Canon kynnir EF 35mm f/1.4L II USM linsu með nýrri tækni < Origo

 
 

Canon kynnir EF 35mm f/1.4L II USM linsu með nýrri tækni

23.08.2015

Canon kynnti á dögunum EF 35mm f/1.4L II USM, ný gleiðlinsa í L línunni svokölluðu, sem er hönnuð fyrir ljósmyndara. Linsan tekur við af EF 35mm f/1.4L USM og er sú fyrsta sem er búin nýlegri tækni sem er þróuð af Canon og ber heitið Blue Spectrum Refractive optics (BR optics) er tryggir mögnuð myndgæði, hvort sem er í fréttum, íþróttum eða brúðkaupum.

Hlustað á ljósmyndara er gera kröfu um framúrskarandi myndgæði

EF 35mm f/1.4L II USM hefur verið hönnuð þar sem hlustað hefur verið á samfélag atvinnuljósmyndara og býr hún yfir háþróaðri optískri tækni er skilar framúrskarandi myndgæðum sem atvinnuljósmyndarar gera kröfu um af Canon L línu linsu.

Blue Spectrum: Brautryðjandi linsutækni Canon

Eins og áður segir þá er EF 35mm f/1.4L II USM fyrsta linsan sem er með BR gler sem er brautryðjandi linsutækni hjá Canon þar sem markmiðið er að draga verulega úr krómatískri skekkju og skila skarpari ljósmyndum. Ásamt hágæða linsuklæðningum, m.a. Subwavelength Structure Coating, skilar EF 35mm f/1.4L II USM betri skerpu og lágmarks blossum og draugum.

Heimildafílingur: Frábær fyrir blaða- og brúðkaupsljósmyndara

EF 35mm f/1.4L II USM er fullkomin til að fanga ljósmyndir í heimildamynda fíling með gleiðri 35mm fastri brennivídd. Þannig er linsan frábær valkostur fyrir blaðaljósmyndara, íþróttir og brúðkaupsljósmyndara. Með gleiðhorni geta ljósmyndarar skotið viðfangsefni við þeirra náttúrulegu aðstæður og í samræmi við þeirra umhverfi og án bjögunar. Til að taka ljósmyndir með fallegu bakgrunnsblörri og með portrett í aðalhlutverki þá er hægt að nota hraðvirkt f/1.4 níu blaða ljósop til að stjórna dýptarskerpu ásamt því sem það hjálpar ljósmyndurum að taka myndir þegar dregur úr birtu.

Hraðvirkur fókusumótor

Til að þú getir brugðist hratt við aðstæðum fyrir framan þig þá er EF 35mm f/1.4L II USM búin hringlaga ultrasonic mótor er keyrir ótrúlega hraðan og nær hljóðlátan sjálfvirkan fókus. Þú getur ávallt stjórnað fókus handvirkt til að gera breytingar í rauntíma, hvort sem þú ert að skjóta ljósmyndir eða vídeó. Þá er EF 35mm f/1.4L II USM hönnuð fyrir kröfuharðar tökuaðstæður þar sem hún er vel veðurvarin og er byggð til að endast.

Áætlað er að EF 35mm f/1.4L II USM byrji í sölu um miðjan október en listaverð verður kynnt innan skamms.

Hægt er að sjá sýnishornamyndir skotnar með EF 35mm f/1.4L II USM með því að smella hér.