IBM Flashsystem 5200 - Prófaðu í 2 vikur!

Við bjóðum viðskiptavinum að prófa IBM Flashsystem 5200 í umhverfi sínu í 2 vikur, aðeins er greitt fyrir uppsetningu á gagnageymslunni.

Gerð er áætlun um tíma og markmið prófunar með mælanlegum gildum til að meta árangur prófunar. Ef þú ákveður að kaupa IBM Flashsystem að prófun lokinni er ný diskastæða sett upp án endurgjalds.

Eiginleikar

Hvað gerir Flashsystem 5200 fyrir þinn rekstur?

IBM Flashsystem 5200 tekur við af Flashsystem 5100 og er á mjög samkeppnishæfu verði.  IBM Flashsystem 5200 kemur með öflugum IBM NVMe stýringum fyrir Flash Core Module (FCM), Storage Class Memory diskum og NVMe SSD diskum, þar sem hægt er að koma fyrir allt 1.7PB af gögnum í 1U einingu, með minna en ~70 µs svartíma og stækkanleg í allt að 32PB með viðbótar diskaskúffum. Einnig er mögulegt að setja saman 4 stk. IBM Flashsystem 5200 í klasa.

Aðgangur að gögnum skiptir sköpum fyrir reksturinn. Niðritími þýðir yfirleitt truflun á rekstri, fjárhagslegt tap og slæmt orðspor. Með IBM Flashsystem 5200 og Spectrum Virtualize hugbúnaði er mögulegt að ná 99,9999% uppitíma. Stýrieiningar eru með tvöfaldan búnað og öflugan stýrihugbúnað sem leyfir viðhald án niðritíma og IBM Storage Insights fylgist með búnaðnum og sendir boð til þjónustudeilda IBM ef eitthvað óeðlilegt er við uppsetninguna eða búnaðinn.

Aukin afköst

Fáðu aukin afköst með NVMe tengingu við diska, bæði IBM Flash Core (FCM ~70 µs) diska og Storage Class Memory (SCM ~10µs) diska með enn styttri svartíma.

Aukin þægindi og arðsemi fjárfestinga

Nýttu þér möguleika IBM Spectrum Virtualize sem einfaldar rekstur þinn með því að „hjúpa“ yfir 500 mismunandi gerðir gagnageymsla frá IBM og samkeppnisaðilum og fá með því eitt viðmót fyrir umsjón með gagnageymslunum þínum, þjöppun á gögnum og tengingu við skýjaþjónustur, dulkóðun ofl.

Betri nýting á gagnarýmd

IBM Storage Insights fylgir með öllum IBM gagnastæðum og nýtir gervigreind til að fylgjast með gagnageymslum og kemur með tillögur að því sem betur má fara varðandi afköst, nýtingu á gagnarýmd, uppfærslur á búnaði og opnar sjálfvirkt verkbeiðnir (mál) hjá IBM ef um bilun er að ræða. Með Storage Insights Pro (gegn gjaldi) er einnig mögulegt að fylgjast með diskstæðum frá öðrum framleiðendum og fá ýtarlegra eftirlit með gagnastæðum og langtímagögn yfir afköst.

Tenging við skýjaþjónustur

Þú getur tengt IBM gagnastæðu þínar eins og Flashsystem 5200 með „IBM Spectrum Virtualize for Public Cloud“ við almennar skýjaþjónustur eins og IBM Cloud og AWS ásamt Microsoft Azure seinna á þessu ári. Þannig getur þú fengið samræmda gagnastjórnun fyrir gagnastæður og gögn sem geymd eru í skýjaþjónustum, fært gögn og forrit til og frá skýjaþjónustum, komið í framkvæmd nýjum aðferðum í þróun og innleiðingu kerfa, nýtt almenn gagnaský fyrir varakerfi eða neyðarþjónustu í stað fjárfestinga í tölvusal og varið þig gegn tölvuþrjótum með með skyndiafriti yfir í ský („air gap cloud snapshot“).

Stuðningur við örþjónustur og gámatækni („Containers“)

IBM Flashsystem 5200 ásamt öðrum IBM gagnastæðum styðja við Red Hat OpenShift og Kubernetes gámatækni umhverfi, með hraðvirkri afhendingu gagnsvæðis fyrir „container“ með IBM block storage CSI driver“, stutt af Red Hat og IBM. IBM Flashsystem 5200 er afkastamikil lausn fyrir kröfuhörðustu verkefni, þjónustur og örþjónustur, með þann sveigjanleika sem þarf til að byggja upp blandaða skýjalausn fyrirtækja.

Aukin samþjöppun og minna rekkapláss

IBM Flashsystem 5200 er með alla eiginleika sem krafist er af gagnageymslum fyrir stærstu fyrirtæki eins og t.d. stjórnun og stuðning við skýjaþjónustur. Með minni og samþjappaðri einingu í 1U rekkaplássi og nýjustu diskatækni með „on-drive“ þjöppun og dulkóðun, færður meiri afköst og gagnarýmd og sparar í leiðinni rekkapláss.

IBM Flashsystem

IBM Flashsystem 5200 í hnotskurn

IBM Flashsystem 5200 eru með FPGA örgjörva sem sjá ma. um þjöppun gagna á diskum og dulkóðun án áhrifa á afköst diskastýringarinnar. FCM diskar ná allt að 5x þjöppun sem þýðir allt að 80% þjöppun og samhliða sparnað á gagnrými. Diskastæðan er með tvöfalda stýringu sem hvor er með 8 Intel core og hámark 256GB flýtiminni (2x8 Intel core og 512GB cache).

Diskastæðan er 1U af stærð og tekur 12 NVMe diska. IBM NVMe FCM diskar eru frá 4.8TB upp í 38.4TB að stærð, NVMe SSD diskar eru einnig í boði, frá 1.92TB upp í 30.72TB.

Mögulegt er að tengja saman 4 stk. IBM Flashsystem 5200 í klasa og í „High-availability“ uppsetningu með „Hyperswap“, með möguleika á speglun gagna milli 3ja stýrieininga (3-site replication).

IBM Flashsystem 5200 styður einnig Storage Class Memory diska (SCM) (~10 µs) frá 375GB upp í 1600GB hver. Mögulegt er að fylla diskstýringuna með SCM diskum, en lágmarksfjöldi í RAID uppsetningu er t.d. 2 diskar með distributed RAID 1, 4 diskar með distributed RAID 5 og 6 diskar með distributed RAID 6.

Heimasíða fyrir Flashsystem 5200

Diskaskúffur

Diskaskúffur fyrir Flashsystem 5200

Mögulegt er að bæta við IBM FlashSystem 5200 þremur mismunandi gerðir af diskaskúffum, IBM 4662 model 12G, 24G og 92G.  Hámarks diskarýmd með auka diskaskúffum eru 32PB.

IBM FlashSystem 5200 LFF diskaskúffa model 12G, styður allt að 12 stk. 3.5” NL-SAS og SAS diska. Allt að 240 drif í 20 stk. 12G SAS diskaskúffum. Model 12G tekur 2U í rekka.
IBM FlashSystem 5200 SFF diskaskúffa model 24G, styður allt að 24 stk 2.5” SAS eða SSD diska. Allt að 480 drif í 20 stk. 24G SAS diskaskúffum. Model 24G tekur 2U í rekka.
IBM FlashSystem 5200 LFF diskaskúffa model 92G styður allt að 92 stk. 3.5” (og 2.5” diska í 3.5“ sleða) NL-SAS, SAS og SSD diska. Allt að 784 diska í 8 stk. 92G SAS diskaskúffum. Model 92G tekur 5U í rekka.
Verð og útfærslur

Dæmi um verð og útfærslur

All-Flash 37TB (50% þjöppun)

Flashsystem 5200 með 256GB cache 7x4.8TB FCM diskum, 32GB FC tenging við miðlara
Verð 4.558.000 ISK án vsk eða 110.275 ISK á mán. án vsk með 36 mánaða fjármögnun(*)

(*) Verð eru miðuð við gengi 1 DKK = 20,52. Réttur áskilinn til verðbreytinga vegna gengisbreytinga. Fjármögnun er frá IBM Financing og er háð samþykki þeirra.

Platinum partner

IBM Platinum Business Partner

Origo er eini þjónustu- og söluaðili IBM á Íslandi, með IBM Platinum Partner stöðu. Origo selur bæði gagnageymslur, afritunarbúna, SAN svissa og netþjóna og stórtölvur frá IBM.

Maður heldur á spjaldtölvu og í bakgrunni sjást samstarfsfélagar spjalla saman
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000