Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
Origo bíður upp á margar gerðir hljóðnema og upptökubúnaðar. Vörur frá Yamaha, Audio Technica, Genelec, Black Magic og fleiri frábærum framleiðundum.
Hlaðvörp eru geysivinsæl um þessar mundir og því kemur ekki á óvart að það eru margar lausnir í boði þegar kemur að velja búnað fyrir hlaðvörp.
Ef þú ert að byrja með hlaðvarp þá getur verið erfitt að gera sér grein fyrir hvaða búnaður er mikilvægur til að koma sér af stað. Það er nefnilega alls ekki nauðsynlegt að hlaupa af stað og kaupa allan búnað strax. Þó það sé hægt að byrja með hlaðvarp með aðeins snjallsíma í hönd og nettengingu, þá mælum við eindregið með að notast hið minnsta við góða tölvu og hljóðnema. Góð hljómgæði skipta öllu máli til að gott hlaðvarp skili sér til hlustandans.
Origo býður upp á mikið úrval af hátölurum, hljóðnemum, hljóðkortum og öðrum búnaði fyrir hljóðver. Sama hvort þú ert að taka upp talað mál eða heila hljómsveit þá getum við gefið þér góða ráðgjöf og hjálpað þér að finna þann búnað sem hentar.
Viðskiptavinir: Stúdíó Paradís, Saga Film.