Timian

Timian

Timian innkaupa- og beiðnalausn tengir innkaupaaðila og birgja saman í heildstætt og skilvirkt viðskiptaumhverfi á netinu.

Timian
Timian

Segjum að þú sért með 400 manns í hádegismat í dag og 500 í kvöldmat. Hvað þarftu þá mikið timian? Innkaup fyrirtækja og stofnana eru oft flókin og umfangsmikil. Það þarf að kaupa rekstrarvörur fyrir ólíkar deildir, mat fyrir starfsfólk og skjólstæðinga – og ef eitthvað vantar upp á getur það sett alla starfsemina í uppnám. Áður kostaði þetta gríðarlega vinnu, fundi, tölvupóst og símtöl við tugi eða hundruð birgja. Utanumhaldið var stór áskorun út af fyrir sig, svo ekki sé minnst á reyna að ná stjórn á kostnaði, sóun og vistspori. En af hverju ættu ekki öll innkaup fyrirtækja að geta farið fram á einum stað á netinu? Velkomin í nútímann. Stafræn þróun breytir leiknum – og Timian breytir innkaupunum til frambúðar.

Ferskur sproti

Fyrir tíu árum gekk frumkvöðull inn í stærsta eldhús landsins og kom auga á þörf sem hægt væri að mæta með tækninni. Hann sá fyrir sér skilvirkt kerfi fyrir innkaup og beiðnir sem gerði allt ferlið rekjanlegt og miklu einfaldara. Timianfræið byrjaði strax að spíra og nokkrum mánuðum seinna var kerfið komið í notkun. Fyrirtæki voru fljót að taka við sér. Einn af fyrstu viðskiptavinum Timian sparaði 30 milljónir króna í matarinnkaupum fyrsta árið. Hvernig þá? Jú, Timian er gagnsætt kerfi sem gerir þér kleift að kortleggja þarfir fyrirtækisins nákvæmlega, bæta vörunýtingu og snarminnka sóun. Vöru- og verðsamanburður milli birgja er sáraeinfaldur inni í kerfinu. Timian veitir aðhald, greinir innkaupamynstur og kemur í veg fyrir mistök í reikningum – auk þess auðvitað að spara dýrmætan tíma starfsfólksins.

Ábyrgð og yfirsýn

Fyrir fyrirtæki og stofnanir með margar deildir eða dreifða starfsemi getur Timian skilað sérstaklega miklum ávinningi. Með því að nýta aðgangsstýringarmöguleika kerfisins getur starfsfólk ólíkra deilda deilt utanumhaldi og ábyrgð á innkaupum fyrirtækisins, allt án þess að missa yfirsýn. Mikil og góð reynsla er af notkun Timian á heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum, þar sem starfsemin er ekki bara dreifð heldur bæði flókin og sérstaklega viðkvæm.

Fyrir mat ... og eftir mat

Innkaup fyrirtækja eru ótrúlega fjölbreytt eftir atvinnugreinum, stærð og gerð. Timian þjónar þínu fyrirtæki jafn vel hvort sem þú ert að kaupa hjúkrunarvörur, veiðarfæri, tækjabúnað, skrifstofuvörur, húsgögn eða umbúðir svo eitthvað sé nefnt. Eldhúseiningin í Timian nýtist öllum sem reka stór eldhús. Þessi kerfishluti býður meðal annars upp á að beintengja matseðla og uppskriftir inn í kerfið og sýnir bæði næringargildi máltíðanna og kolefnisspor! Við erum nefnilega ekkert að grínast með það að vera græn.

Grænt og vænt

Frá því að kerfið var fyrst smíðað hefur hugsunin alltaf verið sú að hjálpa fyrirtækjum að gera innkaupin umhverfisvænni. Skilvirkari innkaup eru nefnilega einfaldlega betri fyrir umhverfið! Betri nýting þýðir minni sóun og betri yfirsýn þýðir færri sendingar – allt fer í einni ferð og útblástur minnkar! Bílferðum birgja fækkar líka, svo þeirra starfsemi verður grænni, auk þess sem Timian gerir þeim kleift að veita betri þjónustu með minni fyrirhöfn. Við segjum bara: Verði okkur öllum að góðu!

Timian á samfélagsmiðlum

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf