Booking Factory

Booking Factory eru hótellausnir sem samanstanda af fullkomnu hótelbókunarkerfi með nútímalegu viðmóti, sjálfvirkni í samskiptum og greiðslum auk tenginga við endursöluaðila, tekjustýringartól og iPad kassakerfi.

Þjónustuþættir

Booking Factory PMS

Booking Factory PMS er fyrir sjálfstæð hótel og gistiheimili. Lausnin er einstaklega notendavæn og virkar fyrir allar skjástærðir þannig starfsmenn geta auðveldlega bókað með spjaldtölvu og farsíma.

Auðvelt að byrja og þjálfa nýtt starfsfólk.
Stuðningur fyrir "multi property" gististaði.
Sjálfvirkar uppfærslur á birgðastýringu.
Við sjáum um alla uppsetningu og tengingar.

Booking Factory Payments

Booking Factory Payments er greiðslugátt fyrir Booking Factory PMS. Booking Factory Payments getur séð um alla handavinnuna þegar kemur að greiðslum og tilkynningum eins og tölvupóstsendingum til viðskiptavinar. Með afar einföldum hætti er hægt að setja upp reglur þannig kort allra viðskiptavina eða frá ákveðnum sölurásum séu rukkuð sjálfkrafa að fullu eða að hluta. 

Vefposi og greiðslugátt fyrir bókunarvélar.
Sjálfvirkar greiðslur sem taka tillit til afbókunarstefnu.
Kortanúmer hýst í öruggu PCI vottuðu umhverfi.

Booking Factory Connect

Booking Factory Connect er markaðstorg lausna sem tengjast Booking Factory hótelbókunarkerfinu. Við bjóðum tengingar við ýmsar lausnir, allt frá bókhalds- og tekjustýringarkerfum yfir í iPad kassakerfi og "housekeeping" smáforrit. Með Booking Factory Channel Manager er hægt að tengja kerfið við hundruðir sölurása líkt og Booking.com, Expedia og AirBnB.

Nýttu þér tekjustýringarlausnir sem reikna út besta verðið hverju sinni.
Seldu meira með ipad kassakerfi á barnum eða veitngastaðnum og skrifaðu kaupin á herbergi viðskiptavinar.
Uppfærðu stöðu herbergja um leið og þau eru þrifin með einföldu smáforriti sem heldur utan um þrifalista, stöðu á rúmfötum og fleira.

Hótelvefir og bókunarvélar

Ókeypis hótelbókunarvefur fylgir Booking Factory PMS. Vefurinn er öruggur, hraður og skalanlegur með innbyggðan stuðning fyrir leitarvélar. Hýsingin á vefnum er innifalin í Booking Factory PMS. Við bjóðum einnig tilbúna hótelvefi í Wordpress vefumsjónarkerfinu sem og sérsniðnar lausnir sem eru skalanlegar og notendavænar. Hvort sem þig vantar einfaldan bókunarvef eða sérsniðna lausn þá getur þú leitað til okkar.

Söluráðgjafi Booking Factory
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagar - Lokað
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000