100 milljón ThinkPad tölvur < Origo

 
 

100 milljón ThinkPad tölvur

08.01.2015

Björn G. Birgisson, vörustjóri PC búnaðar, er á CES tæknisýningunni í Las Vegas og mun flytja fréttir af því helsta sem Lenovo er að kynna þessa daganna.

Nú er hægt að fá hefðbundnu ThinkPad vélarnar T450, T550 einnig með Core i Broadwell örgjörva ásamt því að geta nú tekið 2 minniskubba og því allt að 16GB af innra minni. ThinkPad T450s fær einnig uppfærslu í Broadwell en tekur eftir sem áður 12GB af minni

X250 verður með Broadwell örgjörvum og nýju músinni sem mun gleðja unnendur þessarar skemmtilegu smávélar sem getur verið með allt að 20 klst rafhlöðum og vegur frá 1,3kg. Hún er sannkölluð kraftsprengja í ótrúlega nettum búningi og hentar þeim sem ferðast mikið. 4G verður valkostur í flestum vélum og geta notendur því tengst háhraðaneti símafélaganna nánast hvar sem er.

ThinkVision X24 er nýr skjár sem skartar ótrúlega fallegri hönnun. Hann er 23,8“ 1920x1080 punkta með nánast engum ramma utan um skjáinn og mjög nettum standi. Skjárinn er með IPS tækni svo að hann er mjög skýr og skemmtilegur. Þetta er skjár sem sómir sér við hvaða aðstæður sem er.

Það er einnig gaman að segja frá því að ThinkPad fartölvur hafa nú selst í 100 milljón eintökum frá upphafi sem er ótrúlegur árangur og segir mikið um það orðspor sem fer af þessari frábæru fyrirtækjatölvu. Það er ekki amalegt að halda upp á slík afrek með bestu vörulínu frá upphafi.