Canon EOS 80D valin EUROPEAN DSLR CAMERA 2016-2017 < Origo

 
 

Canon EOS 80D valin EUROPEAN DSLR CAMERA 2016-2017

30.08.2016

Fjórar Canon vörur; þar af tvær myndavélar, ein linsa og einn bleksprautuprentari, hafa hlotið EISA verðlaun fyrir 2016-2017. Um er að ræða flaggskip DSLR myndavélalínu Canon, EOS-1D X Mark II, sem var valin EUROPEAN PROFESSIONAL DSLR CAMERA, EOS 80D sem var valin EUROPEAN DSLR CAMERA þar sem hún er talin búa yfir óviðjafnanlegu notagildi sem bæði ljósmyndavél og vídeóvél, og EF 35mm f/1.4 II USM linsa, sem er búin hágæða gleri sem er þróað hjá Canon og skilar framúrskarandi myndgæðum. Þá var imagePROGRAF PRO-1000 A2 prentarinn valinn EUROPEAN PHOTO PRINTER 2016-2017.

 

European DSLR Camera 2016-2017: EOS 80D

EISA dómnefndin sagði um EOS 80D að hún ,,væri meira heldur en SLR myndavél“ og hrósaði Canon fyrir ,,marga háþróaða eiginleika fyrir ljósmyndun og vídeó“ ásamt því að taka fram að myndavélin væri ,,leiðandi í myndgæðum í sínum flokki“. Dómnefndin fjallar sérstaklega um Dual Pixel CMOS AF tækni EOS 80D með ,,sports 45 cross-type flögum“ er ,,skilar hraðvirkum fókus í live view og vídeó“ auk þess sem tekið er fram hversu vel EF-S 18-135mm f/3.5-5.6 IS USM linsan virkar með PZ-E1 power zoom adapternum í vídeó. Þá var dómnefndin afar ánægð með upplausn hins hreyfanlega LCD skjás sem er með snertivirkni.

European Professional DSLR 2016-2017: EOS-1D X Mark II

EOS-1D X Mark II er ,,hraðvirkasta DSLR myndavélin sem fram hefur komið“ samkvæmt EISA dómnefndinni sem var afar ánægð með getu vélarinnar til að fanga viðfangsefni á hreyfingu á 14 römmum á sek. Dómnefndin tók fram að ,,Canon hefði aukið ljósmyndagæði vélarinnar til muna“ miðað við fyrra módel og talaði um betri sjálfvirkan fókus sem og ,,háþróaðri“ hágæða 4K vídeóeiginleika. Með þessum glæsilegum viðbótum, ásamt vel byggðu húsi, þá sagði dómnefndin að EOS-1D X Mark II væri ,,betri alhliða myndavél heldur en fyrirrennarinn“.

European Professional Lens 2016-2017: EF 35mm f/1.4L II USM

Samkvæmt EISA er Canon EF 35mm f/1.4L II USM ,,besta 35mm linsan á markaðnum“. Auk þess að skila skerpu sem er ,,ótrúlega mikil, bæði í miðjunni og út í endana, jafnvel á f/1.4“ þá sagði dómefndin hana ,,vera mjög öfluga í að leiðrétta krómatíska skekkju“ með Blue Refractive (BR) gleri og SubWavelength Structure Coating (SWC) sem dregur bæði úr glömpum og draugum í myndum. Þá skili hún mjög fallegu ,,bokeh“ með 9 blaða ljósopi.

European Photo Printer 2016-2017: imagePROGRAF PRO-1000

Að mati EISA dómnefndarinnar skilar imagePROGRAF PRO-1000 ,,bestu mögulegum prentgæðum og langlífi ljósmynda“ með 2400 x 1200 dpi sem er hámarks upplausn prentarans og pigment bleki. Þá er hann afkastamikill og er búin 12 hylkja blekkerfi og aðskildum matte black og photo black hylkjum sem hjálpa ,,að koma í veg fyrir eyðslu á bleki, peningum og tíma“.