Veflausnir < Origo

Veflausnir

Við höfum áratuga reynslu af þróun veflausna sem og samþættingu vefsvæða við ýmis innri og ytri kerfi fyrirtækja.

Við þróum þjónustuvefi (Mínar síður) og innrivefi fyrir fyrirtæki og stofnanir sem gera starfsfólki og viðskiptavinum auðvelt að nálgast upplýsingar og fá yfirlit yfir öll sín mál.

Vantar þig ráðgjöf?

Leiðandi í þróun og viðhaldi veflausna

Við höfum mikla reynslu og þekkingu á þróun veflausna fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Tilbúnar og sérhæfðar lausnir

Við bjóðum upp á allt frá tilbúnum veflausnum til sérþróaðra lausna sem eru samþættar við innri og ytri kerfi.

Sérsniðin ráðgjöf fyrir viðskiptavini

Hjá okkur starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu af þróun og innleiðingu vef- og viðskiptalausna. 

Mínar síður

Við höfum þróað margar útfærslur af Mínum síðum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina, jafnt stofnanir sem og fyrirtæki í opinberri þjónustu og einkageiranum.

Mínar síður eru einföld leið til að bjóða upp á betri þjónustu. Viðskiptavinir geta nálgast allar upplýsingar á einum stað, séð yfirlit yfir öll sín mál og afgreitt sig sjálfir, hvar sem er og hvenær sem er.

Innrivefir

Við höfum þróað stóra og smáa innrivefi sem auðvelda starfsfólki að nálgast vinnutengdar upplýsingar á aðgengilegan hátt.

Innrivefirnir okkar henta fyrir allar stærðir og gerðir af fyrirtækjum og stofnunum.

WebMaster vefumsjónarkerfið

WebMaster er öflugt vefumsjónarkerfi sem er í stöðugri þróun. Kerfið er hægt að nota fyrir fjölda veflausna eins og þjónustusíður, innrivefi og fyrirtækjavefi.

WebMaster býður upp á ýmsa möguleika eins og tengingar við greiðslukerfi og innskráningu með rafrænum skilríkjum.

Vantar þig ráðgjöf vegna veflausna?