Snjallbox fyrir afhendingu
Einföld og örugg lausn
Snjallbox sem henta þinni starfsemi
Það er hægt að fá snjallbox í mörgum stærðum. Við útfærum lausnina sem hentar þér.
Hægt að nota inni og úti
Tvær gerðir af snjallboxum; annars vegar til notkunar utandyra og hinsvegar til notkunar innandyra.
Snjallbox í þínu útliti
Hægt að merkja snjallboxið í samræmi við þitt vörumerki.
Gögn í rauntíma
Öll gögn fara í gegnum Trajectory Cloud™ skýjalausnina í rauntíma sem gerir það að verkum að einfalt er að fylgjast með allri notkun og vörustöðu. Hægt er að fá tilbúnar skýrslur og tilkynningar eða búa til sínar eigin.
Snjallboxið hefur reynst OR vel
Snjallbox fyrir eignaumsýslu
Skilvirkari utanumhald eigna
Lyklabox
Örugg lyklaafhending allan sólarhringinn
Með lyklaboxi frá Origo er hægt að afhenda lykla til viðskiptavina, starfsfólks eða verktaka með öruggum hætti hvenær sem er sólarhringsins. Auðvelt er að tímastilla aðgang, tengja við bókunarkerfi eða smáforrit og fá heildaryfirsýn yfir það hvaða lyklar eru í notkun hverju sinni.
