ACE 100 - fyrir áhugaljósmyndarann < Origo

 
 

ACE 100 - fyrir áhugaljósmyndarann

11.11.2015

Þegar ég byrjaði að stunda ljósmyndun lærði ég fljótlega að ljós er eitt aðal atriðið í fallegri ljósmynd, sama hvort það er náttúrlegt eða eitthvað sem maður býr til sjálfur. Fátækur námsmaðurinn ég hafði ekki efni á dýrum og vönduðum stúdíóljósum sem voru í boði og ódýrari möguleikar ekki til. Skammdegið var hinsvegar langt og dimmt. Ég safnaði vasapeningunum mínum saman og fór í byggingarvöruverslun og keypti mér vinnukastara. Þetta ljós notaði ég óspart árum saman til þess að æfa mig, prófa, skoða og læra hvernig ljós hegðar sér.

 

Interfit ACE 100 w/s ljósið hefði verið talsvert ofar á óskalistanum ef það hefði verið til á þeim tíma. Lítið og ódýrt stúdíóljós sem er alveg kjörið fyrir byrjendur til að æfa sig. Ljósið kemur í pakka með regnhlíf, snúrum og standi. Allt sem þarf til þess að byrja að taka stúdíómyndir. Það sem gerir það einstaklega skemmtilegt er að það er hægt að bæta við ljósum eftir því sem ljósmyndarinn lærir og þróast. Það er auðvelt að taka það með sér hvert sem er og það er meira að segja hægt að láta flassið á myndavélinni virkja stúdíóljósið þráðlaust.


Ég ætla nú ekkert að fara ýtarlega yfir kosti stúdíóljósa umfram innbyggða flassið í myndavélunum. En í stuttu máli er það kraftmeira, auðveldara að stjórna því, birtan er mikið mýkri og fallegri, það er hægt að staðsetja það hvar sem er og það er hægt að notast við fleiri en eitt.


Interfit Ace 100w/s kostar 19.900 og fæst í verslunum Nýherja