Stafræn vegferð

Origo hefur áralanga reynslu af hugbúnaðarverkefnum, stórum sem smáum. Við getum hjálpað þínu fyritæki, stofnun eða sveitafélagi með þín verkefni, alveg frá greiningu að fullunninni lausn.

Við höfum áratuga reynslu af þróun veflausna sem og að samþætta vefumsjónarkerfi við ýmis innri og ytri kerfi fyrirtækja.

Við þróum þjónustuvefi (Mínar síður) og innrivefi fyrir fyrirtæki og stofnanir sem gera starfsfólki og viðskiptavinum auðvelt að nálgast upplýsingar og fá yfirlit yfir öll sín mál.

Þjónustan okkar

Leiðandi í þróun og viðhaldi veflausna

Við höfum mikla reynslu og þekkingu á þróun veflausna fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Tilbúnar og sérhæfðar lausnir

Við bjóðum upp á allt frá tilbúnum veflausnum til sérþróaðra lausna sem eru samþættar við innri og ytri kerfi.

Sérsniðin ráðgjöf fyrir viðskiptavini

Hjá okkur starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu af þróun og innleiðingu vef- og viðskiptalausna. 

Stafræn umbreyting

Stendur þú frammi fyrir stafrænni áskorun?

Mikilvægi stafrænna umbreytingaverkefna (e. digital transformation) hefur sýnt sig í gegnum tíðina og ekkert síður á COVID tímum þar sem auðvelt aðgengi að upplýsingum skiptir lykilmáli.

Origo er leiðandi í ráðgjöf, sérsmíði og hugbúnaðarvinnu þegar kemur að stafrænum verkefnum og hefur fjölda sérfræðinga á sínum snærum sem hefur áralanga reynslu af hugbúnaðargerð í krefjandi umhverfi.

Sérfræðingar Origo sjá um hönnun og þróun vefja, hvort sem um ræðir opna vefi eða þjónustuvefi fyrirtækja og stofnanna, samtengingar kerfa með ýmsum samþættingartólum sem og API-væðingu.

Hönnunarsprettur

Komdu þínu verkefni af stað með hönnunarspretti

Origo nýtir Agile aðferðarfræðina við hugbúnaðargerð en hún gerir okkur kleift að bregðast hratt við breytingum og skila vörum til viðskiptavina í þeim skrefum sem skapa mest virði. Til þess að skilgreina verkefni og tryggja sameiginlegan skilning er oft gott að hefja þau á svokölluðum hönnunarspretti (e. design sprint). Hönnunarsprettir eru notaðir af mörgum stæstu fyrirtækjum heims og eru til þess fallnir að fá skýra sýn á verkefni á aðeins 5 dögum.

Teymi sem koma að hönnunarspretti er samsett annarsvegar af þeim sem hafa þekkingu á kröfum fyrirtækis, stofnanna eða sveitafélaga og hinsvegar þeim sem hafa þekkingu á hugbúnaðargerð, notenda- og viðmótshönnun og verkefnastjórn.

Dagur 1

Hugmyndavinna (e. brainstorming). Hér er farið yfir þá virkni sem á að þróa og fyrir hvern verið er að þróa (e. user journey map), hvort sem hún tilheyrir fyrstu útgáfu eða síðari útgáfum. Þetta er mikilvægt skref til þess að tryggja það að allir í teyminu séu á sömu blaðsíðu. Eftir þennan dag hafa allir teymismeðlimir sameiginleg markmið og skilning á því hverju hönnunarspretturinn á að skila. 

Dagur 2

Forgangsröðun hugmynda. Farið er yfir hugmyndir frá degi eitt og þeim forgangsraðað. Þetta gefur betri yfirsýn yfir það hvernig verkefnið skal unnið og hvernig er hægt að brjóta það niður í smáútgáfur sem skapa virði (e. minimum viable product). Allir í teyminu teikna svo upp sínar hugmyndir af útfærslu (e. wireframes). Kosið er um hugmyndir og reynt að finna þær hindranir er kunna að koma upp.

Dagur 3

Hönnun og úrvinnsla. Á degi 3 fara hönnuðir og greinendur Origo yfir það sem komið hefur á degi 1 og 2, byrja að hanna frumgerðir og skjala aðrar afurðir. Viðskiptavinurinn fær frí þennan dag.

Dagur 4

Notendur prófa. Á degi fjögur eru prófa notendur frumgerðir sem eru komnar og koma með endurgjöf. Mun ódýrara er að gera breytingar á þessu stigi heldur en þegar forritunarvinna er hafin og því mikilvægt að fá fram athugasemdir varðandi það sem betur má fara.

Dagur 5

Unnið með athugasemdir frá degi fjögur og frumgerð kláruð eftir prófanir og kynnt, umræður og tillögur að úrbótum.

Verkefnin

Við tökumst á við verkefnin - stór og smá

Mínar síður

Við höfum þróað margar útfærslur af Mínum síðum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina, jafnt stofnanir sem og fyrirtæki í opinberri þjónustu og einkageiranum. Má þar nefna Tryggingastofnun Ríkisins, Orkuveitu Reykjavíkur, Orku Náttúrunnar, Mínar síður VÍS o.fl.

Mínar síður eru einföld leið til að bjóða upp á betri þjónustu. Viðskiptavinir geta nálgast allar upplýsingar á einum stað, séð yfirlit yfir öll sín mál og afgreitt sig sjálfir, hvar sem er og hvenær sem er.

Vef- og hugbúnaðarþróun

Við þróum vefi og veflausnir eins og þjónustusíður og fyrirtækjavefi.

Við pössum líka að tengingarnar séu til staðar og rétt settar upp eins og tengingar við greiðslukerfi og innskráning með rafrænum skilríkjum.

Straumurinn (X-road)

Origo eru helstu sérfræðingar Íslands þegar kemur að innleiðingu og tengingum við Strauminn og hefur komið að slíkum innleiðingum fyrir tugi stofnanna.

Origo hefur leitt þessa vinnu fyrir Stafrænt Ísland og er aðili að rammasamningi Fjármálaráðuneytisins hvað það varðar. Við getum tengt þig við Strauminn.

Þegar við fórum af stað í stafræna þróun hjá VÍS leituðum við til Origo um samstarf. Hjá Origo er hópur af mjög færum forriturum og sérfræðingum með langa reynslu í hugbúnaðarþróun. Við fengum þá með okkur í stafrænu verkefnin og þá sérstaklega þróun á vis.is, innskráningu og Mitt VÍS. Við getum alltaf treyst á starfsfólk Origo til að skila framúrskarandi vinnu, enda eru þarfir viðskiptavina hjá þeim alltaf í fyrsta sæti.
Gyða EinarsdóttirÞróunarstjóri veflausna hjá VÍS
Stafræn vegferð

Stafræn umbreyting með TR

Origo hefur um árabil unnið að stafrænum umbreytingarverkefnum fyrir Tryggingastofnun. Síðan þá hafa fjölmargar snjallar nýjungar litið dagsins ljós, svo sem Mínar síður sem gerir viðskiptavinum stofnunarinnar kleift að senda inn gögn, umsóknir og fyrirspurnir og fylgjast með stöðu mála, hvort sem er á íslensku eða ensku. Það er tímanna tákn að nú þarf ekkert að mæta á staðinn eða hringja heldur er nóg að klára málin í gegnum vefinn. Í því felst gríðarlegt hagræði fyrir TR og svo ekki síst viðskiptavini þess sem eru 65 þús í hverjum mánuði

Samstarf

Framúrskarandi stafræn umbreytingarverkefni

Viðskiptavinir okkar frá Marel, VÍS og TR segja frá samstarfinu við Origo. Við þróum þjónustuvefi (Mínar síður) og innrivefi fyrir fyrirtæki og stofnanir sem gera starfsfólki og viðskiptavinum auðvelt að nálgast upplýsingar og fá yfirlit yfir öll sín mál.

Samstarfsfélagar fagna góðum árangri
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000