Snjallbox

Með snjallboxi geta fyrirtæki boðið upp á einfalda leið til að sækja og skila vöru. Viðskiptavinir einfaldlega ganga frá kaupum í vefverslun og sækja vöruna í snjallboxið þegar þeim hentar. Engar raðir og opið allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

Snjallboxin nýtast einnig fyrir eignaumsýslu til að geyma tæki og fá yfirsýn yfir hvaða tæki eru í notkun og hversu lengi, hvað tæki eru ekki í notkun, hvaða tæki eru biluð og hvaða tæki eru í hleðslu.

Snjallboxið hefur reynst OR vel

Eftir fyrstu bylgju COVID sáum við tækifæri í afhendingu á vörum og búnaði til starfsmanna OR samstæðunnar. Í snjallboxinu innanhúss eru m.a. afhentar fartölvur, símar, lyklaborð og mýs og annað sem tengist að mjög miklu leyti fjarvinnu starfsmanna. Starfsemi samstæðunnar á sér stað á öllum tímum sólarhrings og allan ársins hring og er því mjög hentugt fyrir starfsmenn að geta komið og sótt búnað hvenær sem þeim hentar. Við erum einnig með skilaferli þannig að starfsmenn geta þá skilað búnaði í snjallboxið. Starfsmannahaldið hefur einnig nýtt snjallboxið með því að afhenda t.d.. aðgangskort til starfsmanna, skjöl o.fl.
Hildur MarkúsdóttirHópstjóri í tækniþjónustu OR
Kynningamyndbönd

Aukin ánægja viðskiptavina og lægri rekstrarkostnaður

Snjallbox

Engar raðir og opið allan sólarhringinn

Með Snjallboxi frá Origo geta viðskiptavinir sótt sínar vörur þegar þeim hentar og þurfa ekki að bíða í röð.

Snjallbox

Snjallbox fyrir vöruafhendingu og eignaumsýslu

Með snjallboxi geta fyrirtæki boðið einfalda leið til að sækja og skila vöru. Viðskiptavinir einfaldlega ganga frá kaupum í vefverslun og sækja vöruna í snjallboxið þegar þeim

Snjallbox fyrir afhendingu

Click & Collect Order Pick-Up & Returns

Convenient indoor and outdoor solutions available, allowing your customers to collect and return their merchandise anytime.

Snjallbox fyrir eignaumsýslu

Warehouse Handheld Asset Management with Apex (UK)

Automating warehouse handheld asset management can reduce damage to handheld devices by as much as 40% and reduce the loss of these critical items by as much as 30%.

Snjallbox fyrir afhendingu

Einföld og örugg lausn

Fyrirtæki geta boðið viðskiptavinum sínum að sækja vörur í snjallbox hvenær sem er.

Snjallbox sem henta þinni starfsemi

Það er hægt að fá snjallbox í mörgum stærðum. Við útfærum lausnina sem hentar þér.

Hægt að nota inni og úti

Tvær gerðir af snjallboxum; annars vegar til notkunar utandyra og hinsvegar til notkunar innandyra.

Snjallbox í þínu útliti

Hægt að merkja snjallboxið í samræmi við þitt vörumerki.

Gögn í rauntíma

Öll gögn fara í gegnum Trajectory Cloud™ skýjalausnina í rauntíma sem gerir það að verkum að einfalt er að fylgjast með allri notkun og vörustöðu. Hægt er að fá tilbúnar skýrslur og tilkynningar eða búa til sínar eigin.

Snjallbox fyrir eignaumsýslu

Skilvirkari utanumhald eigna

Nýttu þér snjallbox til að geyma tæki og fá yfirsýn yfir hvaða tæki eru í notkun og hversu lengi, hvað tæki eru ekki í notkun, hvaða tæki eru biluð og hvaða tæki eru í hleðslu.

Skráð hver er með tæki

Þar sem starfsmenn auðkenna sig með starfsmannakorti (RFID) er einfalt að rekja hvaða starfsmaður er með hvaða tæki.

Skráð hvort tæki sé í skáp eða ekki

Hægt er að fá skýrslur um stöðu á skáp á hvaða tíma sem er, en sjálfkrafa er hægt að senda upplýsingar um stöðu skáps og tækja á hverjum degi. Þannig er t.d. hægt að sjá strax hvort starfsmaður hafi merkt tæki sem bilað.

Hægt að merkja tæki bilað þegar því er skilað

Starfsmenn eru því alltaf að nota tæki sem eru í lagi.

Hægt að hlaða tæki sem þurfa hleðslu

Skápa er hægt að útbúa með hleðslutækjum þannig að hægt sé að hlaða tæki sem þess þurfa án þess að fara með þau annað.

Hægt að stýra aðgangi að tækjum

Eingöngu þeir sem þurfa tæki, geta opnað skápinn.  Einnig er hægt að stýra aðgangi að tækjum, þannig að sami starfsmaður geti ekki haft mörg tæki í notkun í einu.

Auðkenning í gegnum starfsmannakort (RFID)

RFID skanni er á skáp þannig að auðvelt sé að tengja starfsmannakort við lausnina.

Maður heldur á spjaldtölvu og í bakgrunni sjást samstarfsfélagar spjalla saman
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000