Vörutalning < Origo

Nákvæm, örugg og hraðvirk

Vörutalning

Við bjóðum fjölbreyttar vél- og hugbúnaðarlausnir fyrir vörutalningu sem auðvelda þér verkið.

Með notkun handtölva og strikamerkjalesara færum við okkur frá tímafrekri talningu með blaði og blýanti ásamt innslætti gagna yfir í rafrænt ferli. Minni hætta er á mistökum og innsláttarvillum og rétt birgðastaða uppfærist í fjárhagskerfinu þegar skráningar eru lesnar inn í lok talningar.

Fáðu ráðgjöf

Ávinningur

  • Rafrænt ferli sparar dýrmætan tíma
  • Minni hætta á mistökum og innsláttarvillum
  • Rétt birgðastaða uppfærist í fjárhagskerfinu

Helstu kostir

  • Hægt að tengjast ýmsum bakendum/ kerfum
  • Þú annað hvort leigir eða kaupir þína vörutalningalausn, við eigum vörur til á lager
  • Með rafrænum vörutalningum er auðvelt að telja oft á hverju ári
  • Hentar öllum sem þurfa að vörutelja a.m.k. einu sinni á ári.

Fáðu ráðgjöf