Leiðandi í stafrænni vegferð

Stafræn vegferð er ein stærsta áskorun fyrirtækja og stofnana í dag. Þegar vel er staðið að verki skapast ótal tækifæri til að umbreyta starfseminni til hins betra og skara fram úr.

Origo hefur verið í fararbroddi allt frá árdögum hinnar stafrænu umbreytingar. Við þekkjum allar hliðar hennar ofan í kjölinn og sérfræðingar okkar lifa og hrærast í nýjustu tæknilausnunum.

Hvort sem um er að ræða þjónustuvefi, vefverslanir eða örugg samskiptakerfi fyrir viðkvæm gögn, þá fylgjum við þér allt frá greiningu að innleiðingu og eftirfylgni fullunninnar lausnar.

Af hverju Origo?

Leiðandi í veflausnum

Við komum að borðinu með yfirgripsmikla sérþekkingu á þróun, innleiðingu og viðhaldi veflausna.

Tilbúnar eða sérsniðnar lausnir

Ef tilbúnar lausnir passa ekki eins og flís við rass, smíðum við einfaldlega sérhannaðar lausnir fyrir ykkur og samþættum við önnur kerfi.

Sérhæfð ráðgjöf

Þrautreyndir sérfræðingar okkar hjálpa ykkur að finna réttu lausnirnar og nýjar leiðir fyrir þitt fyrirtæki til að ná árangri.

Lausnirnar

Hvert er verkefnið?

Þjónustuvefir

Við smíðum þjónustuvefi, Mínar síður og ýmis konar innri vefi, þar sem starfsfólk og viðskiptavinir geta nálgast upplýsingar og yfirlit, leyst úr sínum málum og afgreitt sig sjálfir, allt eftir þörfum. Við sjáum um greiningu, hönnun og viðhald þjónustuvefsins, hýsum hann og rekum annaðhvort í skýinu eða á staðnum.

Vefumsjónarkerfi

Við höfum umfangsmikla þekkingu á vefumsjónarkerfum. Við finnum það kerfi sem hentar þínu fyrirtæki best miðað við stærð og starfsemi, hvort sem það er Prismic, Contentful, WordPress eða annað, sjáum um greiningu, hönnun, þróun og viðhald kerfa.

Hugbúnaðarþróun

Við höfum langa reynslu af hvers konar hugbúnaðarþróun og búum yfir mikilli sérhæfingu í samþættingarverkefnum. Við sjáum um að vefumsjónarkerfi fyrirtækisins sé samhæft við ýmis önnur innri og ytri kerfi.

Straumurinn (X-Road)

Við sjáum um að setja upp, þróa, hýsa og reka Strauminn eða X-Road, öruggt samskiptalag sem flytur dulkóðaðar upplýsingar milliliðalaust milli notanda á tryggan hátt. Íslenska ríkið notast við Strauminn til að flytja viðkvæmar upplýsingar og við höfum þegar innleitt hann fyrir 26 ríkisstofnanir.

Vefverslanir

Við höfum mikla reynslu við þróun og uppsetningu á vefverslunum þar sem eru kröfur um samþættingu við viðskiptakerfi og gæði skipta máli. Reynsla fyrir bæði B2B og B2C. Við getum séð um allt ferlið, hönnun, þróun, uppsetningu og hýsingu ("on site" eða í skýinu).

Aðferðafræði sem skilar árangri

Agile

Löng reynsla hefur kennt okkur að rétt aðferðafræði gerir gæfumuninn. Við vinnum eftir Agile aðferðafræðinni sem gerir okkur kleift að bregðast hratt við breytingum og skila vörunni til viðskiptavina í þeim skrefum sem skapa mest virði.

Háskólanemar vinna saman að nýsköpunarverkefni
Aðferðafræði sem skilar árangri

Hönnunarsprettur

Gagnreynt þróunarferli er lykillinn að því að koma verkefni hratt og örugglega frá hugmynd til innleiðingar. Við hefjum verkefni oftast á svokölluðum hönnunarspretti eða „design sprint“, sem er þrautreynd aðferð til að fá skýra sýn á verkefnið í fimm daga hnitmiðuðum spretti með aðkomu ykkar sérfræðinga og okkar.

Verkefnin

Við höfum komið að fjölmörgum stafrænum verkefnum

Verkefnin

Stafrænt Ísland

Origo hefur unnið með íslenskum stjórnvöldum að innleiðingu stafrænna lausna þvert á ráðuneyti og stofnanir. Stafrænt Ísland er verkefni sem miðað að því að gera samskipti almennings og fyrirtækja við hið opinbera stafræn, í því skyni að gera alla þjónustu skilvirkari og notendavænni.

Verkefnin

Stafræn grunnskólainnritun í Reykjavík

Forráðamenn grunnskólabarna geta nú staðfest skráningu barna í hverfisskóla eða sótt um skólavist í öðrum skólum í gegnum Mínar síður á þjónustuvef Reykjavíkurborgar. Með þessu móti er innritunarferlið gert aðgengilegra, upphaf skólagöngu einfaldað og öll upplýsingagjöf verður betri.

Verkefnin

Stafrænt ökunám

Unnið er að því að gera ökunámsferlið stafrænt frá upphafi til enda. Þetta felur í sér umsóknir, námsefni, upplýsingagátt fyrir nemendur og kennara, þjónustu ökuskóla, próf og útgáfu ökuskírteina. Með þessu verður námið markvissara og umhverfisvænna og þjónusta við fjölmarga notendur betri.

Verkefnin

Stafrænt veðbókavottorð

Origo + Stafrænt Ísland + Sýslumenn

Allir Íslendingar geta nú keypt rafrænt stimplað veðbókarvottorð fyrir hvaða fasteign sem er í Fasteignaskrá Þjóðskrár. Vottorðið er með sjálfvirkri enskri þýðingu og er aðgengilegt í stafrænu pósthólfi á Mínum síðum í ísland.is.

Verkefnin

Stafrænt sakavottorð

Origo + Stafrænt Ísland + Sýslumenn

Allir landsmenn hafa nú kost á að sækja sér stafrænt sakavottorð með rafrænum skilríkjum á ísland.is. Með nýjustu uppfærslu er þessi þjónusta nú í boði fyrir alla, óháð stöðu í sakaskrá. Stór meirihluti útgefinna sakavottorða er nú stafrænn.

Verkefnin

Straumurinn: Innleiðing X-Road

Origo + 26 stofnanir íslenska ríkisins

Straumurinn er tækni sem íslenska ríkið hefur verið að innleiða frá 2020. Um er að ræða samskiptalag sem kallast X-Road og felur í sér örugga, milliliðalausa gagnaflutninga milli upplýsingakerfa. Samskipti við stofnanir ríkisins, t.a.m. á ísland.is, fara nú fram í gegnum Strauminn. Öll samskipti í Straumnum eru dulkóðuð, hann geymir engin gögn, og tryggt er að aðilar sem skiptast á gögnum séu þeir sem þeir segjast vera.

Umsagnir viðskiptavina

Stafræn vegferð Tryggingastofnunar og Origo

Origo hefur um árabil unnið í nánu samstarfi við Tryggingastofnun að stafrænum umbreytingarverkefnum.

Hvað segja viðskiptavinir okkar?

Þegar við fórum af stað í stafræna þróun hjá VÍS leituðum við til Origo um samstarf. Hjá Origo er hópur af mjög færum forriturum og sérfræðingum með langa reynslu í hugbúnaðarþróun. Við fengum þá með okkur í stafrænu verkefnin og þá sérstaklega þróun á vis.is, innskráningu og Mitt VÍS. Við getum alltaf treyst á starfsfólk Origo til að skila framúrskarandi vinnu, enda eru þarfir viðskiptavina hjá þeim alltaf í fyrsta sæti.
Gyða EinarsdóttirÞróunarstjóri veflausna hjá VÍS
Samstarfsfélagar fagna góðum árangri
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000