Viðskiptalausnir < Origo

Viðskiptalausnir

Við sérhæfum okkur í þjónustu og þróun viðskiptalausna fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir.

Við bjóðum lausnir frá SAP og Dynamics NAV frá Microsoft, ásamt viðbótum og aðlögunum að íslenskum aðstæðum. Þá erum við einnig með alíslenska hugbúnaðinn Vigor.

Vantar þig ráðgjöf?

SAP sérlausnir fyrir íslenskan markað

Bankatengingar

Tryggja fyrirtækjum öruggari samskipti við fjármálastofnanir, með sveigjanlegu viðmóti.

Kröfukerfi

Einföld hugbúnaðarlausn sem heldur utan um innheimtukröfur fyrirtækja og samskipti við fjármálastofnanir.

SAP Tollakerfi

Sérsniðið að þörfum íslenskra fyrirtækja sem stunda inn- og útflutning og þurfa að standa skil á skýrslum og gjöldum til hins opinbera.

SAP Mannauður- og laun

Öflug lausn sem er sérsniðin að íslenskum fyrirtækjum sem gera kröfur um hraðvirka launavinnslu og gott utanumhald mannauðs.

BPO (Business Partner Overview)

BPO (Business Partner Overview) er yfirlitsmynd sem einfaldar alla vinnu og umsýslu með SAP lánakerfið (CML) og SAP viðskiptamannakerfið (FI/AR).

Vigor viðskiptalausnir

Heildstæð lausn

Vigor lausnirnar eru mjög notendavænar og auðvelt að aðlaga þær að ólíkum þörfum fyrirtækja. Hægt er að fá Vigor sem heildstæða lausn eða sem einstakar sjálfstæðar einingar, tengdar við önnur kerfi.

Fjárhags-, viðskiptamanna- og lánadrottnabókhaldið

Bókhaldið er sambyggt í eitt kerfi. Í viðskiptamannakerfinu er mjög öflug greiðsluþjónusta (greiðsludreifing) sem tengist undirkerfum, þ.m.t. orkureikningakerfinu Orku.

Innheimtukerfið

Fylgir eftir innheimtuferlum og tala við fjármálastofnanir í gegnum vefþjónustur. Kerfið getur bæði séð um alla innheimtu,  með útsendingum innheimtuáskorana og/eða tengst milliinnheimtufyrirtækjum. Sölukerfið tengist innheimtunni og lagerkerfinu.

Verkbókhaldið

Heldur utan um kostnað, áætlanir, tilboð og eftirlit. Hluti verkbókhaldsins er sveiganlegt verkefnakerfi. Verkefnin flæða á milli manna og verktímar skila sér inn í launakerfið.

Sérlausnir

Tengjast m.a. tryggingum og má þar nefna til dæmis iðgjalda- og tjónaskuldakerfi, erlendar endurtryggingar og fleira.

Dynamics NAV

Microsoft Dynamics NAV er viðskiptalausn sem nær yfir allan rekstur fyrirtækis. Gegnum einfalt viðmót veitir lausnin innsýn í stöðu fyrirtækisins auk þess að halda utan um kjarnaferla þess. NAV hefur undanfarin 30 ár sannað sig sem ein hentugasta viðskiptalausn fyrir fyrirtæki sem kjósa sveigjanlega lausn sem auðvelt er að aðlagast og fljótlegt er að innleiða.

Staðlaðar kerfiseiningar Dynamics NAV

 • Fjárhagsbókhald
  Fjölbreyttir bókhaldsmöguleikar sem ná yfir viðskiptamanna- og sölubókhaldi til forðabókhalds auk almenns fjárhagsbókalds.
 • Verkefnastjórnun
  Heldur utan um forða í þeim verkefni sem verið er að vinna og hverning álagið er á hverjum tíma.
 • Lánadrottna- og Innkaupakerfi
  Utanumhald um lánadrottna ásamt innkaupum, sölu og vinnslu pantana ásamt tengingu við AGR lausnina til að nýta söluspár og auka sjálfvirkni í gerð og vinnslu pantana.
 • Starfsmannahald
  Kerfiseining sem gerir þér kleift að halda utan um helstu starsmanna upplýsingar svo sem tímaskýrslur og fleiri.
 • CRM tengslastjórnun
  CRM eða Customer Relationship Management einfaldar og gefur þér yfirsýn yfir öll samskipti og sambönd við þína viðskiptavini.
 • Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja
  Engin takmörk á fjölda fyrirtækja í hverjum grunni.

Viltu vita meira um viðskiptalausnir?