Allt sem þú vilt vita um Origo < Origo

Af hverju var ákveðið að sameina TM Software, Applicon og Nýherja?

Markmiðið með sameiningunni er að nýta styrkleika fyrirtækjanna þriggja til þess að skapa heildstætt framboð lausna í upplýsingatækni og efla þjónustu við viðskiptavini enn frekar.

Allt sem þú vilt vita um Origo

  • Af hverju var ákveðið að velja nýtt nafn á fyrirtækið?

   Lausnaframboð Origo verður víðtækara en hjá félögunum Nýherja, Applicon og TM Software hverju fyrir sig Nýtt nafn og vörumerki, Origo, var valið til að endurspegla sem best fjölbreyttara lausnaframboð og skarpari áherslur í þjónustu en ekki síst til þess að stilla samhentum hópi starfsfólks undir einu flaggi. 

  • Hvert verður lausnaframboð Origo?

   Lausnaframboð Origo mun ná til flestra sviða upplýsingatækni, svo sem hýsingar- og rekstrarþjónustu, eigin hugbúnaðarþróunar og -lausna frá samstarfsaðilum, viðskiptalausna og innviða upplýsingakerfa. Auk þess mun Origo selja búnað og lausnir til fyrirtækja og einstaklinga frá mörgum af fremstu framleiðendum heims, á borð við Lenovo, IBM, Canon, Bose, Sony, NEC o.fl. 

  • Hvernig verða viðskiptavinir varir við breytinguna?

   Markmiðið er að þeir upplifi framúrskarandi þjónustu og breiðara lausnaframboð en áður.

  • Hver er kennitala Origo?

   Kennitala Origo er 530292-2079 (Kennitala Nýherja).

  • Breytast símanúmerin?

   Við tókum í notkun nýtt símanúmer; 516-1000 en 569-7700 er enn virkt og verður það áfram um stund. Viðskiptavinir í alrekstri nota áfram 516-1600 og önnur þjónustunúmer haldast óbreytt um sinn.

  • Hvað merkir Origo?

   Orðið Origo kemur úr latínu og merkir uppruni, upphaf eða uppspretta og er því við hæfi í upplýsingatækni, þar sem þróun og nýsköpun eru forsendur árangurs  Nafnið á sér stutta sögu innan samstæðunnar, en Origo var eitt af dótturfyrirtækjum TM Software þegar Nýherji keypti félagið í byrjun árs 2008. 

  • Fyrir hvað stendur Origo merkið?

   Merkið sameinar Nýherja, Applicon og TM Software með þremur punktum sem vísa til fyrirtækjanna þriggja.

  • Hverjar eru helstu starfseiningar fyrirtækisins?
  • Nýherji hefur verið skráð í Kauphöll, verður breyting á því?

   Félagið verður áfram skráð í Kauphöll undir nýju auðkenni.

  • Hve margir starfa hjá Origo?

   Hjá Origo starfa 440 manns, langflestir í Borgartúni 37 í Reykjavík en einnig á Kaupangi á Akureyri, á Egilstöðum,  í Neskaupstað og á Ísafirði. Dótturfélög Origo eru Applicon Svíþjóð og Tempo, þar sem starfa um 150 manns. Hlutabréf Origo eru skráð í NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöll Íslands). Tekjur Origo árið 2017 námu um 12,5 ma.kr. 2017 en áætluð velta samstæðu, með dótturfélögum, námu ríflega 15 ma.kr.

  • Hvernig beygir þú orðið Origo?

   Hér er Origo, um Origo, frá Origo til Origo :-)

  • Hvernig berðu fram orðið Origo?

   Hér er Origó, um Origó, frá Origó, til Origó :-)