Canon vinsælast 13 árið í röð! < Origo

 
 

Canon vinsælast 13 árið í röð!

30.03.2016

Canon hefur tilkynnt að fyrirtækið hafi verið með mestu markaðshlutdeild í DSLR myndavélum og smá-myndavélum 13 árið í röð í heiminum hvað eintakafjölda varðar.

Árið 2003 kynnti Canon hina byltingarkenndu EOS 300D sem var nett, létt og öflug DSLR myndavél á hagstæðu verði en hún var að mörgu leyti upphafið að yfirráðum Canon á DSLR markaðnum. Síðan þá hefur Canon kynnt margar byltingarkenndar vörur, bæði fyrir atvinnuljósmyndara sem og almenna neytendur, m.a. hina mögnuðu EOS 5D línu.

Spennandi nýjungar

Á árinu 2015 Canon kynnti ýmsar spennandi EOS myndavélar, m.a. EOS 5DS og EOS 5DS R, sem eru með mesta pixlafjöldann í DSLR myndavélum eða 50.6 megapixla, og EOS M3 sem er spegillaus myndavél. Canon EOS línan hefur stækkað enn frekar á þessu ári með kynningu á EOS-1D X Mark II sem byrjar í sölu í apríl/maí, en hún er framúrskarandi DSLR myndavél fyrir atvinnuljósmyndara er tekur 14 ramma á sekúndu. Þá hefur Canon kynnt EOS 80D sem er öflug og fjölhæf DSLR myndavél fyrir áhugaljósmyndara er sameinar hámarks myndgæði og hraða.

98 Canon EF linsur

Notendur Canon EOS njóta þess að EF linsu-lína Canon er afar öflug en hún samanstendur af alls 98 linsum. Í júni 2015 höfðu verið framleiddar 110 milljón eintök af Canon linsum.

Canon leggur mikinn metnað í að efla og bæta við öfluga vöruflóru fyrirtæksins í myndavélum þar sem markmiðið er að bjóða markaðsleiðandi vörur sem uppfylla kröfur og þarfir ljósmyndara sem fást við ólík viðfangsefni.

Heimild: Vefsíða Canon Europe