Myndavél í sjónum í 2 mánuði - Í lagi! < Origo

 
 

Myndavél í sjónum í 2 mánuði - Í lagi!

29.10.2014

Björg Kjartansdóttir, surfskiða ræðari, varð fyrir því óláni þann 9. ágúst sl. að týna Canon PowerShot D20 myndavélinni sinni þegar hún datt úr vasa á vestinu hennar í sjóinn eftir róður.  PowerShot D20 er vatnsheld myndavél sem þolir allt að 10 metra dýpi auk þess að vera höggheld mv. 1,5 metra og þola allt að 10 stiga frost.  Því ákvað Björg að gefast ekki upp á vélinni og fór nokkrum sinnum að leita að henni enda var hún alls ekki sátt við að missa vélina sem hún var búin að nota mikið áður en hún týndist. 

Í byrjun október, um tveimur mánuðum eftir að PowerShot D20 týndist, bar leitin árangur.

,,Ég ákvað að svipast um eftir vélinni þegar það var mikil fjara og þá lá hún þar.  Ég varð auðvitað mjög undrandi að finna vélina, fasta í þara en ég byrjaði á að taka minniskortið úr henni til að ganga úr skugga um að þetta væri vélin mín, trúði þessu bara varla.  Það var alveg svakaleg sjólykt af myndavélinni en ég skolaði hana mjög vel, tók svo rafhlöðuna úr og skolaði vélina aftur og lét hana þorna mjög vel.  Það er mikil gleði að myndavélin skyldi virka enn þá þrátt fyrir að hafa legið í sjónum í allan þennan tíma. Strax búin að taka vélina með mér aftur út á sjó en passa nú að hafa hana tryggilega fasta í vestinu mínu."

Björg (tv) ásamt Sólveigu Sveinbjörnsdóttur, vinkonu sinni.
Ljósmyndari Þorbergur Kjartansson kayakræðari

Hægt er að skoða Canon PowerShot D30, nýrri útgáfuna, með því að smella hér.