Stafræn vegferð
Við hjá Origo bjóðum upp á sérsniðnar stafrænar lausnir sem eru hannaðar til að mæta þínum þörfum og hjálpa þér að skara fram úr í þínum rekstri. Hvort sem þú ert að leita að sérsniðnum Mínum síðum, skapandi vefsíðu eða öflugum netverslunum þá fylgjum við þér allt frá greiningu að innleiðingu og eftirfylgni fullunninnar lausnar.
Greining og hönnun
Vefhönnun í samstarfi við Metall Design Studio
Gagnreynt þróunarferli er lykillinn að því að koma verkefni hratt og örugglega frá hugmynd til innleiðingar. Við hefjum verkefni oftast á svokölluðum hönnunarspretti eða „design sprint“ með Metall Design Studio, sem er þrautreynd aðferð til að fá skýra sýn á verkefnið í fimm daga hnitmiðuðum spretti.