sníða sér stakk eftir vexti.
Þekking okkar og traust samband við lykilbirgja tryggja öruggan og áreiðanlegan rekstur og aðgang að fremstu sérfræðingum þegar á þarf að halda.
Tölvuský Origo veitir viðskiptavinum aðgang að netþjónum í öruggu og sveigjanlegu umhverfi.
Með sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni aukum við viðbragðsflýti um leið og kostnaði er haldið í lágmarki.
Origo hlaut Beacon verðlaunin hjá alþjóðlega tæknirisanum IBM fyrir gagnalausnina Aurora DataCloud. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi nýsköpun á lausnum IBM og greint frá á árlegri THINK ráðstefnu fyrirtækisins.
Aurora gagnaský tryggir fyrirtækinu þínu aðgang að öruggum og sveigjanlegum netþjónum í sjálfsafgreiðslu og lágmarkar kostnað við gagnageymslu.
Netþjónar og diskakerfi frá IBM, einu stærsta tæknifyrirtæki heims, ásamt hugbúnaði frá VMware eru undirstöður Tölvuskýs Origo.
Sýndarvæðing útstöðva (e. Desktop Virtulization) er dæmi um „skýþjónustu" sem gefur kost á hagræðingu í rekstri útstöðva um allt að 50%. (Heimild: IDC - Quantifying the Business Value of VMware View).