Canon EOS vinsælast 12 árið í röð < Origo

 
 

Canon EOS vinsælast 12 árið í röð

01.04.2015

Canon tilkynnti í lok mars sl. að fyrirtækið fagnaði því að vera með mestu markaðshlutdeild í DSLR myndavélum tólfta árið í röð í heiminum hvað eintakafjölda varðar.


Velgengnin hófst með EOS 300D

Velgengni Canon sem markaðsleiðandi aðili hófst árið 2003 þegar starfrænar SLR myndavélar voru að fæðast og þegar hin byltingarkennda EOS 300D kom á markað. Síðan þá hafa í kjölfarið fylgt fjöldi magnaðra DSLR myndavéla á borð við EOS-1D fyrir atvinnufólk sem og EOS 5D línan sem bauð fyrst upp á vídeó í full-frame DSLR myndavél.

EOS 7D Mark II fyrir áhuga- og ástríðuljósmyndara

Í október sl. kynnti Canon EOS 7D Mark II sem er hönnuð fyrir áhuga- og ástríðuljósmyndara er vilja hraða en hún tekur 10 ramma á sekúndu ásamt því að búa yfir framúrskarandi fókuskerfi. EOS 7D Mark II er nú þegar orðin afar vinsæl á meðal íslenskra ljósmyndara, t.d. þeirra sem eru í fuglaljósmyndun.

EOS 5DS & EOS 5DS R: 50.6 megapixlar

Þá heldur Canon áfram að styrkja EOS línuna enn frekar en fyrirtækið kynnti í febrúar sl. um komu EOS 5DS og EOS 5DS R sem eru báðar með 50.6 megapixla myndflögu – hæsti pixlafjöldi í 35mm full-frame myndavélum.

EOS M3: Hraðvirk með Wi-Fi og NFC

Jafnframt sagði Canon frá komu EOS M3 þar sem notendur fá kraftinn úr EOS en í minna húsi. EOS M3 er m.a. búin afar öflugu fókuskerfi, 24 megapixla myndflögu, Wi-Fi og NFC.

100 milljón EF linsur – Ótrúlega margir valkostir í linsum

Það er ljóst að Canon EOS kerfið er afar sterkur valkostur fyrir áhuga- og atvinnuljósmyndara sem og byrjendur eða fjölskyldur sem vilja einfaldlega framúrskarandi myndavél. Þar skiptir úrvalið af Canon linsum miklu máli en fyrirtækið tilkynnti fyrir stuttu að það hefði framleitt 100 milljónustu EF linsuna fyrir EOS myndavélar. Úrvalið af EF linsum eru nú 97 talsins (einnig EF Cinema linsur) þannig að Canon notendur hafa ótrúlega marga valkosti sem geta aðstoðað þá til að fanga framúrskarandi ljósmyndir eða vídeó.