Öryggi
Við tryggjum fyrsta flokks öryggi tækja og notenda. Origo rekur ISO 27001 vottað stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis auk þess sem hjá fyrirtækinu starfa vottaðir sérfræðingar svo sem með ITIL og hinar ýmsu tæknigráður.
Sérfræðiþekking
Við búum yfir áratuga reynslu og þekkingu, öflugum innri ferlum og faggráðum. Við höfum fjárfest mikið í þjálfun og færni okkar starfsfólks svo að viðskiptavinir okkar þurfir þess ekki.
Framúrskarandi þjónusta
Hjá Origo er mikil áhersla lögð á að veita góða og persónulega þjónustu því árangur viðskiptavina skiptir okkur öllu máli. Við trúum að góð og gagnsæ samskipti séu lykillinn að farsælu samstarfi.
Við erum alltaf til staðar þegar þú þarft á því að halda
Við greinum og leysum úr tæknilegum vandamálum og aðstoðum þig m.a. við tölvupóstinn, setja upp forrit, tengja vinnustöðina, ýmsar stillingar, netmál og uppsetningu prentara, svo fátt eitt sé nefnt.
Þú hefur aðgang að sjálfsafgreiðslu allan sólarhringinn, og er hægt að fá mál leyst með fjarþjónustu alla virka daga frá kl. 8-17, og á laugardögum frá kl. 10-14.
Ef ekki tekst að leysa málin í gegnum fjarþjónustu, þá einfaldlega mætum við á staðinn.
Tækniborð
Við hjálpum starfsfólkinu þínu við allar þær tæknilegu áskoranir sem upp geta komið, svo sem mál sem tengjast stillingum, neti, tölvupósti og kerfum svo fátt eitt sé nefnt.
Vettvangsþjónusta
Við setjum upp tölvubúnað og starfstöðvar, og mætum alltaf á staðinn til að tryggja farsæla úrlausn mála sem ekki er hægt að leysa í fjarþjónustu.
Aðgangsstýring
Við tryggjum öryggi og réttan aðgang starfsfólksins þíns að kerfum og búnaði. Við fylgjum öruggum samþykktarferlum við breytingu og veitingu aðganga.
Tækjarekstur
Við sinnum eftirliti með vírusvörnum, öryggisplástrun og bjóðum snjallar lausnir fyrir örugga sjálfsafgreiðslu hugbúnaðar.