Timian innkaupa- og beiðnalausn tengir innkaupaaðila og birgja saman í heildstætt og skilvirkt viðskiptaumhverfi á netinu.
Helstu kostir Timian:
Yfirlit á síðu:
Timian tengir innkaupaaðila og birgja saman í heildstætt og skilvirkt viðskiptaumhverfi á netinu. Kerfið er áreiðanlegt og rekjanlegt, framúrskarandi þjónusta sem er sérsniðin að þínum þörfum.
Birgjar geta skráð vörulista og tilboð á vörutorg innkaupaaðila, haft yfirsýn yfir pantanir, móttöku pantana, athugasemdir og samþykkt reikninga.
Kaupandi í Timian stundar viðskipti á eigin vörutorgi sem veitir betri yfirsýn en þekkst hefur. Það veitir möguleika á að beina innkaupum í hagkvæmari farveg, greina vörunotkun og bæta nýtingu aðfanga.
Birgjar lesa vörulista og tilboð inn á vörutorg innkaupaaðila og veita yfirsýn yfir stöðu pantana hjá birgjum.
Birgjar, vörur, pantanir, innkaupayfirlit, afgreiðsluyfirlit, innkaupaþörf, dreifing og áætlun.
Vörunotkun rekstrareininga innan samstæðu, greining niður á vöruflokka og einstaka vöruliði.
Bókaður kostnaður, pantanir, innkaupayfirlit, beiðnayfirlit og innkaupaáætlun.
Uppskriftir, matseðlar, málsverðir, fjöldi í mat, matseld, hráefnaþörf ásamt næringarútreikningum.
Aðgangsstillingar í samræmi við verk- og ábyrgðarsvið.