Með viðskiptagreind færðu öflugt aðgengi að upplýsingum úr rekstrinum sem styður við markvissa ákvörðunartöku og eykur yfirsýn.
Sameinar viðskiptagreind, áætlanagerð, spálíkön og gervigreind í eina öfluga skýjalausn (SaaS). Þróað á SAP Hana in-memory tækni einfaldar SAC rekstrarumhverfið verulega í lausn hannaða með framtíðina í huga. Innbyggð gervigreind (Smart Discovery, Smart Insights, Search to Insight), málvinnsla (Natural language processing) og fullkomið athugasemda- og samskiptikerfi styðja samvinnu við ákvarðanir á grunni gagna sem aldrei fyrr.
SAP Business Objects hefur verið leiðandi á sviði viðskiptagreindar í áratugi. Skýrslugerð og mælaborð í lausnum eins og Webi Intelligence, Crystal Reports eða Lumira. Hægt er að aðlaga fjárfestingu að þörfum og nú er hægt breyta on-premise leyfum í hybrid SAP BusinessObjects og SAP Analytics Cloud lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að vernda núverandi fjárfestingu og komast í nútímalega skýjalausn með hagkvæmum hætti.
Microsoft Power BI er greiningartól í mikilli sókn sem gerir notendum kleift að útbúa gangalíkön og skýrslur með einföldum hætti. Öflugar aðgangsstýringar og einfalt að deila gögnum, skýrslum og mælaborðum.