Af hverju UC heyrnartól? < Origo

 
 

Af hverju UC heyrnartól?

18.03.2015

Plantronics UC heyrnartólin eru frábrugðin öðrum USB heyrnartólum og eru stútfull af tækni sem hjálpa til við að gera notkun tölvusíma eins góða og hægt er:

 • Sjálfvirkur tónjafnari (Dynamic Equalizer) sem breytir sjálfvirkt hljóðstillingum eftir því hvort um símtal eða tónlist er að ræða.
 • SoundGuard® tækni tryggir að hámarkshljóðstyrkur fer aldrei yfir 118 dBA og tryggir þar með heyrn notandans.
 • DSP (Digital Signal Processing) tækni tryggir hámarks talgæði fyrir tölvusíma og vinnur á móti bergmáli.
 • Hljóðnemar sem minnka umhverfishávaða.
 • Svarhnappur og styrkstillir er á öllum Plantronics UC heyrnartólum, þráðlausum sem þráðtengdum og í studdum tölvusímum er hægt að svara þó tölvan sé læst.
 • Microsoft Lync samhæfð, Plantronics UC heyrnartólin styðja Lync frá Microsoft ásamt öllum helstu tölvusímum.

Plantronics HUB hugbúnaður

Plantronics HUB er viðbótar hugbúnaður sem notendur geta sett upp á sinni tölvu og gera notandandum mögulegt að stilla hina ýmsu eiginleika UC heyrnartólsins, s.s. svarhnapp, hringingar, tónlistarspilara og notkun skynjaranna. Einnig er hægt að uppfæra hugbúnað heyrnartólsins og fylgjast með rafhlöðuendingu þráðlausu heyrnartólanna. Nánar


Plantronics USB tengd UC heyrnartól

Plantronics BlackWire eru þráðtengd UC heyrnartól sem eru fáanleg í mörgum mismunandi útfærslum, allt eftir þörfum og kröfum notandans.

 • BlackWire 300 series eru einföld og ódýr UC heyrnartól fyrir þá sem eru ekki mikið í símanum en þurfa UC heyrnartól.  BlackWire 300 er fáanlegt í 2 útfærslum; BlackWire 310 Mono og BlackWire 320 Stereo.
 • BlackWire 500 series eru UC heyrnartól fyrir þá sem mikið eru í símanum og/eða eru að hlusta á tónlist.  BlackWire 500 koma með þægilegum eyrnapúðum sem gerðir eru fyrir notkun allan daginn og eru búin SmartSensor tækni þannig að hægt er að svara símtali með því að setja á sig heyrnartólið.  BlackWire 500 er fáanlegt í 2 útfærslum; BlackWire 510 Mono og BlackWire 520 HiFi Stereo.
 • BlackWire 700 series eru fullkomnustu UC heyrnartólin og eru sambærileg 500 series að viðbættum stuðningi fyrir BlueTooth. BlackWire 700 series eru að sjálfsögðu með SmartSensor og eru fáanleg í Mono (710) og HiFi Stereo (720) útfærslum.

Plantronics þráðlaus UC heyrnartól

Plantronics þráðlausu UC heyrnartólin eru fáanleg í BlueTooth og DECT útfærslum.

 • Plantronics Voyager Legend UC og Edge UC eru BlueTooth UC heyrnartól sem tengjast samtímis við tölvusíma og GSM síma notandands.  BlueTooth heyrnartólin eru með 10 – 15m langdrægni og vega aðeins 9 – 18 gr.
 • Plantronics Savi 400 series eru þráðlaus UC DECT heyrnartól sem draga allt að 115 metra og eru fáanleg í ýmsum útfærslum. 

Plantronics UC fundarsímar

 • Plantronics Calisto P610 er USB tengdur fundarsími sem hentar vel fyrir símafundi í gegnum tölvusíma.
 • Plantronics Calisto P620 er USB BlueTooth fundarsími og hentar því bæði fyrir símafundi í gegnum tölvusíma og farsíma.